Einvígið um titilinn hefst í kvöld: „Allt gert til að reyna að vinna“ „Við erum öll spennt fyrir þessu og tilbúin að byrja,“ segir Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari deildarmeistara Keflavíkur sem í kvöld hefja úrslitaeinvígi sitt gegn Val um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta kvenna. Körfubolti 19. apríl 2023 13:32
Kristjana Eir hætt með Fjölni Kristjana Eir Jónsdóttir mun ekki stýra Fjölni í Subway-deild kvenna í körfubolta á næstu leiktíð. Hún og Fjölnir hafa komist að sameiginlegi niðurstöðu um að hún hætti sem þjálfari meistaraflokks kvenna hjá félaginu. Körfubolti 16. apríl 2023 23:30
„Ég er með samning en er búinn að tapa tveimur oddaleikjum á heimavelli“ Haukar töpuðu gegn Val á heimavelli 46-56. Þetta var annað tímabilið í röð sem Haukar tapa oddaleik á heimavelli. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var óviss hvort hann yrði þjálfari Hauka á næsta tímabili. Sport 16. apríl 2023 21:45
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 46-56 | Valskonur í úrslit Valur hafði betur gegn Haukum í oddaleik um sæti í úrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta. Valskonur höfðu betur og eru komnar í úrslit þar sem þær mæta Keflavík. Körfubolti 16. apríl 2023 21:05
„Vera óhrædd og taka þessi opnu skot“ „Við ætluðum okkur ekki í sumarfrí,“ sagði Sólrún Inga Gísladóttir, leikmaður Hauka, eftir 70-80 sigur á móti Val í fjórða leik liðanna í úrslitakeppni Subway deildar kvenna. Körfubolti 13. apríl 2023 22:36
Umfjöllun og viðtöl: Valur – Haukar 70-80 | Oddaleikur um sæti í úrslitum framundan Eftir að hafa lent 2-0 undir í einvíginu hafa Haukar jafnað metin í 2-2 og tryggðu sér í kvöld oddaleik sem fram fer í Ólafssal á sunnudag. Reikna má með brjáluðum látum þar sem sigurvegarinn þar mætir Keflavík í úrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta. Körfubolti 13. apríl 2023 22:00
„Því miður brotnuðum við allt of snemma“ Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur í Subway deild kvenna í körfubolta, var ekkert sérstaklega glaðlegur í lok fjórða leiks liðs hans gegn Keflavík í undanúrslitum deildarinnar. Keflavík vann stórsigur 44-79 og er komið í úrslit en leiktíð Njarðvíkur er á enda. Íslandmeistaratitilinn sem Njarðvíkingar unnu á síðustu leiktíð er á leið annað. Körfubolti 13. apríl 2023 21:30
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík – Keflavík 44-79 | Sendu Íslandsmeistarana í sumarfrí og flugu inn í úrslitin Fyrr í kvöld fór fram fjórði leikur Njarðvíkur og Keflavíkur í undanúrslitum Subway deildar kvenna. Um var að ræða heimaleik Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni. Keflavík hafði forystu í einvíginu með tvo vinninga gegn einum og gat tryggt sér sæti í úrslitunum með sigri. Skemmst er frá því að segja að Keflavík vann stóran sigur í leiknum 44-79 og tryggði sér þar með sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn, Körfubolti 13. apríl 2023 19:50
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Njarðvík 79-52 | Keflavíkurkonur rúlluðu yfir Njarðvík Keflavík er komið yfir í einvíginu gegn Njarðvík í Subway deildinni. Körfubolti 9. apríl 2023 21:41
„Þetta var allt annað varnarlega“ Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur í Subway deild kvenna, var að vonum sáttur við stórsigur síns liðs á Njarðvík 79-52 í þriðja leik liðanna í undanúrslitum deildarinnar. Körfubolti 9. apríl 2023 20:54
