Besta deild kvenna

Besta deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Þróttur sækir tvær á Sel­foss

    Kristrún Rut Antonsdóttir og Íris Una Þórðardóttir munu leika með Þrótti Reykjavík í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Þær koma báðar frá Selfossi sem féll úr deildinni á síðasta ári.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Barbára til Breiðabliks

    Fótboltakonan Barbára Sól Gísladóttir er gengin í raðir Breiðabliks frá Selfossi. Hún skrifaði undir tveggja ára samning við Kópavogsfélagið.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Hanna frá Val í FH

    FH-ingar hafa styrkt sig fyrir komandi tímabil í Bestu deild kvenna en Hanna Kallmaier hefur gert tveggja ára samning við Fimleikafélagið.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Birta í markinu hjá ný­liðunum

    Birta Guðlaugsdóttir hefur skrifað undir samning til tveggja ára við knattspyrnudeild Víkings í Reykjavík. Þessi 22 ára markvörður verður því með nýliðunum í Bestu deildinni á komandi leiktíð.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Þriðja Dísin frá Val í at­vinnu­mennsku

    Ásdís Karen Halldórsdóttir fagnaði 24 ára afmæli sínu með því að skrifa undir samning til tveggja ára við norska knattspyrnufélagið Lilleström. Þar með fjölgar enn í hópi íslenskra leikmanna sem farið hafa úr Bestu deildinni í atvinnumennsku eftir síðustu leiktíð.

    Íslenski boltinn