Sameinaður sjóður yrði stærsti hluthafinn í fjölmörgum Kauphallarfélögum
Verði af sameiningu Lífeyrissjóðs verslunarmanna og Birtu, sem myndi búa til risastóran leikanda á íslenskum fjármálamarkaði, þá yrði sjóðurinn stærsti einstaki fjárfestirinn í fjölmörgum skráðum félögum og meðal annars fara með virkan eignarhlut í nokkrum fjármálafyrirtækjum.
Tengdar fréttir
Telur æskilegt að lífeyrissjóðir beiti sér líkt og aðrir fjárfestar í skráðum félögum
Seðlabankinn er þeirrar skoðunar að það sé „æskilegt“ að lífeyrissjóðir, sem eru langsamlega stærstu fjárfestarnir á innlendum verðbréfamarkaði, beiti áhrifum sínum sem hluthafar í skráðum félögum í Kauphöllinni líkt og aðrir fjárfestar. Bankinn brýnir hins vegar fyrir lífeyrissjóðunum mikilvægi þess að stjórnarmenn séu sjálfstæðir í störfum sínum og eigi að gæta að hagsmunum sjóðsfélaga við að „hámarka ávöxtun eigna.“
„Varhugavert“ að fella lífeyrissjóði undir sama regluverk og gildir um banka
Tillögur Seðlabankans um að réttast sé að láta sama laga- og regluverk ná til starfsemi lífeyrissjóðanna og gildir um banka og tryggingafélög eru „varhugaverðar,“ að mati fulltrúa sjóðanna, enda hafi þeir meðal annars sérstöðu vegna aðkomu aðila vinnumarkaðarins ásamt því að vera með „ákveðið“ félagslegt hlutverk. Forseti ASÍ gagnrýnir „ásælni“ Seðlabankans í að hafa enn meiri áhrif á lífeyrissjóðakerfið og skipta sér af því hvernig staðið er að stjórnarkjöri í sjóðina.
Breytingar sem taka mið af öðrum veruleika yrðu erfiðar og kostnaðarsamar
Verði farin sú leið að aðlaga regluverkið um starfsemi lífeyrissjóða að þeirri evrópsku löggjöf sem gildir um fjármálafyrirtæki, eins og Seðlabankinn hefur talað fyrir, þá mun það hafa í för með sér „verulega breytta hugmyndafræði“ og valda miklum viðbótarkostnaði, að mati framkvæmdastjóra eins af stóru lífeyrissjóðunum. Hann segir oft gleymast að líta til þeirra kosta sem fylgir því að standa utan löggjafar Evrópusambandsins, sem taki iðulega mið af öðrum veruleika, og varar jafnframt við tillögum um að Seðlabankinn fái heimildir til stjórnvaldssekta á lífeyrissjóði.