Björk tryggði Blikum sigur í Eyjum Breiðablik komst á topp Pepsi-deildar kvenna, tímabundið hið minnsta, er liðið vann sterkan 0-1 útisigur á ÍBV. Íslenski boltinn 23. maí 2012 19:55
Pepsi-deild kvenna: Telma Hjaltalín fór í kapphlaup við Nesta Telma Hjaltalín Þrastardóttir, leikmaður Vals í Pepsi-deildinni, er ein sú allra fljótasta í deildinni. Eldfljóti Mosfellingurinn kom inn á sem varamaður gegn Selfossi í síðustu umferð, stakk sér í tvígang inn fyrir vörnina og tryggði Val 4-1 sigur með tveimur mörkum. Íslenski boltinn 23. maí 2012 14:00
Thelma Sif tryggði Selfossi sinn fyrsta sigur í efstu deild Selfoss lagði FH að velli 2-1 í nýliðaslag í Pepsi-deild kvenna á Selfossvelli í kvöld. Miðjumaðurinn Thelma Sif Kristjánsdóttir skoraði sigurmark heimakvenna mínútu fyrir leikslok. Íslenski boltinn 22. maí 2012 21:05
Katrín Ýr rifbeinsbrotin | Missir af næstu leikjum Selfoss Katrín Ýr Friðgeirsdóttir, framherji Pepsi-deildarliðs Selfoss, verður frá keppni í 3-7 vikur vegna rifbeinsbrots. Þetta kemur fram á selfoss.org. Íslenski boltinn 22. maí 2012 11:30
Þór/KA með fullt hús eftir 1-0 sigur á KR-vellinum Bandaríska stelpan Kayle Grimsley tryggði Þór/KA 1-0 sigur á KR á KR-vellinum í dag og eru norðankonur því eina liðið með fullt hús eftir tvær fyrstu umferðirnar í Pepsi-deild kvenna. Íslenski boltinn 19. maí 2012 18:15
Nýliðar FH skelltu Eyjastúlkum Óvænt úrslit áttu sér stað í Pepsi-deild kvenna en þá gerðu FH-ingar sér lítið fyrir og unnu 4-1 sigur á ÍBV. Íslenski boltinn 18. maí 2012 20:12
Meistararnir féllu báðir í fyrsta sinn Mörg lið ætla að blanda sér í baráttuna um meistaratitilinn í Pepsi-deild kvenna ef marka má úrslitin í 1. umferð. Íslandsmeistarnir og bikarmeistararnir töpuðu báðir sínum fyrsta leik sem hefur aldrei gerst áður. Íslenski boltinn 18. maí 2012 06:00
Pepsi-deild kvenna: Katrín raðar inn mörkum í miðjum prófum Katrín Ásbjörnsdóttir byrjaði frábærlega með Þór/KA í Pepsi-deild kvenna um liðna helgi. Hún skoraði tvö mörk og átti stóran þátt í því þriðja í 3-1 sigri á Íslandsmeisturum Stjörnunnar í 1. umferðinni. Það er skammt stórra högga á milli hjá Katrínu því hún þreytir þessa dagana stúdentspróf í MR. Íslenski boltinn 16. maí 2012 13:22
Valskonur stigalausar í fyrsta sinn í sjö ár Valskonur byrjuðu ekki vel í Pepsi-deildinni því þær töpuðu 2-4 fyrir ÍBV í 1. umferðinni í gær. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2005 sem Valsliðið vinnur ekki fyrsta leikinn sinn á Íslandsmótinu. Íslenski boltinn 14. maí 2012 14:45
Tvær frá Pittsburgh Panthers til KR Bandarísku leikmennirnir Liz Carroll og Katelyn Ruhe komu til landsins í gær en þær ætla að spila með KR í Pepsi-deild kvenna í sumar. Þær Liz og Katelyn léku þó ekki gegn Selfossi í gær enda ekki komnar með leikheimild. Þetta kemur fram á heimasíðu KR. Íslenski boltinn 14. maí 2012 12:30
Jafnt í Kópavoginum - myndir Pepsi-deild kvenna fer vel af stað. Óvænt úrslit í fyrstu umferð sem gefa vonir og væntingar um að mótið í ár verði talsvert jafnara en síðustu ár. Íslenski boltinn 13. maí 2012 21:46