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 93-77 | Haukar sýndu klærnar Haukar voru ekki á því að fara í sumarfrí. Haukar spiluðu frábærlega á báðum endum vallarins. Líkt og í seinasta leik í Ólafssal komust Haukar tuttugu stigum yfir en Haukar höfðu lært af þeim leik. Heimakonur voru ekki að fara að tapa góðu forskoti aftur niður. Haukar unnu á endanum sextán stiga sigur 93-77.Valur leiðir einvígið 2-1. Körfubolti 9. apríl 2023 16:45
„Fögnum í dag og síðan er annar bikarleikur á fimmtudaginn“ Haukar unnu sannfærandi sigur á Val í Ólafsal 93-77. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var afar ánægður með spilamennsku Hauka en sagði að það væri annar bikarleikur gegn Val framundan þar sem Valur þarf aðeins einn sigur í viðbót til að komast áfram í úrslitin. Sport 9. apríl 2023 16:15
Rúnar Ingi: Fáránlega flottur karakter Það var auðsýnilega afar stoltur þjálfari liðs Njarðvíkur í Subway deild kvenna í körfubolta, Rúnar Ingi Erlingsson, sem mætti í viðtal við fréttamann Vísis eftir að liði hans tókst að jafna einvígið við Keflavík í undanúrslitum deildarinnar á heimavelli sínum, Ljónagryfjunni. Körfubolti 6. apríl 2023 23:30
Umfjöllun og viðtal: Njarðvík - Keflavík 89-85 | Njarðvík vann án Collier og jafnaði einvígið Njarðvík er búið að jafna metin í einvíginu gegn Keflavík í Subway-deild kvenna í körfuknattleik. Njarðvík vann 89-85 sigur á heimavelli sínum í kvöld eftir spennandi leik. Körfubolti 6. apríl 2023 22:10
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 72-50 | Valur vann og Haukar komnir með bakið upp að vegg Valskonur komust í 2-0 í einvígi sínu við Hauka í undanúrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta með sannfærandi 72-50 sigri í leik liðanna í Origo-höllinni á Hlíðarenda í kvöld. Körfubolti 6. apríl 2023 19:58
Nýtt rapplag fyrir Njarðvík og bolir til heiðurs goðsögn félagsins Njarðvíkingar ætla sér stóra hluti í úrslitakeppni Subway-deildar karla í körfubolta sem hefst í kvöld. Þeir geta hlustað á nýtt Njarðvíkurlag til að koma sér í gírinn og sérstakir bolir til heiðurs Loga Gunnarssyni eru einnig komnir í umferð. Körfubolti 4. apríl 2023 16:00
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Njarðvík 74-64 | Deildarmeistararnir byrja undanúrslitin á sigri Keflavík byrjaði einvígi Reykjanesbæjar á sigri í fyrsta leik gegn Njarðvík í undanúrslitum Subway-deildar kvenna. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Keflavík var töluvert betri í seinni hálfleik og vann að lokum tíu stiga sigur 74-64. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. Körfubolti 3. apríl 2023 23:35
„Talaði um það síðustu þrjár vikur að svarið gegn Keflavík væri boltahreyfing“ Njarðvík tapaði fyrir Keflavík í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar kvenna. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var svekktur eftir tíu stiga tap 74-64 í Blue-höllinni. Sport 3. apríl 2023 22:40
„Ekki einu sinni 20 stigum undir“ Kiana Johnson skoraði mest allra í naumum sigri Vals á Haukum á Ásvöllum í kvöld. Leikurinn var fyrsti leikur liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Subway deildar kvenna. Körfubolti 3. apríl 2023 21:38
Umfjöllun: Haukar - Valur 71-73 | Ótrúlegur viðsnúningur Vals sem er komið yfir í einvíginu Valur vann frækinn sigur á Haukum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta. Haukar misstu niður 20 stiga forskot og enduðu á að tapa eftir framlengdan leik. Körfubolti 3. apríl 2023 20:15
