Ísland í dag - Simmi Vill býður fyrrverandi eiginkonu í mat á jólunum

Mikilvægt er við skilnað að foreldrar reyni að halda góðum samskiptum sín á milli, barnanna vegna segir Sigmar Villhjálmsson athafna og fjölmiðlamaður en hann mun bjóða fyrrverandi eiginkonu sinni og barnsmóður í mat á aðfangadag og synirnir verða með. Hann segir að þó fólk sé skilið þurfi sambandið ekki að vera neikvætt og barnanna vegna skipti miklu máli að öllum komi vel saman. Simmi Vill eins og hann er oftast kallaður hefur verið að slá í gegn á ýmsum sviðum að undanförnu meðal annars með nýjum veitingastöðum undir nafninu Barion og svo hefur hann einnig slegið í gegn á Instagram síðu sinni þar sem hann er með yfir tuttugu þúsund fylgjendur og þar má segja að hann í raun haldi úti raunveruleikasjónvarpi sem getur verið gríðarlega skemmtilegt. Þar hefur hann til dæmis sýnt hvernig hann setur reglulega á sig andlitsmaska á meðan hann skoðar skemmtilegar fasteignaauglýsingar. Simmi er einn af eftirsóttustu piparsveinum landsins og eldar hann iðulega fyrir sig einan og leggur skemmtilega á borð þó í einrúmi sé og alltaf kaupir hann fersk blóm til að eiga heima í stofu. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og skyggndist bakvið tjöldin hjá hinum skemmtilega piparsveini

21893
13:13

Vinsælt í flokknum Ísland í dag