Keflavík semur við tvo erlenda leikmenn Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur verið iðinn við kolann undanfarið og sótt leikmenn fyrir bæði karla- og kvennalið félagsins en bæði lið eru nýliðar í Pepsi Max-deildunum í sumar. Kvennalið Keflavíkur samdi við tvo nýja leikmenn um helgina. Íslenski boltinn 12. apríl 2021 12:31
Fylkir fær leikmann á láni frá Val Hin unga og efnilega Emma Steinsen Jónsdóttir mun leika með Fylki í Pepsi Max-deild kvenna í sumar. Hún er annar leikmaðurinn sem Fylkir sækir á skömmum tíma sem lék með Gróttu á síðustu leiktíð. Íslenski boltinn 1. apríl 2021 15:30
Brenna frá Eyjum á Selfoss með viðkomu í Portúgal Bandaríska framherjinn Brenna Lovera mun spila með Selfossi í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu í sumar. Íslenski boltinn 31. mars 2021 16:01
Fresta leikjum kvöldsins og bíða leiðbeininga um æfingar Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að nú bíði íþróttasérsamböndin nánari leiðbeininga varðandi æfingar næstu þrjár vikurnar. Fótbolti 24. mars 2021 17:16
Skaut landsliði Jamaíku inn á HM og spilar með Tindastóli í Pepsi Max í sumar Pepsi Max deildarliði Tindastóls hefur náð samkomulagi við Dominique Bond-Flasza um að hún spili á Króknum í sumar. Fótbolti 24. mars 2021 11:46
Rakel ólétt og enn kvarnast úr meistaraliðinu Rakel Hönnudóttir, meðlimur í hundrað landsleikja klúbbnum, verður ekki með Breiðabliki á komandi knattspyrnuleiktíð þar sem hún á von á sínu fyrsta barni. Fótbolti 23. mars 2021 12:02
Cecilía til Örebro: „Handviss um að hún muni spila með einu af bestu liðum Evrópu“ Hin 17 ára gamla Cecilía Rán Rúnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í fótbolta, er farin út í atvinnumennsku. Hún er þegar mætt til Svíþjóðar og orðin leikmaður Örebro, rétt eins og fyrrverandi fyrirliði hennar hjá Fylki. Fótbolti 19. mars 2021 16:00
Sú nýjasta hjá Þór/KA æfði með strákum í Úganda frá fimm til fjórtán ára aldurs Þór/KA hefur styrkt sig með þremur erlendum leikmönnum fyrir komandi tímabil í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu en leikmennirnir koma frá Bandaríkjunum, Kanada og Úganda. Fótbolti 18. mars 2021 16:00
Agla María áfram í herbúðum Íslandsmeistara Breiðabliks Agla María Albertsdóttir, lykilkona í Íslandsmeistaraliði Breiðabliks síðasta sumar, hefur framlengt samning í Kópavoginum til tveggja ára. Það eru gleðitíðindi fyrir græna hluta Kópavogs en Agla María fór á kostum síðasta sumar. Íslenski boltinn 12. mars 2021 18:15
Diljá elti kærastann og vann sér inn samning hjá sænsku meisturunum Diljá Ýr Zomers hefur fengið félagaskipti til Svíþjóðar frá Val og er þegar byrjuð að spila með Gautaborgarliðinu Häcken. Fótbolti 11. mars 2021 17:00
Helmingur liða bíður enn keppnisleyfis Í ár þurfa félög í efstu deild kvenna í fótbolta í fyrsta sinn að uppfylla kröfur í sérstöku leyfiskerfi KSÍ til að fá keppnisleyfi á komandi leiktíð, líkt og félög í efstu tveimur deildum karla. Leyfisráð samþykkti átján af 34 umsóknum um þátttökuleyfi í gær. Íslenski boltinn 11. mars 2021 16:31
Gefur nýjum þjálfara Breiðabliks ellefu af tíu mögulegum í einkunn Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Bayern München, hefur litlar áhyggjur af sínum gömlu liðsfélögum í Breiðabliki í sumar. Fótbolti 6. mars 2021 11:00
Stórsigrar hjá Víkingi og Val Það var nóg um að vera í A-deild Lengjubikars karla og kvenna í kvöld. Alls litu 29 mörk dagsins ljós í A-deildinni. Íslenski boltinn 5. mars 2021 22:08
„Stórlega ýkt og menn ekki á buxunum að slíta neinu samstarfi“ Orri Hlöðversson, formaður Íslensk toppfótbolta, segir að sögusagnir um ný hagsmunasamtök tíu liða í efstu deild karla séu stórlega ýktar og hann segir að menn muni halda áfram að vinna saman að betri íslenskum fótbolta. Íslenski boltinn 5. mars 2021 18:31
Fimm skiptingar á lið leyfðar í hverjum leik í sumar Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur samþykkt tillögu dómaranefndar sambandsins um að lið geti gert fimm skiptingar í leik á Íslandsmótinu í sumar. Íslenski boltinn 23. febrúar 2021 19:01
