Finnur Freyr framlengdi til 2028 Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari ríkjandi Íslands- og bikarmeistara Vals í karlakörfunni, verður áfram þjálfari Valsliðsins næstu árin. Körfubolti 4. apríl 2025 22:02
Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfuboltamaðurinn Kári Jónsson er ekki með slitið krossband í hné eins og óttast var. Hann meiddist í leik Vals og Grindavíkur í fyrradag og verður að öllum líkindum frá næstu mánuðina. Körfubolti 4. apríl 2025 15:52
Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Jón Bender, formaður dómaranefndar KKÍ, hefur nú upplýst hvers vegna einn besti körfuboltadómari landsins hefur hvergi verið sýnilegur í stórleikjum undanfarið og í upphafi úrslitakeppni Bónus-deildanna. Körfubolti 4. apríl 2025 15:27
„Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Leikstjórnandinn Ægir Þór Steinarsson var að vonum sáttur eftir sigur Stjörnunnar á ÍR, 101-83, í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus deildar karla í gær. Körfubolti 4. apríl 2025 13:02
Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Á meðan besta körfuboltafólk landsins er komið af stað í úrslitakeppnum Bónus-deildanna hafa enn ekki fengist svör við því af hverju einn besti dómari landsins, Davíð Tómas Tómasson, dæmdi ekki einn einasta leik í fyrstu umferð. Málið var rætt í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Körfubolti 4. apríl 2025 08:30
„Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Borche Ilievski þjálfari ÍR kallaði eftir framlagi frá fleiri leikmönnum í sínu liði í kvöld og talaði sérstaklega um hugarfar eins leikmanns í sínu liði. Hann sagði að ÍR-inga hefði vantað að taka lokaskrefið þegar liðið náði ágætu áhlaupi í þriðja leikhluta. Körfubolti 3. apríl 2025 21:53
„Mæti honum með bros á vör“ „Mjög erfiður leikur, eins og á að vera í úrslitakeppninni, ég er ánægður með að við höfum staðið saman fram á síðustu mínútu, spilað af hörku og sótt sigurinn“ sagði miðherjinn David Okeke eftir 89-95 sigur Álftaness á útivelli í fyrsta leik gegn Njarðvík, þar sem hann háði harða baráttu við fyrrum liðsfélaga sinn Domynikas Milka. Körfubolti 3. apríl 2025 21:48
„Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Stjörnunnar var ánægður með varnarleik sinna manna gegn ÍR í kvöld en var duglegur í klisjunum í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir leik. Körfubolti 3. apríl 2025 21:46
Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Stjarnan er komin í 1-0 í einvígi liðsins gegn ÍR í 8-liða úrslitum Bónus-deildar karla eftir öruggan sigur í Garðabænum í kvöld. Liðin mætast á nýjan leik í Breiðholtinu á mánudag. Körfubolti 3. apríl 2025 21:20
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Álftanes sótti 89-95 sigur gegn Njarðvík í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus deildar karla. Tap varð því niðurstaðan í fyrsta úrslitakeppnisleik Njarðvíkinga á nýjum heimavelli, í IceMar höllinni við Stapaskóla, þar sem stemningin var mun minni en þekktist í Ljónagryfjunni gömlu. Körfubolti 3. apríl 2025 18:16
Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Valsmenn urðu fyrir miklu áfalli í kvöld þegar landsliðsmaðurinn Kári Jónsson meiddist illa í fyrsta leiknum í einvígi Vals og Grindavíkur í átta liða úrslitum Bónus deildar karla í körfubolta. Körfubolti 2. apríl 2025 22:05
Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Deildarmeistarar Tindastóls þurftu að hafa fyrir mikið hlutunum í kvöld í fyrsta leiknum í einvígi sínu á móti Keflavík í átta liða úrslitum Bónus deildar karla í körfubolta. Körfubolti 2. apríl 2025 20:46
Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn Liðin sem mættust í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra, Valur og Grindavík, eigast núna við í átta liða úrslitum Bónus deildar karla. Það var því morgunljóst fyrir þetta einvígi að það yrðu töluverðar tilfinningar í spilinu. Körfubolti 2. apríl 2025 18:46
„Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður deildarmeistara Tindastóls í Bónus deild karla, segir liðið þurfa að stimpla sig inn af krafti strax í fyrsta leik sem sigurstranglegra liðið gegn Keflavík í fyrstu umferð í úrslitakeppni deildarinnar sem hefst í kvöld. Nýleg úrslit í Bónus deild kvenna virki á Stólana sem víti til varnaðar. Körfubolti 2. apríl 2025 14:30
Einn besti dómari landsins fær ekki leik Athygli vekur að Davíð Tómas Tómasson, einn fremsti körfuboltadómari landsins, er ekki á meðal þeirra sem fá að dæma í fyrstu umferð úrslitakeppni Bónus-deildar karla. Körfubolti 2. apríl 2025 13:16
Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Njarðvíkingar koma á fljúgandi siglingu inn í úrslitakeppnina eftir að hafa unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum í deildinni. Þeir mæta Álftnesingum í fyrstu umferð í einvígi sem er enginn hægðarleikur að spá fyrir um. Körfubolti 31. mars 2025 07:00
Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni „Kannski hringir Lalli [Lárus Jónsson, þjálfari] á næsta ári og býður mér millu, þá þarf ég að vera í standi,“ grínaðist Emil Karel Einarsson þegar hann ræddi um þá ákvörðun sína að hætta í körfubolta. Körfubolti 30. mars 2025 11:31
Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Deildarmeistarar Tindastóls mæta Keflavík í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Aðeins einu sinni hefur liðið í áttunda sæti unnið deildarmeistarana, en það gerðist einmitt undir stjórn Benedikts Guðmundssonar, þjálfara Tindastóls í dag. Körfubolti 30. mars 2025 08:00
„Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Stjarnan og ÍR munu mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og endurtaka þar með stórkostlegt einvígi frá árinu 2019. Sérfræðingar Körfuboltakvölds spáðu í spilin. Körfubolti 29. mars 2025 21:30
„Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sérfræðingar Bónus körfuboltakvölds eru sammála því að komandi úrslitakeppni sé mikilvæg á margan hátt fyrir Kristófer Acox leikmann Vals, bæði er varðar að bæta við titli í safnið en einnig varðandi mögulegt sæti hans í íslenska landsliðinu fyrir komandi Evrópumót en Kristófer hefur ekki verið valinn í liðið upp á síðkastið. Körfubolti 29. mars 2025 12:01
Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Lesendur Vísis geta nú kosið um það hvaða tilþrif stóðu upp úr í Bónus-deild karla í körfubolta í vetur. Úrslitin verða kynnt á Stöð 2 Sport þegar úrslitakeppnin hefst á miðvikudag. Körfubolti 29. mars 2025 10:00
Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þóra Kristín Jónsdóttir úr Haukum og Ægir Þór Steinarsson úr Stjörnunni eru leikmenn ársins í Bónus-deildunum í körfubolta. Þau voru verðlaunuð ásamt mörgum öðrum á lokahófi KKÍ á Fosshótelinu í Þórunnartúni í dag. Körfubolti 28. mars 2025 12:45
Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Nú þegar deildarkeppninni er lokið í Bónus-deildum karla og kvenna í körfubolta var í dag komið að lokahófi KKÍ þar sem fremsta fólk deildanna, sem og í 1. deildum karla og kvenna, var heiðrað. Körfubolti 28. mars 2025 11:32
„Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Sigmar Hákonarson lék í gærkvöldi sinn síðasta leik fyrir meistaraflokk Hattar í körfuknattleik þegar liðið vann Álftanes, 99-95, í lokaumferð úrvalsdeildar karla. Sigmar tók þátt í sínum 340. leik en hann varð í vetur leikjahæsti leikmaðurinn í sögu Hattar. Körfubolti 28. mars 2025 07:02
Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, hefði óneitanlega verið til í að sjá meira frá sínu liði þegar það tapaði 99-95 fyrir Hetti, sem var fallið úr úrvalsdeildinni, í lokaumferðinni í kvöld. Einbeitingin eftir leik fór strax á úrslitakeppnina sem er framundan. Körfubolti 27. mars 2025 22:39
„Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur viðurkenndi að finna fyrir áhyggjum vegna frekar slaks leiks hans manna í sigrinum gegn KR í kvöld. Grindavík mætir Val í 8-liða úrslitum Bónus-deildarinnar. Körfubolti 27. mars 2025 21:54
„Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Benedikt Guðmundsson þjálfari Tindastóls var að vonum ánægður í leikslok með sigur sinna manna og fyrsta deildarmeistaratitil Tindastóls. Körfubolti 27. mars 2025 21:50
Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Stjörnunnar gat ekki glaðst yfir því að hafa náð að hanga á öðru sæti deildarinnar. Hann var pirraður út af tapinu og einnig út af dómurunum. Stjarnan tapaði fyrir Njarðvíkingur 103-107 og það eru mörg atriði sem þarf að hafa áhyggjur af hjá Stjörnunni. Körfubolti 27. mars 2025 21:49
„Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Þór Þorlákshöfn er ekki á leiðinni í úrslitakeppni Bónus-deildar karla í körfubolta. Það varð ljóst eftir tap liðsins gegn Keflavík í lokaumferð deildarinnar. Raunar höfðu önnur úrslit í leikjum nú þegar gert út um vonir Þórsara um að komast í úrslitakeppni þetta árið. Lárus Jónsson er vitanlega vonsvikinn með þá staðreynd. Körfubolti 27. mars 2025 21:47
„Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ ÍR tryggði sér í kvöld sæti í úrslitakeppninni með sigri á Haukum. Leikurinn endaði 80-91 en ÍR-ingar voru með yfirhöndina allan leikinn og það var aldrei líkur á öðru en ÍR sigri. Borche Ilievski Sansa þjálfari liðsins var mjög ánægður með úrslitin og að vera kominn áfram. Körfubolti 27. mars 2025 21:43