

Bónus-deild karla
Leikirnir

Efstu þrjú liðin unnu | Öll úrslit og stigaskor í körfunni í kvöld
Það fór fram heil umferð í Iceland Express deild karla í kvöld. Þrjú efstu liðin, Grindavík, Stjarnan og Keflavík unnu öll sína leiki og KR komst upp í 4. sæti deildarinnar eftir sigur á Haukum á Ásvöllum.

Snæfell missti næstum því frá sér unninn leik en vann í framlengingu
Snæfell vann 100-99 sigur á Tindastól í frábærum framlengdum leik í Síkinu á Sauðarkróki í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld en Snæfellsliðið náði með því að enda fjögurra leikja taphrinu sínu. Snæfell var með unninn leik en misstu niður 16 stiga forskot á síðustu fimm mínútunum.

Justin tryggði Stjörnunni dramatískan sigur í Grafarvogi
Justin Shouse var hetja Stjörnumanna í kvöld þegar hann skoraði sigurkörfuna nokkrum sekúndum fyrir leikslok þegar Garðabæingar unnu Fjölni 78-77. Stjarnan var ellefu stigum undir þegar aðeins tæpar sjö mínútur voru eftir en vann lokakafla leiksins 18-6.

Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Njarðvík 73-63
Grindvíkingar unnu í kvöld nágranna sína í Njarðvík í Iceland Express deild karla. Eftir að hafa haft undirtökin allan leikinn unnu Njarðvíkingar sig aftur inn í leikinn en náðu aldrei forskotinu af Grindavík.

Liðin í Stjörnuleik KKÍ tilkynnt
Það styttist í að Stjörnuleikur KKÍ fari fram og í dag voru tilkynnt byrjunarlið leiksins en körfuboltaáhugamenn kusu liðin sjálfir á vef KKÍ. Alls tóku 2.200 manns þátt í kjörinu

Hrafn vill sjá meiri hraða hjá KR-liðinu
Það er óhætt að segja að KR-ingar mæti með gerbreytt lið á nýju ári því Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, fær nú það verkefni að koma þremur nýjum erlendum leikmönnum inn í leik KR-liðsins. KR-ingar hafa samið við tæplega tveggja metra háa serbneska skyttu, Dejan Sencanski, sem bætist við Bandaríkjamennina Josh Brown og Rob Ferguson sem eru byrjaðir að æfa með liðinu.

KR semur við tveggja metra Serba
Körfuboltalið KR hefur breyst talsvert mikið um jólahátíðina. Tveir Kanar sömdu við liðið fyrir skömmu og nú hefur tveggja metra Serbi samið við Íslandsmeistarana.

Tveir nýir Kanar á leiðinni til KR
KR-ingar hafa nælt sér í góðan liðsstyrk fyrir átökin í Iceland Express-deild karla eftir áramót.

Stjarnan valtaði yfir Keflavík - myndir
Stjörnumenn fara ánægðir inn í jólafríið eftir afar sannfærandi sigur á Keflavík í Ásgarði í gær.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan – Keflavík 107-91
Stjarnan skellti Keflavík 107-91 í uppgjöri liðanna í öðru og þriðja sæti Iceland Express deildar karla í körfubolta. Stjarnan var fjórtán stigum yfir í hálfleik 61-47.

KR marði Val | Tindastóll vann í Þorlákshöfn
Heil umferð fór fram í Iceland Express-deild karla í kvöld en þetta var lokaumferðin í deildinni fyrir jól. Stjarnan vann stórslaginn á meðan KR komst í hann krappann gegn Val.

KR og Grindavík mætast í bikarnum - dregið í 16-liða úrslit
Stórleikur 16-liða úrslitanna í bikarkeppni KKÍ er viðureign KR og Grindavíkur en þau munu mætast í DHL-höllinni. Dregið var í 16-liða úrslit í karla- og kvennaflokki í dag.

Bikardrátturinn í beinni á Vísi
Dregið verður í sextán liða úrslit í bikarkeppni KKÍ, Powerade-bikarnum, klukkan 14.00 í dag og verður drátturinn í beinni Twitter-lýsingu á Vísi.

Snæfell síðasta liðið inn í sextán liða úrslit | Vann Val á Hlíðarenda
Snæfellingar tryggðu sér sæti í 16 liða úrslitum Powerade-bikars karla í körfubolta með því að vinna 18 stiga sigur á Valsmönnum, 95-77, í Vodfonehöllinni á Hlíðarenda í kvöld. Snæfell var með gott forskot allan leikinn og sigurinn var aldrei í hættu.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-Njarðvík 92-72
Keflavík vann öruggan tuttugu stiga sigur, 92-72, á nágrönnum sínum í Njarðvík í Iceland-Express deildinni í gærkvöldi. Keflvíkingar leiddu allan leikinn og voru þeir alltaf skrefinu á undan Njarðvíkingum sem spiluðu illa.

Óvænt úrslit í IE-deild karla - fyrsta tap Grindavíkur
Heil umferð fór fram í Iceland Express-deild karla í kvöld og voru heldur betur óvæntir hlutir að gerast þar. Þór Þorlákshöfn færði Grindavík meðal annars sitt fyrsta tap í vetur.

Bullock með tröllatölur í DHL-höllinni
Grindvíkingar héldu sigurgöngu sinni áfram og tryggðu sér Lengjubikarinn í DHL-höllinni um helgina. Grindvíkingar, sem voru búnir að vinna alla fimmtán leiki sína í vetur fyrir úrslitaleikinn, lentu í kröppum dansi á móti Keflavík í úrslitaleiknum.

