Handbolti

Haukur tæpur fyrir leik dagsins

Valur Páll Eiríksson skrifar
Haukur hefur verið öflugur á EM en fengið slæm högg í leikjum Íslands.
Haukur hefur verið öflugur á EM en fengið slæm högg í leikjum Íslands. EPA/Cornelius Poppe

Ákvörðun verður tekin um þátttöku Hauks Þrastarsonar í leik dagsins við Slóveníu á EM karla í handbolta skömmu fyrir leik. Þessu greindi Arnór Atlason, aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands, frá í samtali við Vísi.

Elvar Ásgeirsson var skráður til leiks á EM í dag, líkt og greint var frá í morgun. Arnór segir það vera varúðarráðstöfun vegna stöðunnar á Hauki.

Haukur fékk högg í leik gærdagsins eftir að hafa fengið slæmt höfuðhögg í leik Íslands við Króatíu nokkrum dögum fyrr.

Í samtali við Vísi segir Arnór að það komi ekki í ljós fyrr en leikmannahópur Íslands verður opinberaður rúmri klukkustund fyrir leik, hvort Haukur taki þátt í leik dagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×