„Fólk er að missa sig af spennu“ Það ríkir mikil eftirvænting fyrir kvöldinu í Reykjanesbæ en þá byrjar undanúrslitaeinvígi Keflavíkur og Njarðvíkur í Subway-deild kvenna í körfubolta. Þarna mæta nýkrýndir deildarmeistarar ríkjandi Íslandsmeisturum. Körfubolti 3. apríl 2023 15:00
Stjarnan og Þór upp í Subway-deildina Stjarnan og Þór Ak. tryggðu sér sæti í Subway-deild kvenna í gær. Þór hefur ekki átt lið í efstu deild í 45 ár. Körfubolti 3. apríl 2023 14:30
Dóttir Loga Gunnars að spila í meistaraflokki á sama tíma og hann Logi Gunnarsson er enn að spila í efstu deild þátt að hann sé á 42. aldursári. Það þýðir að fjölskyldan náði merkilegum tímamótum í þessari viku. Körfubolti 30. mars 2023 15:31
Öskruðu á hvort annað í leikhléi Njarðvíkur: „Vont að horfa á þetta“ Fólki var heitt í hamsi í leikhléi sem Njarðvík tók í leiknum gegn Val í lokaumferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í gærkvöld, eins og sjá mátti í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport. Körfubolti 30. mars 2023 13:31
Finnst þetta vera vanmetinn titill Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari liðs Keflavíkur í Subway-deild kvenna í körfuknattleik, virtist nokkuð sáttur eftir sigur síns liðs á Fjölni, 90-64, í lokaumferð deildarinnar fyrr í kvöld, þegar hann ræddi við fréttamann Vísis. Körfubolti 29. mars 2023 22:30
Rúnar um undanúrslitin: „Það verður stríð um Reykjanesbæ sem enginn má missa af“ „Tilfinningin er rosalega góð,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir magnaðan sigur gegn Val í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Lokaumferðin fór fram og sigur Njarðvíkur, sá 7. í röð, sendi Val niður í 3. sætið. Íslandsmeistarar Njarðvíkur koma þar á eftir og eru á leið í úrslitakeppni Subway-deildarinnar ásamt Keflavík, Haukum og Val. Körfubolti 29. mars 2023 22:01
Haukar upp í annað sætið eftir stórsigur á Breiðabliki Haukar ljúka leik í Subway-deild kvenna í körfubolta í 2. sæti eftir stórsigur á Breiðabliki í kvöld. Á sama tíma tapaði Valur heima fyrir Njarðvík. Þá vann ÍR aðeins sinn þriðja sigur á leiktíðinni þegar Grindavík kom í heimsókn. Körfubolti 29. mars 2023 21:46
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Njarðvík 73-79 | Ótrúlegur viðsnúningur á Hlíðarenda Íslandsmeistarar Njarðvíkur hafa nú unnið sjö leiki í röð eftir frábæran sigur á Val að Hlíðarenda í lokaumferð Subway-deildar kvenna. Valur leiddi framan af en ótrúlegur viðsnúningur undir lok leiks sneri taflinu við. Körfubolti 29. mars 2023 21:05
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Fjölnir 90 - 64 | Innsigluðu deildarmeistaratitilinn með þægilegum sigri Keflavík og Fjölnir mættust í lokaumferð Subway deildar kvenna í körfubolta fyrr í kvöld á heimavelli fyrrnefnda liðsins í Blue-höllinni. Eftir jafnan fyrri hálfleik stigu heimakonur á bensíngjöfina í seinni hálfleik og unnu nokkuð þægilegan sigur 90-64. Keflvíkingar enduðu í efsta sæti deildarinnar og fengu afhentan deildarmeistarabikarinn eftir leik. Körfubolti 29. mars 2023 20:55
Valsmenn gengu út af þingi: „Miklar líkur á að við förum illa með þetta frelsi“ „Það eru rosalega miklar líkur á því að við [í körfuknattleikshreyfingunni] förum illa með þetta frelsi,“ segir Grímur Atlason, stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild Vals, um nýsamþykktar breytingar á reglum um erlenda leikmenn í íslenskum körfubolta. Körfubolti 28. mars 2023 11:31