Mál Kristófers enn til skoðunar
Mál Kristófers Acox vegna auglýsinga hans á ólöglegri veðmálastarfsemi er enn til skoðunar hjá KKÍ sem hafa fengið fleiri ábendingar á þeim nótum. Framkvæmdastjóri sambandsins kallar eftir breytingum á úreltri löggjöf með það fyrir augum að erlend veðmálafyrirtæki séu skattskyld hérlendis.