
Oddaleikur um titilinn: Friðrik jafnar met Teits Örlygssonar í kvöld
Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, jafnar met Teits Örlygssonar í kvöld þegar hann tekur þátt í sínum fimmta oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn sem leikmaður eða þjálfari. Teitur lék fimm oddaleiki um titilinn og vann þrjá þeirra.