Njarðvík á að stefna á þann stóra Njarðvík vann frábæran sigur á Þór Þorlákshöfn 106-104 í Bónus-deild karla á fimmtudagskvöldið. Það sem gerir sigur Njarðvíkinga sérstaklega góðan er að þeir Khalil Shabazz og Dwayne Lautier voru báðir fjarverandi. Leikmenn sem teljast báðir með þeim betri í deildinni. Körfubolti 6. janúar 2025 12:02
Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Framlengingin var á sínum stað í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Þar voru sérfræðingar þáttarins spurðir spjörunum úr af Stefáni Árna Pálssyni þáttastjórnanda. Körfubolti 5. janúar 2025 23:31
Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari karlaliðs Vals í körfubolta var að vonum sáttur með sigur sinna manna gegn toppliði Stjörnunnar í 12. umferð Bónus deildar karla í körfubolta. Með sigrinum lyftir Valur sér úr fallsæti en Stjarnan er þó enn á toppnum þrátt fyrir þetta tap í dag. Körfubolti 5. janúar 2025 19:17
Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Valur tók á móti Stjörnunni í fyrsta leik liðanna á þessu ári þegar 12. umferð Bónus deildar karla lauk. Svo fór að lokum að heimamenn unnu fjögra stiga sigur 83-79 eftir afar spennandi leik. Körfubolti 5. janúar 2025 15:15
„Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Það er ekkert rosalega gaman í Grindavík núna og það þarf að vera gaman í Grindavík,“ segir Pavel Ermolinskij um karlalið Grindvíkinga í körfubolta. Pavel segir þjálfara og leikmenn þurfa að eiga við gífurlega pressu sem sameiningartákn Grindvíkinga eftir að bænum var lokað síðasta vetur vegna eldgoss. Körfubolti 4. janúar 2025 10:13
„Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Tindastóll fór vestur í bæ í kvöld þar sem þeir mættu KR í Bónus deild karla í körfubolta. Tindastóll vann leikinn 95-116, en þetta var kaflaskiptur leikur. Benedikt Guðmundsson þjálfari liðsins var sáttur með sigurinn en var ósáttur með marg annað. Körfubolti 3. janúar 2025 21:59
Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Tindastóll gerði sér lítið fyrir og vann öruggan sigur á KR í Vesturbænum þegar liðin mættust í fyrsta leik beggja liða í Bónus deild karla árið 2025. Körfubolti 3. janúar 2025 18:47
Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Haukar unnu mikilvægan sigur í fallbaráttu Bónus deildar karla í körfuknattleik þegar liðið lagði Hött 86-89 á Egilsstöðum í kvöld. Leikurinn var sá fyrsti undir stjórn nýs þjálfara. Körfubolti 3. janúar 2025 18:18
Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Friðrik Ingi Rúnarsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Hauka í körfubolta. Friðrik tekur við starfinu innan við mánuði eftir að hafa sagt upp störfum hjá kvennaliði Keflavíkur. Hann segir ákveðna hluti þar hafa verið í þannig farvegi að honum fannst skynsamlegast að óska eftir því að verða leystur undan störfum. Körfubolti 3. janúar 2025 08:02
„Þeir eru örugglega sáttir að vinna okkur ekki aftur fyrr en 2045“ Keflavík tapaði gegn Álftanesi á heimavelli 87-89 í spennandi leik. Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, var svekktur eftir leik. Sport 2. janúar 2025 22:24
„Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Njarðvík tók á móti Þór Þorlákshöfn í IceMar-höllinni í kvöld þegar Bónus deild karla fór aftur af stað eftir smá jólafrí. Eftir mikla spennu í restina var það Njarðvík sem hafði sigur 106-104. Körfubolti 2. janúar 2025 22:01
„Það er krísa“ Það var þungt yfir þjálfara Grindavíkur eftir tapleikinn gegn ÍR í kvöld þegar blaðamaður náði tali af honum. Hann var lengi í klefanum að fara yfir málin með sínum mönnum áður en hann gaf kost á sér. Leikurinn endaði 98-90 fyrir ÍR eftir framlengdan leik. Körfubolti 2. janúar 2025 22:01
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Álftanes vann tveggja stiga útisigur gegn Keflavík 87-89. Gestirnir höfðu ekki unnið leik síðan 14. nóvember á síðasta ári svo sigurinn var ansi kærkominn. Körfubolti 2. janúar 2025 21:03
Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Grindvíkingar voru í fínni stöðu í hálfleik í Breiðholtinu og leiddu með níu stigum en heimamenn í ÍR komu á hvínandi siglingu út í seinni hálfleikinn og virtust vera að sigra en Grindavík kom til baka og jafnaði. ÍR hafði svo betur í framlengdum leik. Lokatölur 98-90 Körfubolti 2. janúar 2025 18:31
Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Njarðvík tók á móti Þór Þorlákshöfn í IceMar-höllinni í Njarðvík þegar Bónus deild karla fór aftur af stað eftir smá jólafrí. Bæði lið höfðu tapað síðasta leiks sínum fyrir hlé og vonuðust til þess að byrja nýtt ár með sterkum sigri. Það fór svo að það var Njarðvík sem hafði betur eftir mikla spennu 106-104. Körfubolti 2. janúar 2025 18:31
Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Bónus deild karla í körfubolta fer aftur af stað í kvöld með þremur leikjum en þetta er söguleg byrjun á nýju ári í íslenska körfuboltanum. Körfubolti 2. janúar 2025 13:00
Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Friðrik Ingi Rúnarsson er tekinn við sem þjálfari karlaliðs Hauka í körfubolta og mun stýra liðinu í fyrsta sinn annað kvöld, í leik við Hött á Egilsstöðum í Bónus-deildinni. Körfubolti 2. janúar 2025 11:27
De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Bandaríkjamaðurinn De'Sean Parsons mun leik með Haukum í Bónusdeild karla eftir áramót. Á dögunum lét félagið þá Tyson Jolly og Steeve Ho You Fat fara frá liðinu. Körfubolti 30. desember 2024 16:48
Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Fyrsti þáttur heimildaþáttaraðarinnar Grindavík fór í loftið í gær. Þar var stiklað á stóru sigrunum í körfuboltasögu Grindvíkinga. Körfubolti 30. desember 2024 07:00
Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Í heimildaþáttaröðinni Grindavík lýsa bæjarbúar meðal annars upplifun sinni af hinum örlagaríka degi, 10. nóvember 2023, þegar þeir þurftu að flýja heimili sín. Körfubolti 29. desember 2024 10:01
Versta frumraun í úrvalsdeild? Fyrrum NBA leikmönnum fjölgar ört í íslenskum körfubolta þessa dagana en þessir leikmenn virðast þó ekki allir vera mættir í NBA-formi í íslenska boltann ef eitthvað er að marka tölfræðina. Körfubolti 22. desember 2024 08:02
„Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Þetta er bara virkilega kærkomið í ljósi þess hvernig þessi vetur er búinn að vera. Ég er bara átrúlega ánægður með strákana,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, eftir sterkan og mikilvægan níu stiga sigur gegn Tindastóli í Bónus-deild karla í kvöld. Körfubolti 20. desember 2024 22:23
„Valsararnir voru bara betri“ „Þetta var erfitt í kvöld og maður fann það snemma að það var þreyta í liðinu,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, eftir níu stiga tap gegn Val í Bónus-deild karla í kvöld. Körfubolti 20. desember 2024 22:12
„Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Kristinn Pálsson skoraði 15 stig fyrir Íslandsmeistara Vals er liðið vann mikilvægan níu stiga sigur gegn Tindasóli í síðustu umferð Bónus-deildar karla í körfubolta fyrir jól. Körfubolti 20. desember 2024 22:02
Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Íslandsmeistarar Vals unnu mikilvægan níu stiga sigur er liðið tók á móti Tindastóli í lokaleik Bónus-deildar karla fyrir jólafrí í kvöld, 89-80. Úrslitin þýða að Valsmenn verða ekki í fallsæti yfir jólahátíðina. Körfubolti 20. desember 2024 18:46
Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum Áhugafólk um Bónus-deild karla í körfubolta getur mætt og gert sér glaðan dag í Minigarðinum í kvöld en þar verður fyrri hluti deildarinnar gerður upp með skemmtilegum hætti, í Bónus Körfuboltakvöldi. Körfubolti 20. desember 2024 09:31
„Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, sagði að herslumuninn hefði vantað hjá hans mönnum gegn toppliði Stjörnunnar í Bónus deild karla í kvöld. Stjörnumenn unnu leikinn, 90-100. Körfubolti 19. desember 2024 22:20
„Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ Viðar Örn Hafsteinsson var hæstánægður eftir magnaðan sigur Hattar gegn Álftanesi í kvöld. Eftir að hafa lent 22-2 undir í upphafi kom Höttur til baka og vann að lokum eftir æsispennandi lokamínútur. Körfubolti 19. desember 2024 22:03
„Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, fór glaður út á Reykjanesbrautina eftir sigurinn á Njarðvík í Bónus deild karla í kvöld, 90-100. Körfubolti 19. desember 2024 22:03
Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara Keflavík tapaði fyrir Stjörnunni í síðustu umferð Bónus deildar karla í körfubolta á meðan Þór Þ. vann Álftanes. Liðin eigast við í Sláturhúsinu í kvöld. Körfubolti 19. desember 2024 22:00