
Polestar 2 - betri fólksbíll en Model 3
Polestar 2 er fimm manna rafstallbakur (e. fastback) frá Polestar, sem er dótturfélag Volvo og Geely. Polestar er í grunninn sænskt félag sem framleiðir bíla í Kína og brátt í Bandaríkjunum og frekari útrás í kortunum. Brimborg hefur nýlega tekið við umboði fyrir Polestar á íslandi. Polestar hefur lagt mikla áherslu á sjálfbærni, umhverfisvernd og endurunnin efni í framleiðslu bíla sinna.