Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Föstudagsviðtalið: Treystir sér til forystustarfa

Óttarr Proppé segir ástríðu sína fyrir pólítík ekki endilega vera á spíssinum. Hann útilokar þó ekki formannsframboð. Hann segir viðvarandi fylgistölur Bjartrar framtíðar sýna að það sé sambandleysi frá þeim til kjósenda.

Innlent
Fréttamynd

Ekki gert ráð fyrir Helguvík

Ekki er gert ráð fyrir að höfnin í Helguvík verði á samgönguáætlun áranna 2015 til 2018 sem lögð verður fyrir Alþingi á ný í haust. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, aðstoðarmaður innaríkisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Vilja að lögreglan geti farið í verkfall

Landssamband lögreglumanna vill þverpólitíska sátt um að innleiða verkfallsrétt stéttarinnar að nýju. Þingflokksformaður Samfylkingar segir kröfuna eðlilega. Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir Samninganefnd ríkisins með fyrirslátt.

Innlent
Fréttamynd

Ólöf Nordal óákveðin um framtíð sína

Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, útilokar ekki að hún gefi kost á sér til þess að verða varaformaður Sjálfstæðisflokksins á ný. Hún segir að ákvörðunin ráðist af því hvort hún ætli að gefa kost á sér til Alþingis á ný.

Innlent
Fréttamynd

Boðar heildarendurskoðun á fangelsismálum í vetur

Þingmaður Bjartrar framtíðar segir það hróplegt óréttlæti að fangar þurfi að flytjast búferlum til að ljúka afplánun utan fangelsis. Formaður allsherjarnefndar segir heildarendurskoðun málaflokksins nauðsynlega.

Innlent
Fréttamynd

Hverjir græða á ofurtollum á kjöti

Það er mat þeirra sem til þekkja að innflutningstollar hækki verð á nauta-, svína- og kjúklingakjöti á bilinu 40% til 90%. Háir tollar veita innlendum framleiðendum skjól gagnvart innflutningi. Mjög mismunandi er hvernig skjólið nýtist einstökum framleiðslugreinum kjötvarnings.

Skoðun
Fréttamynd

Siðferðileg skylda?

Utanríkismálanefnd Alþingis er einróma í afstöðu sinni um að Ísland skuli taka þátt í þvingunaraðgerðum Bandaríkjanna og ESB gagnvart Rússlandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stefnubreyting við sameiningu stofnana

Á undanförnum árum hafa stjórnvöld stefnt að því að fækka opinberum stofnunum. Sérstaklega hefur verið einblínt á sameiningu smærri stofnana með það fyrir augum að auka hagkvæmni í ríkisrekstrinum.

Skoðun
Fréttamynd

Neikvæð afstaða stjórnvalda til aldraðra og öryrkja!

Í Danmörku spyrja stjórnvöld hvað þau geti gert til þess að bæta kjör og aðstöðu eldri borgara. Hér á landi leita stjórnvöld allra leiða til þess að komast hjá því að hækka lífeyri eldri borgara jafnvel þótt kaup launþega sé að hækka. Ólíkt hafast stjórnvöld að í þessum tveimur löndum.

Skoðun
Fréttamynd

Málaskráin er mál út af fyrir sig

Fyrir kemur að manni þyki hlutir breytast hægt í stjórnsýslu hér á landi. Kannski er það í mannseðlinu að tregðast við þegar kemur að breytingum. Auðvitað eru ekki allar breytingar til góðs og vissara að fara sér hægt í einhverjum málum, en ekki á að standa í vegi fyrir breytingum til batnaðar

Fastir pennar