Hrefna Huld í Þrótt Hrefna Huld Jóhannesdóttir mun ekki spila í Pepsi-deild kvenna næsta sumar því hún er búin að skrifa undir eins árs samning við 1. deildarlið Þróttar. Íslenski boltinn 3. janúar 2010 17:30
Katrín og Kristín áfram hjá Val Katrín Jónsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir skrifuðu í vikunni undir nýjan samning við Val og spila því með liðinu á næstu leiktíð. Íslenski boltinn 9. desember 2009 20:30
Guðrún Jóna tekin við kvennaliði KR Guðrún Jóna Kristjánsdóttir verður næsti þjálfari kvennaliðs KR en eitt verst geymda leyndarmál síðustu vikna var endalega staðfest á blaðamannafundi í KR-heimilinu nú rétt áðan. Guðrún Jóna hætti nýverið sem þjálfari Aftureldingar og Fjölnis en það lak út löngu áður að hún hefði gert samkomulag um að taka við KR af þeim Írisi Björk Eysteinsdóttur og Kristrúnu Lilju Daðadóttur. Íslenski boltinn 19. nóvember 2009 11:55
Zver áfram með Þór/KA - nokkur lið voru á eftir henni Framherjinn Mateja Zver hefur náð samkomulagi við Pepsi-deildarfélag Þór/KA um að vera áfram í herbúðum félagsins og spila með því næsta sumar. Fótbolti 13. nóvember 2009 22:30
Óvíst hvað Ásta gerir - Tyresö vill halda henni áfram Samningur landsliðskonunnar Ástu Árnadóttur við Tyresö í Svíþjóð er útrunninn en félagið vann sér sæti í sænsku úrvalsdeildinni í haust. Sport 13. nóvember 2009 00:01
Malmö hefur áhuga á Söru LdB FC Malmö, eitt stærsta félagið í Svíþjóð, hefur sýnt Blikanum Söru Björk Gunnarsdóttur áhuga. Dóra Stefánsdóttir hefur leikið með félaginu undanfarin ár og þá er Þóra B. Helgadóttir nýgengin í raðir félagsins frá Kolbotn í Noregi. Sport 13. nóvember 2009 00:01
Þór/KA fær liðsstyrk - Podovac komin frá Fylki Þór/KA náði sínum besta árangri í sögu félagsins í efstu deild kvenna í fótbolta í sumar þegar Norðanstúlkur enduðu í þriðja sæti í Pepsi-deildinni en Þór/KA er strax byrjað að styrkja sig fyrir átökin næsta sumar. Íslenski boltinn 20. október 2009 19:30
Guðrún Jóna samningsbundin Aftureldingu Forráðamenn Aftureldingar segja að Guðrún Jóna Kristjánsdóttir sé samningsbundin félaginu og hafi því ekki leyfi til að semja við KR. Íslenski boltinn 16. október 2009 13:30
Guðrún Jóna tekur við KR Samkvæmt heimildum Vísis verður Guðrún Jóna Kristjánsdóttir næsti þjálfari kvennaliðs KR í fótbolta. Íslenski boltinn 15. október 2009 23:14
Katrín: Þetta var bara ekki okkar dagur „Þetta var mjög erfitt og við vissum að við þyrftum að eiga toppleik til þess að komast áfram en það tókst því miður ekki. Við þurftum náttúrulega að taka áhættu og færa liðið framar á völlinn eftir tapið í fyrri leiknum og það bauð hættunni heim og þær ítölsku kunnu að nýta sér það. Íslenski boltinn 7. október 2009 18:45
Freyr: Svekktur að fara ekki áfram en stoltur af liðinu „Þetta var bara eltingarleikur fyrir okkur og þá sérstaklega eftir að þær komust yfir. Það var mjög svekkjandi og gerði okkur óneitanlega erfitt fyrir. Íslenski boltinn 7. október 2009 18:30
Valur úr leik í Meistaradeildinni eftir tap gegn Torres Valur tapaði 1-2 gegn ítalska liðinu Torres í seinni leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildar UEFA kvenna á Vodafonevellinum í dag en staðan í hálfleik var 0-1 fyrir gestina. Sport 7. október 2009 17:21
Torres að vinna Val 0-1 í hálfleik Ítölsku bikarmeistararnir í Torres leiða 0-1 þegar flautað hefur verið til hálfleiks í seinni leik liðanna í Meistaradeild UEFA kvenna á Vodafonevellinum. Íslenski boltinn 7. október 2009 16:15
Jóhannes Karl ráðinn þjálfari Breiðabliks Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur að Jóhannes Karl Sigursteinsson hafi verið ráðinn aðalþjálfari meistaraflokks kvenna. Íslenski boltinn 7. október 2009 11:00
Lokahóf knattspyrnumanna fer fram í kvöld Verðlaun og viðurkenningar fyrir keppnistímabilið 2009 verða afhentar hátíðlega samkomu knattpyrnumanna í kvöld en herlegheitin fara fram í Háskólabíói. Fótbolti 5. október 2009 15:00
Gary Wake hættur sem þjálfari kvennaliðs Breiðabliks Kvennalið Breiðabliks þarf nú að leita að nýjum þjálfara fyrir næsta sumar eftir að Gary Wake tilkynnti sjórn félagsins að hann væri að flytja erlendis og gæti því ekki stýrt liðinu áfram. Íslenski boltinn 5. október 2009 14:30
