Besta deild kvenna

Besta deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    KR vann Lengjubikarinn

    KR-stúlkur tryggðu sér í kvöld sigur í Lengjubikarnum með 4-0 sigri á Val í úrslitaleik sem fram fór í Egilshöllinni. KR hafði yfir 1-0 í hálfleik en Valsstúlkur misstu mann af velli um miðjan síðari hálfleik og eftir það tók KR öll völd á vellinum.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Margrét Lára með Val í sumar

    Margrét Lára Viðarsdóttir mun leika með Val á komandi sumri í Landsbankadeild kvenna. Þetta kemur fram á Fótbolta.net en Margrét hafði sett stefnuna á að halda í atvinnumennsku erlendis.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Öruggur sigur á Portúgal

    Íslenska kvennalandsliðið vann Portúgal 3-0 í lokaleik sínum í riðlakeppni Algarve Cup. Með þessum sigri tryggði Ísland sér efsta sæti riðilsins og mun leika um sjöunda sæti mótsins.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Þóra Helgadóttir hætt með landsliðinu

    Markvörðurinn Þóra B. Helgadóttir hefur gefið það út að hún sé hætt að leika fyrir íslenska landsliðið í knattspyrnu. Þetta kom fram í Morgunblaðinu í dag. Þóra á að baki yfir 50 landsleiki fyrir íslands hönd, en segir ástæður ákvörðunar sinnar persónulegar.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Öruggur sigur hjá Valsstúlkum

    Kvennalið Vals vann í kvöld góðan sigur á Wezemaal frá Belgíu 4-0 í Evrópukeppninni í knattspyrnu. Mörk Valsliðsins komu öll með stuttu millibili undir lok leiksins og því hefur liðið unnið einn leik og tapað einum í keppninni.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    HK vann FH

    Lið HK/Víkings er komin með annan fótinn í úrslitakeppni deildarinnar eftir 4-0 sigur á FH í Kaplakrika í gær en karlalið félaganna mætast einmitt á Kópavogsvellinum í kvöld.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Valskonur flugu á toppinn

    Valur skoraði sjö mörk á tuttugu mínútna kafla í lok fyrri hálfleiks í 9-0 sigri á Keflavík í Landsbankadeild kvenna og komst fyrir vikið upp fyrir KR í toppsæti deildarinnar. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði sex mörk í leiknum.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Valsstúlkur fóru létt með hollensku meistarana

    Valsstúlkur kláruðu riðlakeppni Evrópumóts félagsliða með stæl í dag þegar þær unnu stórsigur á hollensku meisturunum í Den Haag með fimm mörkum gegn einu. Þar með fóru Valsstúlkur í gegnum riðilinn með fullt hús stiga, eða níu stig eftir þrjá leiki. Valur fer því í milliriðla sem hefjast um miðjan október.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Landsbankadeild kvenna: KR valtaði yfir Fylki

    Þrír leikir fóru fram í Landsbankadeild kvenna í kvöld. KR gerði sér lítið og sigraði Fylki með tíu mörkum gegn engu á heimavelli. Keflavík sigraði ÍR 3-0 á útivelli og Breiðablik sigraði Stjörnuna 2-1 í Garðabænum.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Valur áfram í Evrópukeppninni

    Kvennlið Vals vann rétt í þessu stórsigur á færeyska liðinu KÍ. Leikurinn endaði 6-0 fyrir Val eftir algjöra einstefnu að marki KÍ allan leikinn. Með sigrinum tryggðu Valsstúlkur sig áfram í keppninni því áður höfðu þær sigra Finnska liðið FC Honka og hagstæð úrslit í öðrum leikjum í dag gera það að verkum að úrslit þriðja og síðasta leik Vals í keppninni skipta ekki lengur máli.

    Sport
    Fréttamynd

    Landsbankadeild kvenna: KR sigraði Fjölni

    Einn leikur fór fram í Landsbankadeild kvenna í kvöld. KR sigraði Fjölni á útivelli með fjórum mörkum gegn tveimur. Þar með helst áfram mikil spenna á toppi deildarinnar þar sem Valur og KR eru að stinga af, bæði lið með 28 stig eftir 10 leiki. Valsstúlkur eru þó með betri markatölu. Fjölnir er í sjötta sæti með 11 stig eftir níu leiki.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Þægilegir heimasigrar

    Breiðablik og Keflavík unnu heimasigra í Landsbankadeild kvenna í gærkvöldi. Blikastúlkur sendu leikmenn Þórs/KA stigalausa heim norður á Akureyri eftir 2-0 sigur. Greta Mjöll Samúelsdóttir og Laufey Björnsdóttir skoruðu fyrir Blika.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Eins og þrír erfiðir landsleikir

    Í dag klukkan 13 mæta Íslandsmeistarar Vals finnska liðinu FC Honka Espoo í fyrstu umferð Evrópukeppni kvenna í knattspyrnu. Riðill Vals verður leikinn í Færeyjum og klárast á þriðjudaginn kemur.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Verð að fara að skora fyrir Breiðablik

    Fanndís Friðriksdóttir 17 ára stelpa úr Breiðabliki varð markahæsti leikmaður Evrópumóts 19 ára landsliða kvenna sem fram fór hér á landi og lauk með sigri Þjóðverja um síðustu helgi. Fanndís skoraði jafnmörg mörk og þær Mary-Laure Delie hjá Frakklandi og Ellen White hjá Englandi en lék færri leiki en þær báðar.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    KR sigraði Breiðablik.

    KR sigraði Breiðablik í kvöld í 9. umferð Landsbankadeildar kvenna með sex mörkum gegn tveimur. KR-ingar leiddu 2-0 í hálfleik. Með sigrinum er KR komið við hlið Vals á toppnum með 25 stig en Valur er með betri markatölu. Breiðablik er í 3. sæti með 13 stig.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Einn leikur í Landsbankadeild kvenna í kvöld

    Einn leikur verður leikinn í 9. umferð Landsbankadeildar kvenna í kvöld. Breiðablik heimsækir KR í vesturbæinn og hefst leikurinn klukkan 17:30. KR er í öðru sæti deildarinnar og Breiðablik í því þriðja en talsverður munur er á liðunum í stigafjölda. Leikurinn er mjög þýðingamikill fyrir KR því að með sigri komast þær við hlið Vals á toppi deildarinnar.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Margrét Lára með sex mörk gegn ÍR

    Valur valtaði yfir ÍR í kvöld í Landsbankadeild kvenna, 10-0. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði sex marka Vals, þar af tvö úr vítaspyrnum. Guðný Björk Óðinsdóttir skoraði tvö og þær Vanja Stefanovic og Dóra María Lárusdóttir sitt markið hvor.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Fjórir leikir í Landsbankadeild kvenna í kvöld

    Fjórir leikir fara fram í Landsbankadeild kvenna í kvöld. Fylkir fær Breiðablik í heimsókn, KR tekur á móti Keflavík, Stjarnan tekur á móti ÍR og Valur mætir Þór/KA á Akureyri. Valur og KR eru á toppi deildarinnar með 19 stig eftir 7 leiki, en Þór/KA og Fylkir eru á botninum með 3 stig eftir 7 leiki. Leikirnir hefjast klukkan 19:15.

    Íslenski boltinn