Íslandsmeistararnir lágu fyrir norðan Íslandsmeistarar Stjörnunnar byrja tímabilið ekki vel því meistararnir urðu að sætta sig við tap, 3-1, gegn Þór/KA fyrir norðan. Íslenski boltinn 13. maí 2012 18:38
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Fylkir 1-1 Breiðablik og Fylkir gerðu jafntefli, 1-1, gegn Fylki í fyrstu umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu á Kópavogsvelli í kvöld. Rakel Hönnudóttir skoraði eina mark Blika í leiknum en Hrafnhildur Hekla Eiríksdóttir gerði mark Fylkis. Íslenski boltinn 13. maí 2012 17:06
Pepsi-deild kvenna: ÍBV lagði Val í ótrúlegum leik Kvennalið ÍBV gerðu sér lítið fyrir og vann upp tveggja marka forskot Valskvenna og tryggði sér öruggan 4-2 sigur í opnunarleik Pepsi-deildar kvenna í dag. Íslenski boltinn 13. maí 2012 16:48
Enda Blikastelpurnar sjö ára bið? Pepsi-deild kvenna í fótbolta hefst á sunnudaginn og meðal leikja verður leikur Breiðabliks og Fylkis sem verður í beinni á Stöð 2 Sport klukkan 19.15. Íslenski boltinn 12. maí 2012 07:00
Pistill: Mætum á leiki hjá afrekskonunum okkar Grasið er orðið grænt og sumarið er á næsta leiti. Á sunnudaginn rúllar kvennaboltinn af stað með fimm leikjum í Pepsi deildinni. Bestu knattspyrnukonur landsins munu þá mætast á Akureyri, í Vestmannaeyjum, Kópavogi, Mosfellsbæ og í fyrsta sinn á Selfossi. Íslenski boltinn 11. maí 2012 13:00
Stjörnukonur byrja sumarið vel - myndir Stjörnukonur eru meistarar meistaranna í fyrsta sinn eftir 3-1 sigur á Val á Stjörnuvellinum í kvöld. Stjarnan varð Íslandsmeistari síðasta sumar en Valur vann bikarinn. Stjörnukonur halda áfram að enda sigurgöngur Vals því Valskonur voru búnar að vinna Meistarakeppnina fimm ár í röð. Íslenski boltinn 8. maí 2012 22:00
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 3-1 Íslandsmeistarar Stjörnunnar eru meistarar meistaranna í íslenskum kvennafótbolta eftir 3-1 sigur á bikarmeisturum Vals í Meistarakeppni KSÍ í Garðabæ í kvöld. Stjarnan var 1-0 yfir í hálfleik. Íslenski boltinn 8. maí 2012 18:45
KR og Breiðablik verða Íslandsmeistarar í haust KR og Breiðabliki var spáð Íslandsmeistaratitlunum í Pepsi-deildum karla og kvenna í fótbolta á árlegum kynningarfundi fyrir úrvalsdeildirnar en fundurinn fór fram í dag. Bæði liðin tryggðu sér sigur í Lengjubikarnum á dögunum og hafa verið að gera góða hluti á undirbúningstímabilinu. Íslenski boltinn 3. maí 2012 17:07
FH rúllaði yfir KR að Ásvöllum í dag Kvennalið FH tryggði sér deildabikarmeistaratitilinn í b-deild þegar liðið skellti KR 5-1 að Ásvöllum í Hafnarfirði í dag. Íslenski boltinn 29. apríl 2012 23:20
Mist hetja Vals | Björk með þrennu Valur tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik Lengjubikars kvenna í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Stjörnunni í framlengdum leik í Egilshöll. Mist Edvardsdóttir, miðvörður Vals, skoraði bæði mörk Valskvenna. Íslenski boltinn 27. apríl 2012 21:35