„Þessi samtök eru á ákveðnum krossgötum“ „Samtökin eru ekki eitthvað útibú frá KSÍ,“ segir Orri Vignir Hlöðversson, nýr formaður Íslensks toppfótbolta. Orri var sjálfkjörinn í embættið í síðustu viku eftir að Geir Þorsteinsson dró framboð sitt til baka, ósáttur við að framboð Orra væri álitið lögmætt, en Orri kveðst alls ekki líta svo á að hann hefji sitt starf í mótbyr. Fótbolti 23. febrúar 2021 09:39
Gaupi ræddi við Guðna Bergs: Stórmál fyrir okkur og mikið hagsmunamál Guðjón Guðmundsson hitti Guðna Bergsson í Laugardalnum í dag og ræddi við formann Knattspyrnusambands Íslands um komandi ársþing sambandsins. Fótbolti 19. febrúar 2021 14:30
„Ætlaði ekki að taka þátt í að samþykkja þessa lögleysu“ „Ég sagði bara að ef fundurinn gengi gegn samþykktum samtakanna þá yrði ég ekki með í þessu lengur. Ég ætlaði ekki að taka þátt í að samþykkja þessa lögleysu,“ segir Geir Þorsteinsson sem yfirgaf aðalfund ÍTF í gær áður en Orri Hlöðversson var kjörinn nýr formaður. Geir er sannfærður um ólögmæti framboðs Orra og er ekki einn um það. Íslenski boltinn 19. febrúar 2021 11:30
Orri nýr formaður ÍTF þar sem Geir dró framboð sitt til baka Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, dró í kvöld framboð sitt til formanns Íslensks toppfótbolta, hagsmunasamtaka félaga í efstu deildum, til baka á aðalfundi samtakanna í dag. Íslenski boltinn 18. febrúar 2021 21:15
Lögmæti framboðs Orra dregið í efa Samkvæmt minnisblaði lögfræðings er framboð Orra Hlöðverssonar til formanns Íslensks toppfótbolta ólöglegt. Miðað við það virðist formannsstóllinn blasa við eina mótframbjóðanda Orra, Geir Þorsteinssyni, en ekki eru öll kurl komin til grafar. Íslenski boltinn 17. febrúar 2021 14:01
Geir gæti snúið aftur í stjórn KSÍ Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, er annar tveggja frambjóðenda til formanns Íslensks toppfótbolta, hagsmunasamtaka félaga í efstu deildum. Formaður ÍTF situr stjórnarfundi KSÍ. Íslenski boltinn 17. febrúar 2021 12:01
Breiðablik og Keflavík með stórsigra Breiðablik rúllaði yfir Stjörnuna í fyrsta leik ársins í Lengjubikar kvenna er liðin mættust í Fífunni í morgun. Íslenski boltinn 13. febrúar 2021 15:07
Dóra María ætlar að taka átjánda tímabilið með Val Dóra María Lárusdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Val og mun því spila með liðinu í Pepsi Max deild kvenna í sumar. Fótbolti 10. febrúar 2021 10:15
Íslandsmótið í fótbolta aldrei byrjað fyrr Drög að leikjadagskrá fyrir Íslandsmótið í fótbolta hafa nú verið birt. Keppni í úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildinni, hefst sumardaginn fyrsta eða 22. apríl og hefur leiktíðin aldrei hafist svo snemma. Íslenski boltinn 9. febrúar 2021 14:30
Lettneskur kvartett í liði ÍBV í sumar Lettneskar landsliðskonur munu setja sterkan svip á lið ÍBV á komandi leiktíð í knattspyrnu en félagið hefur nú samið við tvo leikmenn sem koma frá lettnesku meisturunum í Riga FS. Íslenski boltinn 8. febrúar 2021 16:31
Reyndur þýskur markvörður í markið hjá Selfossi Selfoss hefur fengið þýskan markvörð til liðs við sig fyrir komandi tímabil í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu. Anke Preuss mun spila með liðinu í sumar en hún hefur meðal annars spilað með Liverpool á ferli sínum. Íslenski boltinn 7. febrúar 2021 15:01
Selfoss heldur áfram að sækja leikmenn Selfoss hefur styrkt sig enn frekar fyrir komandi átök í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu næsta sumar. Í dag var staðfest að félagið hefði samið við Evu Núru Abrahamsdóttur um að leika með liðinu næsta sumar. Íslenski boltinn 6. febrúar 2021 15:00
„Alltaf stefnan að keppa og reyna vinna alla titla“ „Það leggst bara rosalega vel í mig, þetta er virkilega spennandi verkefni,“ sagði Vilhjálmur Kári Haraldsson, nýráðinn þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í knattspyrnu í viðtali við Vísi í gær. Íslenski boltinn 6. febrúar 2021 11:00
Valur Reykjavíkurmeistari Valur er Reykjavíkurmeistari kvenna í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Fylki í úrslitaleiknum. Leikið var á Origo vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Íslenski boltinn 5. febrúar 2021 21:10
Jana Sól komin í Val Jana Sól Valdimarsdóttir hefur ákveðið að yfirgefa uppeldisfélag sitt í Garðabænum og er búin að semja við Val. Íslenski boltinn 3. febrúar 2021 11:45