Sport

Ljóst hverjir mætast í Super Bowl eftir snjóbyl og spennu

Sindri Sverrisson skrifar
Christian Gonzalez sáttur eftir að hafa stolið sendingu í lokaleikhlutanum í sigri New England Patriots á Denver Broncos, í snjónum í Denver í gær.
Christian Gonzalez sáttur eftir að hafa stolið sendingu í lokaleikhlutanum í sigri New England Patriots á Denver Broncos, í snjónum í Denver í gær. Getty/Matthew Stockman

Snjóbylur setti sinn svip á gærkvöldið þegar niðurstaða fékkst í það hvaða lið munu mætast í Ofurskálarleiknum, eða Super Bowl, sunnudaginn 8. febrúar.

Það verða lið Seattle Seahawks og New England Patriots sem mætast í úrslitaleik NFL-deildarinnar sem ávallt er beðið eftir með svo mikilli eftirvæntingu. Þessi sömu lið mættust einmitt í Super Bowl árið 2015 þar sem að Patriots unnu 28-24 sigur.

Þetta verður fyrsti Ofurskálarleikur Patriots síðan Tom Brady leiddi liðið að sjötta meistaratitlinum árið 2019. Seahawks hafa aftur á móti bara unnið einu sinni, árið 2014.

Drew Lock, Sam Darnold og Jalen Milroe fagna sæti Seattle Seahawks í Super Bowl.Getty/Steph Chambers

Super Bowl fer að þessu sinni fram í Santa Clara í Kaliforníu, á heimavelli San Francisco 49ers.

Það var mikil spenna í gærkvöld þegar undanúrslitin fóru fram. Patriots tryggðu sér AFC-meistaratitilinn með 10-7 sigri á Denver Broncos en óhætt er að segja að veðrið hafi sett sterkan svip á þann leik.

Þegar leið á leikinn varð völlurinn nefnilega snævi þakinn og ómögulegt að greina línurnar á grasinu. Leikstjórnandi Patriots, Drake Maye, hljóp með boltann í endamarkið í eina snertimarki liðsins en Broncos voru án síns aðalleikstjórnanda, Bo Nix, vegna meiðsla.

Öllu meira var skorað þegar Seahawks tryggðu sér NFC-meistaratitilinn með því að vinna Los Angeles Rams, 31-27. Sam Darnold hjá Seahawks og Matt Stafford hjá Rams köstuðu báðir fyrir þremur snertimörkum í leiknum.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×