Besta deild kvenna

Besta deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Stjörnukonur komnar með sjö stiga forskot á toppnum

    Stjörnukonur stigu stórt skref í átt að fyrsta Íslandsmeistaratitli félagins með því að vinna 3-2 sigur á KR í Vesturbænum í kvöld. Stjarnan er nú komið með sjö stiga forskot á toppnum þar sem að Valskonur töpuðu stigum yfir norðan. Það urðu óvænt úrslit í Kópavoginum þegar nýliðar Grindavíkur unnu sinn annan leik í röð og komust þar með af botninum.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Þór/KA náði stigi á móti Val með marki úr víti í uppbótartíma

    Valur tapaði dýrmætum stigum í toppbaráttunni á Þórsvellinum í kvöld þegar Þór/KA og Valur gerðu 1-1 jafntefli í leik liðanna í 13. umferð Pepsi-deildar kvenna. Mateja Zver tryggði Þór/KA stig með því að jafna metin úr vítaspyrnu á fjórðu mínútu í uppbótartíma. Staða Stjörnunnar á toppnum gæti því vænkast enn frekar eftir þessa umferð.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Helga kvaddi Stjörnuna með dýrmætu marki

    Stjarnan er komin með aðra höndina á Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu kvenna eftir dramatískan 2-1 sigur á Val í Garðabænum í gærkvöldi. Valskonur voru með yfirburði á vellinum fyrstu 60 mínútur leiksins en rautt spjald Caitlin Miskel gaf Stjörnustelpum líflínu sem þær nýttu til fullnustu.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Fyrsti sigur Grindavíkur - KR fjarlægðist fallsætið

    Shanika Gordon tryggði botnliði Grindavíkur fyrsta sigurinn í Pepsi-deild kvenna í sumar þegar liðið vann 2-1 sigur á Aftureldingu í Grindavík í kvöld. KR vann 3-0 sigur á Þrótti í miklum fallbaráttuslag og Fylkir vann flottan sigur á Þór/KA í Árbænum. Þá gerðu ÍBV og Breiðablik jafntefli í Eyjum.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Helga tryggði Stjörnunni sigur á Val og fimm stiga forskot á toppnum

    Stjarnan vann 2-1 sigur á Val í toppslag Pepsi-deildar kvenna á Stjörnuvelli í kvöld. Valur hafði mikla yfirburði í leiknum og var marki yfir fram undir miðjan síðari hálfleik en óskynsemi Caitlin Miskel kostaði Vals sigurinn. Helga Franklínsdóttir kom inn á sem varamaður hjá Stjörnunni, fiskaði fyrst víti og skoraði síðan sigurmarkið í uppbótartíma. Stjarnan er þar með fimm stiga forskot á Val á toppnum.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Valskonur minnkuðu forskot Stjörnunnar í tvö stig - Kristín Ýr með þrennu

    Valskonur unnu 4-0 sigur á Fylki í Pepsi-deild kvenna í kvöld og minnkuðu með því forskot Stjörnunnar á toppnum í tvö stig. Toppliðin mætast síðan í sannkölluðum stórleik í næstu umferð. Breiðablik tók fimmta sætið af Fylki með 3-2 sigri á KR í Kópavogi. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði í sínum fyrsta leik með Val eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Hólmfríður: Fer pottþétt út aftur

    "Ég er komin heim til að spila. Ég hef ekki verið að spila mikið síðustu vikur og sá ekki fram á að spila næstu tólf vikur. Það er slæmt því það eru tólf vikur í næsta landsleik. Ég er því að hugsa um sjálfa mig og landsliðið," sagði Hólmfríður Magnúsdóttir, nýjasti liðsmaður kvennaliðs Vals, í samtali við fótbolta.net.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Katrín og Kristín hetjurnar

    Valur og KR mætast í bikaúrslitaleik kvenna. Kristín Ýr Bjarnadóttir tryggði Val sæti í bikarúrslitaleiknum annað árið í röð og sigurmark KR-ingsins Katrínar Ásbjörnsdóttur kom á 90. mínútu í leik KR-liðsins á móti Fylki í Árbænum.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Ashley Bares reddaði Stjörnukonum í Laugardalnum

    Ashley Bares, markahæsti leikmaður Pepsi-deildar kvenna, bjargaði toppliði Stjörnunnar á móti nýliðum Þróttar í leik liðanna í Pepsi-deild kvenna sem fram fór á Laugardalsvellinum í kvöld. Bares skoraði fernu í 4-2 sigri Stjörnunnar sem náði fyrir vikið fimm stiga forskoti á Val á toppi Pepsi-deildar kvenna. Þór/KA vann 3-2 sigur á botnliði Grindavíkur í hinum leik kvöldsins.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Katrín hetja KR - tryggði liðinu sæti í bikarúrslitaleiknum í blálokin

    Katrín Ásbjörnsdóttir tryggði KR 2-1 sigur á Fylki og sæti í bikaúrslitaleiknum þegar hún skoraði sigurmark Vesturbæjarliðsins á 90. mínútu leiksins í undanúrslitaleik liðanna í Valitor bikar kvenna á Fylkisvellinum í kvöld. Þetta er í tíunda sinn sem KR-konur komast alla leið í bikarúrslitaleikinn en Fylkir átti möguleika á því að komast þangað í fyrsta sinn.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Valskonur í úrslit fjórða árið í röð

    Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði eina markið þegar Valskonur tryggðu sér sæti í bikarúrslitaleiknum með 1-0 sigri á Aftureldingu í Mosfellsbænum í kvöld í undanúrslitaleik þeirra í Valitorbikarnum en þetta er í fjórða árið í röð sem Valsliðið kemst alla leið í bikarúrslitin.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Fyrirliðinn fór fyrir Stjörnuliðinu - myndir

    Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, skoraði þrennu fyrir Stjörnuna í 4-1 útisigri á Fylki í Pepsi-deild kvenna í gærkvöldi. Stjarnan hélt því áfram sigurgöngu sinni og er áfram með tveggja stiga forskot á Val á toppi deildarinnar.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Stjarnan og Valur unnu góða sigra - langþráður sigur Aftureldingar

    Stjarnan og Valur, toppliðin í Pepsi-deild kvenna, unnu bæði leiki sína á útivelli í kvöld og halda Stjörnukonur því áfram tveggja stiga forskoti á Val á toppnum. Stjarnan vann 4-1 sigur á Fylki í Árbænum þar sem fyrirliðinn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði þrennu og Valur vann 6-0 sigur í Grindavík. Afturelding vann 3-0 sigur á KR í þriðja leik kvöldsins og hoppaði með því upp í sjöunda sæti.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Harpa og Edda María komnar aftur heim

    Topplið Stjörnunnar í Pepsi-deild kvenna hefur fengið góðan liðstyrk fyrir seinni umferðina því liðið hefur endurheimt tvo fyrrum liðsmenn sína, Hörpu Þorsteinsdóttur frá Breiðabliki og Eddu Maríu Birgisdóttur frá ÍBV. Þetta kemur fram á vefsíðunni fótbolti.net.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Þór/KA lagði KR í Vesturbænum

    Þór/KA gerði góða ferð í Vesturbæ Reykjavíkur í dag og lagði KR með tveimur mörkum gegn einu. Slóveninn Mateja Zver var á skotskónum í dag en hún skoraði bæði mörk Akureyringa.

    Íslenski boltinn