Stóraukin umfjöllun | Pepsi-mörkin í opinni dagskrá KSÍ, Ölgerðin og 365 miðlar undirrituðu í dag umfangsmikinn samning um Pepsi-deild karla og kvenna í knattspyrnu. Stöð 2 Sport mun bjóða uppá a.m.k. 23 beinar útsendingar frá Pepsi-deild karla á komandi keppnistímabili sem hefst 6. maí. Einnig verða beinar útsendingar frá völdum leikjum í Pepsi-deild kvenna, aðgengilegar öllum á Vísi.is. Fótbolti 25. apríl 2012 13:45
Sigurður búinn að velja hópinn fyrir stórleikinn gegn Belgíu Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, tilkynnti í dag 18 manna leikmannahóp sem mun mæta Belgum ytra í undankeppni EM. Leikurinn fer fram á miðvikudag eftir viku. Íslenski boltinn 26. mars 2012 14:23
Markaleysi og tvö töp í röð hjá Íslandsmeisturunum Íslandsmeistarar Stjörnunnar töpuðu 2-0 gegn Eyjakonum í viðureign liðanna í Lengjubikarnum en leikið var í Kórnum í gærkvöldi. Íslenski boltinn 24. mars 2012 11:00
Áfram á Stöð 2 Sport 365 miðlar hafa komist að samkomulagi við Sportfive um sýningarrétt frá leikjum Pepsi-deildar karla og kvenna sem og bikarkeppnum. Gildir samningurinn til næstu tveggja ára. Íslenski boltinn 10. mars 2012 09:25
Sigurður Ragnar: Viljum endurvekja U-23 lið Íslands Ísland hefur á morgun leik á Algarve-æfingamótinu í Portúgal og mætir geysisterku liði Þýskalands í fyrsta leik. Ísland komst alla leið í úrslitaleikinn á þessu móti í fyrra en tapaði þá fyrir Bandaríkjunum. Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson segir að liðið sé veikara í ár en í fyrra. Íslenski boltinn 28. febrúar 2012 07:30
Hólmfríður og Kristín Ýr ætla að spila í norsku b-deildinni í sumar Hólmfríður Magnúsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir hafa ákveðið að spila með norska b-deildarliðinu Avaldsnes í sumar en þær voru í stórum hlutverkum hjá bikarmeisturum Vals í fyrrasumar. Íslenski boltinn 21. febrúar 2012 12:45
Systurnar eru eins og svart og hvítt Eyjakonan Elísa Viðarsdóttir var í gær valin í A-landsliðshópinn fyrir Algarve-bikarinn en þetta er í fyrsta sinn sem landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson velur hana í keppnishóp. Elísa mun hitta þar fyrir markadrottninguna og eldri systur sína Margréti Láru Viðarsdóttur sem er markahæsti leikmaður kvennalandsliðsins frá upphafi. Íslenski boltinn 21. febrúar 2012 08:00
Valur Reykjavíkurmeistari eftir stórsigur á Þrótti | Sjáið mörkin Valur varð í gærkvöld Reykjavíkurmeistari í knattspyrnu kvenna eftir 5-0 sigur á Þrótti í lokaleik sínum í riðlinum. Liðið vann alla fjóra leiki sína á mótinu. Íslenski boltinn 20. febrúar 2012 09:45
Elín Metta með þrennu í sigri Vals á KR | Búin að skora 6 mörk í 2 leikjum Hin 16 ára gamla Elín Metta Jensen skoraði þrennu í 5-0 sigri Vals á KR í Reykjavíkurmóti kvenna í fótbolta en leikurinn fór fram í Egilshöllinni í dag. Rakel Logadóttir skoraði hin tvö mörkin. Þetta er önnur þrenna Elínar í röð en hún skoraði einnig þrjú mörk í 5-0 sigri á Fjölni á dögunum. Íslenski boltinn 5. febrúar 2012 21:55
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti