Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og þáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

Fjórða þáttaröð Stranger Things í bígerð

Aðdáendur bandarísku vísindaskáldskaparþáttanna Stranger Things, sem Netflix framleiðir, geta tekið gleði sína á ný því í dag var birt færsla á samfélagsmiðlasíðum þáttanna þar sem staðfest var að fjórða þáttaröðin um krakkana frá Hawkins, Indiana væri í bígerð.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Net­flix pantar ís­lenska vísinda­skáld­sögu­þátta­röð af Baltasar Kormáki sem þakkar nýja kvik­mynda­þorpinu

Bandaríska streymisveitan Netflix hefur pantað vísindaskáldsöguþáttaröð af Baltasar Kormáki og framleiðslufyrirtæki hans. Um íslenska framleiðslu verður að ræða með íslenskum leikurum. Baltasar telur að þetta sé líklega stærsti einstaki samningur sem gerður hefur verið við íslenska kvikmyndagerðarmenn.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Skósveinn Svarthöfða eftir heilablæðingu

Star Wars heillaði Jóhann Waage í æsku. Eftir að dyr dauðans skullu nærri hælum hans ákvað hann að ganga í fullum skrúða til liðs við 501. nördaherinn. Kona og börn fylgdu svo í kjölfarið.

Lífið
Fréttamynd

Ofbeldi hafið yfir konur og grín

Breska dagblaðið The Guardian birti nýlega á vef sínum lista yfir 100 bestu sjónvarpsþætti 21. aldarinnar eða Athygli vekur að karllægir ofbeldisþættir eru yfirsettir grínþáttum og þáttum sem hverfast um konur.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Hryllingur í sundlauginni

Hið árlega og vinsæla sundlaugarbíó RIFF sem alltaf hefur verið uppselt á fer fram í Sundhöllinni í Reykjavík þann 28. september klukkan 19.30 í ár. Á boðstólum verður The Host (Skrímslið, 2006).

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Baldvin Z með nýja glæpaseríu

Baldvin Z leikstýrir nýrri glæpaseríu sem mun heita Svörtu sandar. Stöð 2 og framleiðslufyrirtækið Glassriver undirrituðu samning um framleiðslu hennar og gamanseríunnar Magaluf.

Bíó og sjónvarp