Kristín Ýr: Langar ekki að endurtaka tap á móti KR eins og 2008 Kristín Ýr Bjarnadóttir, framherji Vals, segir minni ríg milli kvennaliða KR og Vals frá því sem áður var. Hún segir leikinn á laugardag upp á líf eða dauða. Íslenski boltinn 19. ágúst 2011 14:45
Valskonur ekki í vandræðum Valur vann í gær 4-0 sigur á Aftureldingu í Pepsi-deild kvenna en liðið er engu að síður sjö stigum á eftir toppliði Stjörnunnar. Íslenski boltinn 17. ágúst 2011 06:00
Stjörnustúlkur komnar með tíu stiga forskot á toppnum Það virðist ekkert geta stöðvað Stjörnustúlkur á þessu tímabili en þær unnu Þór/KA, 2-0, í Garðabænum í dag og náðu þar með tíu stiga forskoti á toppi deildarinnar. Íslenski boltinn 14. ágúst 2011 18:24
Sjö stiga forskot Stjörnukvenna eftir sigur í Frostaskjóli - myndir Staða Stjörnunnar á toppi Pepsi-deildar karla er enn sterkari eftir leiki gærkvöldsins en Stjörnuliðið nýtti sér jafntefli Vals fyrir norðan vann 3-2 sigur á KR í Frostaskjóli og náði sjö stiga forskoti á toppnum þegar fimm umferðir eru eftir af Íslandsmótinu. Íslenski boltinn 10. ágúst 2011 08:30
Stjörnukonur komnar með sjö stiga forskot á toppnum Stjörnukonur stigu stórt skref í átt að fyrsta Íslandsmeistaratitli félagins með því að vinna 3-2 sigur á KR í Vesturbænum í kvöld. Stjarnan er nú komið með sjö stiga forskot á toppnum þar sem að Valskonur töpuðu stigum yfir norðan. Það urðu óvænt úrslit í Kópavoginum þegar nýliðar Grindavíkur unnu sinn annan leik í röð og komust þar með af botninum. Íslenski boltinn 9. ágúst 2011 21:45
Þór/KA náði stigi á móti Val með marki úr víti í uppbótartíma Valur tapaði dýrmætum stigum í toppbaráttunni á Þórsvellinum í kvöld þegar Þór/KA og Valur gerðu 1-1 jafntefli í leik liðanna í 13. umferð Pepsi-deildar kvenna. Mateja Zver tryggði Þór/KA stig með því að jafna metin úr vítaspyrnu á fjórðu mínútu í uppbótartíma. Staða Stjörnunnar á toppnum gæti því vænkast enn frekar eftir þessa umferð. Íslenski boltinn 9. ágúst 2011 20:26
Eyjakonur með fyrsta sigurinn sinn í tæpan mánuð - burstuðu Þrótt 5-0 Nýliðar ÍBV unnu langþráðan sigur í Pepsi-deild kvenna í kvöld þegar liðið heimsótti Þrótt á Valbjarnarvöllinn en Eyjakonur fögnuðu þar 5-0 stórsigri. Þetta var fyrsti sigur ÍBV-liðsins síðan 12. júlí þegar liðið vann 1-0 sigur á Íslandsmeisturum Vals. Íslenski boltinn 9. ágúst 2011 20:03
Stjörnustúlkur með væna forystu - myndir Stjarnan er í góðri stöðu í Pepsi-deild kvenna eftir 2-1 sigur á Val í toppslag deildarinnar í gær. Stjörnustúlkur lentu reyndar 1-0 undir í leiknum. Íslenski boltinn 5. ágúst 2011 10:15
Helga kvaddi Stjörnuna með dýrmætu marki Stjarnan er komin með aðra höndina á Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu kvenna eftir dramatískan 2-1 sigur á Val í Garðabænum í gærkvöldi. Valskonur voru með yfirburði á vellinum fyrstu 60 mínútur leiksins en rautt spjald Caitlin Miskel gaf Stjörnustelpum líflínu sem þær nýttu til fullnustu. Íslenski boltinn 5. ágúst 2011 00:01
Helga: Var búin að lofa mömmu að skora Helga Franklínsdóttir átti magnaða innkomu í 2-1 sigri Stjörnunnar á Val í kvöld. Hún fiskaði vítaspyrnu og skoraði sigurmarkið í viðbótartíma. Íslenski boltinn 4. ágúst 2011 22:51
Mist: Þetta er ógeðsleg tilfinning Mist Edvardsdóttir miðvörður Vals var sár eftir 2-1 tap gegn Stjörnunni í toppslag Pepsi-deildar kvenna í Garðabænum í kvöld. Íslenski boltinn 4. ágúst 2011 22:40
