Körfuknattleikskappinn Daníel Guðni Guðmundsson hefur samið við Grindavík til loka keppnistímabilsins 2013-2014.
Daníel er uppalinn Njarðvíkingur en spilaði síðast með Stjörnunni hér á landi. Hann var í liði Stjörnunnar sem tapaði fyrir KR í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn vorið 2011.
Daníel Guðni hefur verið í meistaranámi í Lundi í Svíþjóð undanfarið eitt og hálft ár. Hann á aðeins eftir að skrifa lokaritgerð sína og mun gera það hér á landi.
Grindavík tekur á móti Tindastóli í fyrsta leik liðanna á nýju ári þann 4. janúar.
Daníel Guðni samdi við Grindavík til 2014
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum
Íslenski boltinn

Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn
Körfubolti

Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð
Formúla 1

Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“
Íslenski boltinn





Bayern varð sófameistari
Fótbolti