Rússíbani sem fer alla leið í oddaleik Baráttan um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta hefst á Ásvöllum í dag þegar deildarmeistarar Hauka taka á móti Íslands- og bikarmeisturum Snæfells. Körfubolti 16. apríl 2016 07:00
Gerðist síðast fyrir sjö árum síðan Bæði karla- og kvennalið Hauka munu spila um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í ár eftir að meistaraflokkar félagsins tryggðu sér sigur í undanúrslitaeinvígum sínum á mánudags- og þriðjudagskvöld. Körfubolti 13. apríl 2016 10:15
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Grindavík 74-39 | Haukar flugu í úrslit Haukar unnu í kvöld Grindavík, 74-39, í oddaleik liðanna um laust sæti í úrslitaeinvígi Dominos-deild kvenna. Grindvíkingarnir unnu fyrstu tvo leikina í einvíginu en þá svöruðu Haukar með þremur sigrum í röð. Leikurinn í kvöld fór fram að Ásvöllum í Hafnafirði og var aldrei spennandi. Körfubolti 11. apríl 2016 21:00
Helena með þrennu að meðaltali í oddaleikjum Helena Sverrisdóttir spilaði tvo oddaleiki með Haukum áður en hún fór út í nám en þeir voru báðir á móti Stúdínum og báðir á Ásvöllum. Körfubolti 11. apríl 2016 17:00
Sigrún að fara að spila oddaleik með fjórða félaginu Sigrún Sjöfn Ámundadóttir verður í stóru hlutverki í kvöld þegar Grindavíkurstelpur heimsækja deildarmeistara Hauka á Ásvelli í hreinum úrslitaleik um sæti í lokaúrslitum Domino´s deildar kvenna í körfubolta. Körfubolti 11. apríl 2016 15:30
Fagnar uppgangi uppeldisfélagsins Á sama tíma og Grindavík og Haukar áttust við í Röstinni á föstudagskvöldið tryggði Skallagrímur sér sæti í efstu deild í fyrsta sinn í 40 ár, eftir sigur á KR. Körfubolti 11. apríl 2016 06:30
Teljum okkur geta farið alla leið Grindavíkurkonur komu mörgum á óvart með því að komast í 2-0 gegn Haukum. Síðustu tveir leikir hafa hins vegar ekki farið vel hjá þeim gulu og þeirra bíður því oddaleikur á Ásvöllum í kvöld. Körfubolti 11. apríl 2016 06:00
Enginn leikmaður Skallagríms var fæddur þegar liðið var síðast uppi | Myndir Fjörtíu ára bið Skallagríms lauk á föstudagskvöldið. Körfubolti 10. apríl 2016 16:57
Skallagrímur aftur í deild þeirra bestu eftir 40 ára bið Skallagrímur tryggði sér í kvöld sæti í Domino's deild kvenna á næsta ári með sigri á KR, 56-67, í umspili um sæti í efstu deild að ári. Körfubolti 8. apríl 2016 21:42
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík Haukar 60-63 | Haukar nældu sér í sögulegan oddaleik Haukar unnu virkilega öflugan sigur á Grindavík í kvöld og jöfnuðu þar með metin í einvíginu, 2-2. Körfubolti 8. apríl 2016 21:30
Sagan ekki með Haukakonum í kvöld: Aðeins átta prósent liðanna hafa komist í oddaleik Deildarmeistarar Hauka spila fyrir lífi sínu annan leikinn í röð í kvöld þegar Haukakonur heimsækja Grindavík í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Domino´s deildar kvenna í körfubolta. Körfubolti 8. apríl 2016 15:30
Frá Havaí í HR og svo til hjálpar Haukum Shanna Dacanay var ásinn uppi í erminni hjá Haukakonum í erfiðri stöðu á móti Grindavík í undanúrslitum Domino's deildar kvenna í körfubolta. Hún er frá Honolúlú, í námi í HR og spilar nú dýrmætar mínútur í úrslitakeppninni m Körfubolti 8. apríl 2016 06:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Grindavík 72-45 | Haukar völtuðu yfir Grindavík Haukar minnkuðu muninn í 2-1 í einvígi liðsins gegn Grindavík í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í kvöld með sigri á heimavelli, 72-45. Körfubolti 5. apríl 2016 21:45
Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Valur 77-71 | Tvíframlengt í Hólminum Snæfell tryggði sér í kvöld sæti í úrslitarimmu Dominos-deildar kvenna eftir dramatískan sigur á Val í Fjárhúsinu í Hólminum. Körfubolti 5. apríl 2016 21:30