Fyrsti sigur Grindavíkur - KR fjarlægðist fallsætið Shanika Gordon tryggði botnliði Grindavíkur fyrsta sigurinn í Pepsi-deild kvenna í sumar þegar liðið vann 2-1 sigur á Aftureldingu í Grindavík í kvöld. KR vann 3-0 sigur á Þrótti í miklum fallbaráttuslag og Fylkir vann flottan sigur á Þór/KA í Árbænum. Þá gerðu ÍBV og Breiðablik jafntefli í Eyjum. Íslenski boltinn 4. ágúst 2011 21:29
Helga tryggði Stjörnunni sigur á Val og fimm stiga forskot á toppnum Stjarnan vann 2-1 sigur á Val í toppslag Pepsi-deildar kvenna á Stjörnuvelli í kvöld. Valur hafði mikla yfirburði í leiknum og var marki yfir fram undir miðjan síðari hálfleik en óskynsemi Caitlin Miskel kostaði Vals sigurinn. Helga Franklínsdóttir kom inn á sem varamaður hjá Stjörnunni, fiskaði fyrst víti og skoraði síðan sigurmarkið í uppbótartíma. Stjarnan er þar með fimm stiga forskot á Val á toppnum. Íslenski boltinn 4. ágúst 2011 18:15
Valskonur klárar í toppslaginn við Stjörnuna - myndir Íslands- og bikarmeistarar Vals unnu sannfærandi 4-0 sigur á Fylki í Pepsi-deild kvenna í gærkvöldi. Valsliðið komst í 3-0 í fyrri hálfleik þar sem liðið spilaði frábæran sóknarleik. Íslenski boltinn 27. júlí 2011 08:30
Valskonur minnkuðu forskot Stjörnunnar í tvö stig - Kristín Ýr með þrennu Valskonur unnu 4-0 sigur á Fylki í Pepsi-deild kvenna í kvöld og minnkuðu með því forskot Stjörnunnar á toppnum í tvö stig. Toppliðin mætast síðan í sannkölluðum stórleik í næstu umferð. Breiðablik tók fimmta sætið af Fylki með 3-2 sigri á KR í Kópavogi. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði í sínum fyrsta leik með Val eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Íslenski boltinn 26. júlí 2011 21:11
Afturelding vann óvæntan sigur á Eyjakonum Afturelding fjarlægðist fallbaráttuna í Pepsi-deild kvenna í fótbolta með öðrum deildarsigri sínum í röð þegar liðið vann 2-1 sigur á spútnikliði ÍBV í Mosfellsbænum í kvöld. Íslenski boltinn 26. júlí 2011 20:13
Hólmfríður komin með leikheimild hjá Val - getur spilað í kvöld Landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir er komin með leikheimild og getur því spilað sinn fyrsta leik með Val í kvöld þegar Fylkir kemur í heimsókn á Vodafonevöllinn á Hlíðarenda í 11. umferð Pepsi-deildar kvenna. Íslenski boltinn 26. júlí 2011 12:15
ÍBV fær miðjumann með reynslu úr Meistaradeildinni Kvennalið ÍBV í knattspyrnu hefur fengið til liðs við sig miðjumanninn Melissu Cary. Á heimasíðu ÍBV vonast Eyjamenn eftir því að Cary hjálpi ÍBV í þeim miklu hremmningum sem liðið hefur orðið fyrir undanfarið. Íslenski boltinn 26. júlí 2011 09:29
Lára Kristín: Samheldnin, hjartað og föðurlandsástin Lára Kristín Pedersen leikmaður Aftureldingar er í stúlknalandsliði Íslands 17 ára og yngri. Stelpurnar mæta Spánverjum á fimmtudaginn í undanúrslitum Evrópumótsins. Leikið er í Nyon í Sviss en stelpurnar halda utan í kvöld. Íslenski boltinn 25. júlí 2011 20:30
Hólmfríður: Fer pottþétt út aftur "Ég er komin heim til að spila. Ég hef ekki verið að spila mikið síðustu vikur og sá ekki fram á að spila næstu tólf vikur. Það er slæmt því það eru tólf vikur í næsta landsleik. Ég er því að hugsa um sjálfa mig og landsliðið," sagði Hólmfríður Magnúsdóttir, nýjasti liðsmaður kvennaliðs Vals, í samtali við fótbolta.net. Íslenski boltinn 23. júlí 2011 14:15
Hólmfríður spilar með Val út leiktíðina - hætt hjá Philadelphia Afar óvænt tíðindi urðu í íslenska kvennaboltanum í dag þegar Hólmfríður Magnúsdóttir skrifaði undir samning við Íslandsmeistara Vals til loka leiktíðarinnar. Hólmfríður kemur til félagsins frá Philadelphia Independence í bandarísku atvinnumannadeildinni. Hún hefur leikið þar síðustu tvö ár. Íslenski boltinn 23. júlí 2011 13:02