Freyr: Við pökkuðum þeim saman Breiðhyltingar voru í aðalhlutverki í úrslitaleik VISA-bikars kvenna í dag. Laufey Ólafsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir, sem skoruðu fjögur af fimm mörkum Vals, hófu feril sinn í Leikni í Breiðholtinu rétt eins og þjálfarinn Freyr Alexandersson. Íslenski boltinn 4. október 2009 17:18
Gary Wake: Jöfnunarmarkið sló okkur út af laginu „Það sló okkur út af laginu þegar þær skoruðu jöfnunarmarkið," sagði Gary Wake, þjálfari kvennaliðs Breiðabliks sem tapaði 5-1 í framlengdum bikarúrslitaleik gegn Val í dag. Íslenski boltinn 4. október 2009 17:11
Dóra María valin best í lokaþriðjungnum Valskonan Dóra María Lárusdóttir var í dag valin besti leikmaður 13. til 18. umferð Pepsi-deildar kvenna en hún er líka ein fimm Valskonum sem voru valdar í úrvalslið þessara umferða. Freyr Alexanderson, þjálfari Vals, var valinn besti þjálfarinn og Magnús Jón Björgvinsson var valinn besti dómarinn. Íslenski boltinn 29. september 2009 14:30
Íris Björk hætt með KR-liðið - á leið í nám Íris Björk Eysteinsdóttir tilkynnti leikmönnum kvennaliðs KR eftir leikinn við Þór/KA í lokaumferð Pepsi-deildar kvenna í gær að hún myndi ekki halda áfram þjálfun liðsins. Íris er að fara í nám og hefur því ekki tök á að þjálfa liðið áfram. Þetta kom fram á heimasíðu KR-inga. Íslenski boltinn 28. september 2009 15:00
Breiðablik tryggði sér Evrópusætið Síðustu fjórir leikirnir í Pepsi-deild kvenna fóru fram í dag. Breiðablik náði að halda sér í öðru sæti deildarinnar með öruggum 6-0 sigri á GRV á heimavelli í dag. Íslenski boltinn 27. september 2009 15:39
Umfjöllun: Meistaravon KR lifir eftir sigur á Blikum KR-ingar minnkuðu forskot FH-inga aftur í fimm stig eftir að liðið vann 2-0 sigur á Breiðabliki í Kópavogsvellinum í 20. umferð Pespi-deildar karla í dag. Gunnar Örn Jónsson og Grétar Sigfinnur Sigurðarson skoruðu mörk KR-liðsins. Allt annað en KR-sigur hefði gert FH að Íslandsmeisturum. Íslenski boltinn 16. september 2009 16:30
Leikmenn Vals: Yndisleg tilfinning Það voru kampakátir leikmenn Vals sem Vísir hitti eftir að liðið varð Íslandsmeistari í knattspyrnu eftir 10-0 sigur á Keflavík í kvöld. Íslenski boltinn 14. september 2009 22:57
ÍR féll með Keflavík Næstsíðasta umferð fór fram í Pepsi-deild kvenna í kvöld og eftir kvöldið er ljóst að ÍR-ingar féllu úr deildinni með Keflvíkingum. Íslenski boltinn 14. september 2009 20:21
Valur Íslandsmeistari Valur varð í kvöld Íslandsmeistari í knattspyrnu eftir 10-0 stórsigur á botnliði Keflavíkur í Pepsi-deild kvenna. Íslenski boltinn 14. september 2009 19:19
Valsstúlkur geta landað Íslandsmeistaratitlinum í dag Næst síðasta umferð Pepsi-deildar kvenna fer fram í dag en Íslandsmeistarar Vals geta þá innsiglað titilvörn sína þegar botnlið Keflavíkur kemur í heimsókn á Vodafonevöllinn. Íslenski boltinn 14. september 2009 16:06
Þorkell Máni: Stefnum á að taka dolluna næsta sumar „Ég er svekktur með tapið en við börðumst og stefndum á sigur og ekkert annað. Það dugði því miður ekki að þessu sinni. Valsstúlkurnar þurftu samt virkilega að hafa fyrir sigrinum og mér fannst við vera að spila vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. Íslenski boltinn 8. september 2009 22:30
Kristín Ýr: Erum bestar þegar við spilum okkar „sambabolta“ „Um leið og fyrsta markið kom þá fannst mér við vera með þetta í okkar höndum. Við erum bestar þegar við spilum okkar „sambabolta“ eins og við gerðum í síðari hálfleik í stað þessara kýlinga í fyrri hálfleik,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir eftir 0-2 sigur Vals gegn Stjörnunni í kvöld en Valur er nú í kjörstöðu til þess að verja titil sinn. Íslenski boltinn 8. september 2009 22:15
Freyr: Erum komin með níu fingur á titilinn „Þetta er mjög sætt og vissulega er þungu fargi af mér létt þar sem það er náttúrulega alltaf pressa á að skila titlum á Hlíðarenda. Við erum komin með níu fingur á þennan,“ segir Freyr Alexandersson þjálfari Vals í viðtali við Vísi eftir 0-2 sigur liðs síns gegn Stjörnunni á Stjörnuvelli í kvöld. Íslenski boltinn 8. september 2009 20:30
Kristín Ýr afgreiddi Stjörnuna - Blikar töpuðu í Árbæ Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði bæði mörk Vals í 0-2 sigri gegn Stjörnunni í toppbaráttuslag Pepsi-deildar kvenna á Stjörnuvellinum í kvöld. Íslenski boltinn 8. september 2009 18:46
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti