Besta deild kvenna

Besta deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Fylkiskonur unnu 1. deildina

    Fylkir tryggði sér sigur í 1. deild kvenna í dag eftir 2-1 sigur á ÍA í úrslitaleik en bæði liðin voru búin að tryggja sér sæti í Pepsi-deildinni á næsta tímabili.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Eyjakonur unnu mikilvægan sigur á Blikum

    Eyjakonur lönduðu gríðarlega mikilvægum sigri í baráttunni um annað sæti Pepsi-deildar kvenna í dag þegar liðið vann 3-1 sigur á Breiðabliki í Eyjum í dag. ÍBV hefur eins stigs forskot á Val en Valur vann 3-1 útisigur á FH á sama tíma.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    HK/Víkingur enn á lífi í Pepsi-deild kvenna

    HK/Víkingur vann 4-1 sigur á botnliði Þróttar í 16. umferð Pepsi-deildar kvenna í dag en Fossvogsliðið á því enn möguleika á því að bjarga sér frá falli. HK/Víkingur er nú með tíu stig eða þremur stigum meira en Afturelding sem á leik inni seinna í dag.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Þór/KA mætir Stjörnubönunum frá Rússlandi

    Þór/KA lenti á móti Zorkiy Krasnogorsk frá Rússlandi þegar dregið var í 32 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í Nyon í dag. Þór/KA er fulltrúi Íslands í Evrópukeppninni í ár en félagið tryggði sér farseðilinn með því að vinna Íslandsmeistaratitilinn í fyrra.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Þór/KA gæti mætt Söru og Þóru

    Íslandsmeistararnir sumarið 2012, Þór/KA, verða í neðri styrkleikaflokki þegar dregið verður í 32-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu á fimmtudaginn.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Löng bið Elínar Mettu á enda

    Valskonan Elín Metta Jensen skoraði tvö langþráð mörk í 6-0 sigri Vals á HK/Víkingi í Pepsi-deild kvenna í gærkvöldi. Elín Metta er áfram önnur markahæst í deildinni, nú með 14 mörk, en hún var engu að síður búin að bíða lengi eftir marki.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Þór/KA vann á Selfossi

    Akureyringar gerðu sér góða ferð suður og unnu 2-1 sigur gegn Selfyssingum í Pepsi deild kvenna í dag. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn í fimmta og sjötta sæti.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Harpa: Þetta er mitt besta tímabil

    Harpa Þorsteinsdóttir hefur átt ótrúlegt tímabil með Stjörnunni og er að flestra, ef ekki allra, besti leikmaður tímabilsins. Hún brosti breitt eftir að Íslandsmeistaratitillinn var kominn í hús eftir 4-0 sigur á Val í Pepsi-deildinni í kvöld.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Þorlákur: Hef aldrei þjálfað svona lið

    Það var stoltur og brosmildur þjálfari Stjörnunnar, Þorlákur Árnason, sem mætti blaðamanni skömmu eftir 4-0 sigur Stjörnunnar á Val í Pepsi-deild kvenna í Garðabænum í kvöld en liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með þessum sigri. Stjörnuliðið hefur sýnt fádæma yfirburði í sumar undir hans stjórn og er vel að Íslandsmeistaratitlinum komið.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Þór/KA stoppaði sigurgöngu Vals og hjálpaði Stjörnunni - myndir

    Norðanstúlkur úr Þór/KA gáfu liði Stjörnunnar tækifæri á því að komast enn nærri Íslandsmeistaratitli kvenna í fótbolta í kvöld þegar norðanliðið stöðvaði sigurgöngu Vals í markalausu jafntefli á Vodafone-vellinum í kvöld. Stjarnan getur því náð tólf stiga forskoti með sigri á HK/Víkingi seinna í kvöld.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Harpa er óstöðvandi

    Stjörnukonur héldu sigurgöngu sinni áfram í Pepsi-deild kvenna á þriðjudagskvöldið með því að vinna 3-1 sigur á FH í Kaplakrika. Líkt og oft áður í sumar var það Harpa Þorsteinsdóttir sem gerði útslagið í leik Garðabæjarliðsins en bæði hún og Stjörnuliðið eru stungin af í baráttunni um gull sumarsins.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Von er á ákvörðun um framhaldið

    Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, hefur ekki enn ákveðið sig hvort hann ætli sér að halda áfram þjálfun liðsins. Hann hefur komið liðinu á stórmót í tvígang.

    Fótbolti