Katrín og Kristín hetjurnar Valur og KR mætast í bikaúrslitaleik kvenna. Kristín Ýr Bjarnadóttir tryggði Val sæti í bikarúrslitaleiknum annað árið í röð og sigurmark KR-ingsins Katrínar Ásbjörnsdóttur kom á 90. mínútu í leik KR-liðsins á móti Fylki í Árbænum. Íslenski boltinn 23. júlí 2011 06:00
Kristín Ýr: Ofhugsum hlutina í seinni hálfleik Kristín Ýr Bjarndóttir markaskorari Vals í 1-0 sigrinum á Aftureldingu var ánægð með að vera komin í bikarúrslitaleikinn. Þrátt fyrir markið sagðist hún ekki hafa verið á skotskónum. Íslenski boltinn 22. júlí 2011 22:16
Anna Garðars: Áttum helling í þessum leik Anna Garðarsdóttir leikmaður Aftureldingar var svekkt með 1-0 tapið gegn Val í undanúrslitum Valitor-bikarsins. Anna er nýgengin í raðir Mosfellinga úr Val. Íslenski boltinn 22. júlí 2011 22:05
Ashley Bares reddaði Stjörnukonum í Laugardalnum Ashley Bares, markahæsti leikmaður Pepsi-deildar kvenna, bjargaði toppliði Stjörnunnar á móti nýliðum Þróttar í leik liðanna í Pepsi-deild kvenna sem fram fór á Laugardalsvellinum í kvöld. Bares skoraði fernu í 4-2 sigri Stjörnunnar sem náði fyrir vikið fimm stiga forskoti á Val á toppi Pepsi-deildar kvenna. Þór/KA vann 3-2 sigur á botnliði Grindavíkur í hinum leik kvöldsins. Íslenski boltinn 22. júlí 2011 21:15
Katrín hetja KR - tryggði liðinu sæti í bikarúrslitaleiknum í blálokin Katrín Ásbjörnsdóttir tryggði KR 2-1 sigur á Fylki og sæti í bikaúrslitaleiknum þegar hún skoraði sigurmark Vesturbæjarliðsins á 90. mínútu leiksins í undanúrslitaleik liðanna í Valitor bikar kvenna á Fylkisvellinum í kvöld. Þetta er í tíunda sinn sem KR-konur komast alla leið í bikarúrslitaleikinn en Fylkir átti möguleika á því að komast þangað í fyrsta sinn. Íslenski boltinn 22. júlí 2011 21:12
Umfjöllun: Valskonur í úrslit fjórða árið í röð Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði eina markið þegar Valskonur tryggðu sér sæti í bikarúrslitaleiknum með 1-0 sigri á Aftureldingu í Mosfellsbænum í kvöld í undanúrslitaleik þeirra í Valitorbikarnum en þetta er í fjórða árið í röð sem Valsliðið kemst alla leið í bikarúrslitin. Íslenski boltinn 22. júlí 2011 21:08
Fylkir og Afturelding geta komist í bikarúrslitaleikinn í fyrsta sinn Undanúrslitaleikirnir í Valitor bikar kvenna í knattspyrnu fara fram í kvöld. Á Fylkisvelli mætast Fylkir og KR og á Varmárvelli leika Afturelding og Valur. Báðir leikir kvöldsins hefjast kl. 19:15 en í boði er sæti í bikarúrslitaleiknum sem fer fram á Laugardalsvellinum 20. ágúst næstkomandi. Íslenski boltinn 22. júlí 2011 16:15
Fyrirliðinn fór fyrir Stjörnuliðinu - myndir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, skoraði þrennu fyrir Stjörnuna í 4-1 útisigri á Fylki í Pepsi-deild kvenna í gærkvöldi. Stjarnan hélt því áfram sigurgöngu sinni og er áfram með tveggja stiga forskot á Val á toppi deildarinnar. Íslenski boltinn 20. júlí 2011 08:00
Stjarnan og Valur unnu góða sigra - langþráður sigur Aftureldingar Stjarnan og Valur, toppliðin í Pepsi-deild kvenna, unnu bæði leiki sína á útivelli í kvöld og halda Stjörnukonur því áfram tveggja stiga forskoti á Val á toppnum. Stjarnan vann 4-1 sigur á Fylki í Árbænum þar sem fyrirliðinn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði þrennu og Valur vann 6-0 sigur í Grindavík. Afturelding vann 3-0 sigur á KR í þriðja leik kvöldsins og hoppaði með því upp í sjöunda sæti. Íslenski boltinn 19. júlí 2011 21:08