Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Píratar töldu frumvarp opna fyrir ársreikninga

Frumvarp þingflokks Pírata um aukinn aðgang almennings að fyrirtækjaskrá var samþykkt á Alþingi en opnaði ekki á gjaldfrjálsan aðgang að ársreikningum fyrirtækja. Önnur lög gilda um reikningana eins og ríkisskattstjóri benti á.

Innlent
Fréttamynd

Tíðrætt um traust Alþingis

Ríkisstjórnarflokkarnir höfðu betur gegn minnihlutanum þegar kosið var um tillögu dómsmálaráðherra um fimmtán dómara við Landsrétt. Alþingismönnum var heitt í hamsi í umræðum um málið.

Innlent
Fréttamynd

Framsóknarþingmenn sátu hjá við skipan dómara í Landsrétti

Hart var tekist á um skipan fimmtán dómara við nýtt millidómstig, Landsrétt, á Alþingi í dag. Stjórnarandstaðan telur að dómsmálaráðherra hafi ekki staðið rétt að tillögu um hverjir skuli skipa dóminn og ekki fært nægjanleg rök samkvæmt lögum fyrir ákvörðun sinni.

Innlent
Fréttamynd

Allar líkur á að Píratar leggi fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir allar líkur á að Píratar leggi fram vantrauststillögu á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, felli meirihlutinn á þingi tillögu minnihlutans um að vísa dómaramálinu svokallaða aftur til ráðherrans svo hann rökstutt á fullnægjandi hátt tillögu sína um skipan 15 dómara við Landsrétt.

Innlent
Fréttamynd

Engar svuntur við eldhúsdagsumræður

Fréttablaðið leitaði til nokkurra sem hafa góða tískuvitund og spurði álits á fólkinu í Eldhúsdagsumræðum á Alþingi. Margir voru nefndir en þessir fjórir fengu flest atkvæði. Þá fékk forseti Alþingis, Unnur Brá Konráðsdóttir, mörg stig fyrir glæsileika.

Lífið
Fréttamynd

Staða Viðreisnar afar þröng

Gísli Marteinn Baldursson og Heiða Kristín Helgadóttir, sem oftast eru nefnd sem mögulegir oddvitar Viðreisnar fyrir næstu borgarstjórnarkosningar, hyggjast ekki leiða flokkinn.

Innlent
Fréttamynd

Tillaga Brynjars betri en núverandi verklag

Forstjóri Barnaverndarstofu segir skárra að fangelsa foreldri vegna tálmunar en að taka barn af heimilinu. Nýtt frumvarp um aðgerðir vegna tálmunar séu því til bóta. Sýslumaður þurfi að geta afgreitt tálmunarmál með hraði.

Innlent
Fréttamynd

Costco og eftirpartý í eldhúsdagsumræðum

Stefnt er að þinglokum í vikunni eftir snarpt og óvenjulegt vorþing. Af því tilefni fóru eldhúsdagsumræður fram á Alþingi í gær. Þingmenn allra flokka fóru um víðan völl en heilbrigðis-, mennta- og myntmál voru fyrirferðarmikil.

Innlent
Fréttamynd

Sigurður Ingi gagnrýndi „stefnuleysi“ ríkisstjórnarinnar

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, kallaði eftir svörum við spurningum sínum um stefnu ríkisstjórnarinnar í Eldhúsdagsumræðum í kvöld. Hann sagði ríkisstjórnina stefnulausa og ríkisstjórnarflokkana Viðreisn og Bjarta framtíð enn fremur máttlausa í samstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn.

Innlent
Fréttamynd

Sagði Viðreisn berjast gegn sérhagsmunum allra, líka vina sinna

Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar, lagði áherslu á mikilvægi alþjóðasamstarfs í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. Hann sagði meðal annars að þjóðin hefði á árum áður verið heppin að hafa framsækna leiðtoga í stjórnmálum sem hefðu þorað að leiða Íslendinga til þátttöku í alþjóðasamstarfi.

Innlent
Fréttamynd

Vill Costco-þrýstinginn á Alþingi

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, ræddi samstöðu neytenda í kringum Costco og verðsamanburð á samkeppnisaðilum, í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum í Alþingi í kvöld. Hún kallaði eftir því að þrýstingnum, sem neytendur setja á verslanir, yrði beitt á þingmenn.

Innlent
Fréttamynd

Sagði andúð vinstri manna á einkarekstri í heilbrigðisþjónustu "furðulega skammsýni og pólitískt trúarofstæki“

Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ræddi meðal annars komu verslunarrisanna Costco og H&M hingað til lands í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. Hann sagði landsmenn nú horfa á ákveðna umbyltingu hér í verslun og sagði forpokuð sjónarmið koma frá þeim sem gagnrýndu komu þessara verslana.

Innlent