Ísland í dag - „Erum að halda útför og ég hlakka til“

Einar Gunnar Einarsson, iðulega þekktur undir leikaranafni sínu Einar Gunn, lést á líknardeild Landspítalans þann 21. ágúst í faðmi fjölskyldu sinnar. Hans síðasta verk var að skipuleggja sína eigin útför sem var óhefðbundnari og litríkari en þær flestar. Hugmyndina fékk eftir að hafa leikið eitt aðalhlutverkið í Jarðarförin mín. Þar ávarpi hann gesti í myndbandi, Geir Ólafs og KK tóku kröftug lög en einnig var þar uppistand og lífinu fagnað. Líknardeildinni var sömuleiðis umbreytt í hljóðver þar sem hátt í 30 klukkustundir voru teknar upp fyrir hlaðvarp sem er væntanlegt. Í þættinum fylgjumst við með þessari útför og kynnumst þessum einstaka manni sem kvaddi lífið með gleðina að leiðarljósi.

1871
16:36

Vinsælt í flokknum Ísland í dag