Magnús Þór: Algjörir klaufar, asnar og aular að tapa þessum leik
Magnús Þór Gunnarsson, fyrirliði Keflvíkinga, var ískaldur þegar Keflavík tapaði 74-75 á móti Grindavík í úrslitaleik Lengjubikarsins í í DHL-höllinni í gær. Magnús Þór skoraði 11 stig en níu þeirra komu á vítalínunni og hann klikkaði á öllum átta þriggja stiga skotum sínum í leiknum.

Þorleifur Ólafsson: Þurfum heldur betur að læra að spila á móti svæði
Þorleifur Ólafsson, fyrirliði Grindvíkinga, skoraði mikilvægar körfur þegar Grindavík vann Lengjubikarinn í DHL-höllinni í gær. Þorleifur var ánægður með sigurinn í leikslok en ekki með leik liðsins.

Umfjöllun og viðtöl: Grindvíkingar unnu Lengjubikarinn
Grindvíkingar komust í hann krappann gegn Keflavík í úrslitaleik Lengjubikarsins í í DHL-höllinni í kvöld. Grindvíkingar voru búnir að vinna alla leiki sína í vetur fyrir leikinn en þurftu frábæran endakafla í fjórða leikhlutanum til þess að tryggja sér Lengjubikarmeistararatitilinn.

Páll Axel ekki með Grindavík í úrslitaleiknum
Grindvíkingurinn Páll Axel Vilbergsson getur ekki spilað úrslitaleik Lengjubikars karla sem fer fram þessa stundina í DHl-höllinni í Vesturbænum.

Tvö heitustu liðin mætast í DHL-höllinni
Suðurnesjaliðin Grindavík og Keflavík mætast í DHL-höllinni í dag í úrslitaleik Lengjubikars karla en þau unnu undanúrslitaleiki sína í gærkvöldi. Grindavík vann 80-66 sigur á Þór en Keflavík vann 93-88 sigur á Snæfelli. Leikurinn hefst klukkan 16.00 og verður einnig í beinni útsendingu á Sporttv.

Magnús má ekki spila í DHL-höllinni á morgun
Keflvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson verður fjarri góðu gammni í undanúrslitaleik Lengjubikarsins í DHL-höllinni á morgun en hann var í gær dæmdur í eins leiks bann.

Erum ekki vanir því að vera litlir í okkur
„Það er alveg augljóst að það voru gerð ákveðin mistök í ráðningu á erlendum leikmönnum í sumar,“ segir Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, en félagið er búið að senda Bandaríkjamanninn David Tairu til síns heima og Ed Horton gæti einnig farið sömu leið áður en langt um líður.

Tairu farinn frá KR - óvissa með framtíð Horton
KR-ingar hafa ákveðið að losa sig við Bandaríkjamanninn David Tairu og óvissa er með framhaldið hjá hinum Bandaríkjamanninum, Ed Horton.

Helgi Jónas góður í því að fela púlið
Eitt lið hefur borið höfuð og herðar yfir önnur það sem af er tímabilinu í körfunni. Grindavík hefur unnið alla fjórtán leiki tímabilsins, sjö í deild, sex í deildarbikar og Meistarakeppni KKÍ þar sem Páll Axel Vilbergsson skoraði eftirminnilega sigurkörfu. Páll Axel hefur tekið að sér nýtt hlutverk í vetur og spilar nú sem sjötti maður með góðum árangri.

Lengjubikarinn: Sigrar hjá KR, Snæfelli og Fjölni
Þrír leikir fóru fram í Lengjubikar karla í kvöld. KR valtaði yfir ÍR, Snæfell lagði Stjörnuna og Fjölnir marði sigur á KFÍ.

Keflvíkingar unnu í framlengingu í Hólminum
Keflvíkingar tóku þriðja sætið af KR-ingum með því að vinna dramatískan 115-113 sigur á Snæfelli í framlengdum leik í Iceland Express deild karla í Stykkishólmi í kvöld. Charles Michael Parker var hetja Keflavíkurliðsins því hann tryggði liðinu bæði framlengingu sem og sigurinn með því að skora sigurkörfuna í lok framlengingarinnar. Parker skoraði 10 af 32 stigum sínum á framlengingu og síðustu sókn venjulegs leiktíma.

Stjörnumenn töpuðu óvænt í Ljónagryfjunni
Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, þurfti að sætta sig við óvænt sjö stiga tap, 105-98, á móti sínum gömlu félögum í Njarðvík í Ljónagryfjunni í Njarðvík í Icdland Express deild karla í kvöld. Njarðvíkingar lögðu grunninn að sigri sínum með því að vinna þriðja leikhlutann 33-13 en Garðbæingar sóttu að þeim í lokin. Þetta var aðeins annað tap Stjörnumanna í Iceland Express deildinni en það sér til þess að Grindvíkingar halda fjögurra stiga forskoti á toppnum.

Þórsarar aftur á sigurbraut í Iceland Express deildinni
Þórsarar enduðu tveggja leikja taphrinu sína í Iceland Express deild karla í körfubolta með öruggum fjórtán stiga sigri á Fjölni, 82-68, í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn. Nýliðar Þórs hafa þar með unnið 4 af fyrstu 7 leikjum sínum í deildinni.