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Haukar 85-71 | Grindavík komið í 2-0 Grindavík er komið í 2-0 í einvíginu gegn deildarmeisturum Haukum í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta. Liðið gerði sér lítið fyrir og vann Hauka í Röstinni, 85-71, annan leikinn í röð. Hreint ótrúleg staða. Körfubolti 2. apríl 2016 19:30
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Snæfell 76-83 | Framlenging og mikil spenna á Hlíðarenda Íslandsmeistarar Snæfells komnar í 2-0 forystu í einvíginu og geta komist í úrslitin á þriðjudag Körfubolti 2. apríl 2016 16:30
Bara einn deildarmeistari hefur komið til baka eftir tap í fyrsta leik Deildarmeistarar Hauka í Domino´s deild kvenna í körfubolta byrjuðu úrslitakeppnina á tapi á heimavelli á móti Grindavík á miðvikudagskvöldið. Það hefur ekki gerst oft að deildarmeistararnir misstígi sig í fyrsta leik. Körfubolti 2. apríl 2016 08:00
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Haukar - Grindavík 58-61 | Grindavík skellti deildarmeisturunum Grindavík kom öllum á óvart og náði að stela heimavallarréttinum af Haukum með 61-58 sigri á útivelli í fyrsta leik undanúrslitaeinvígis liðanna í Dominos-deild kvenna í kvöld. Körfubolti 30. mars 2016 22:45
Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Valur 69-62 | Snæfell með nauman sigur í háspennu leik Íslandsmeistarar Snæfells þurftu heldur betur að hafa fyrir sigrinum þegar þær komust í 1-0 á móti Val í fyrsta leik liðanna í undanúrslitaeinvígi liðanna í úrslitakeppni Domino´s deildar kvenna. Körfubolti 30. mars 2016 22:00
Körfuboltakvöld: Upphitun fyrir úrslitakeppni kvenna Úrslitakeppnin í Dominos-deild kvenna hefst í kvöld og Körfuboltakvöld hitar upp fyrir úrslitakeppnina. Körfubolti 30. mars 2016 16:15
Stelpurnar fara af stað í kvöld Úrslitakeppni Domino's deildar kvenna hefst í kvöld með tveimur leikjum, annar er á heimavelli deildarmeistara Hauka (á móti Grindavík) en hinn á heimavelli bikarmeistara Snæfells (á móti Val). Báðir leikir hefjast kl. 19.15. Körfubolti 30. mars 2016 06:30
NBA-leikmaðurinn skráði sig í HeForShe Pétur Guðmundsson, eini Íslendingurinn sem hefur spilað í NBA-deildinni í körfubolta, var sérstakur heiðursgestur á kynningarfundi fyrir úrslitakeppnina í Domino´s deild kvenna sem fram fór í dag. Körfubolti 23. mars 2016 15:30
Helena og Ingi Þór best Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, og Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, fengu í dag viðurkenningu fyrir að vera besti leikmaður og besti þjálfari seinni hluta Dominos-deildar kvenna. Körfubolti 23. mars 2016 12:45
Pálína deildarmeistari í 200. sigurleiknum sínum Pálína Gunnlaugsdóttir og félagar hennar í Haukum tryggðu sér í gær deildarmeistaratitilinn og heimavallarétt út úrslitakeppnina með sigri á Hamar í lokaumferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta í gær. Körfubolti 23. mars 2016 11:45
Hefur aldrei áður gerst í sögu úrslitakeppni kvennakörfunnar Keflavíkurkonum tókst ekki að tryggja sér sæti í úrslitakeppni kvenna í körfubolta í gærkvöldi því tap á heimavelli á móti Grindavík þýddi að Grindavíkurkonur höfðu tekið fjórða og síðasta sætið í úrslitakeppni Domino´s deildar kvenna í ár. Körfubolti 23. mars 2016 09:30
Ingvar: Við erum tilbúin í úrslitakeppnina Þjálfari nýkrýndra deildarmeistari Hauka segir að spennustigið hafi verið hátt fyrir leikinn gegn Hamar í kvöld. Körfubolti 22. mars 2016 22:02
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Grindavík 77-84 | Grindavík í úrslitakeppnina Keflavík missir af sinni fyrstu úrslitakeppni í áraraðir. Körfubolti 22. mars 2016 22:00
Helena: Mjög gott eftir alla dramatíkina Helena Sverrisdóttir segir að allir leikmenn hafa náð að stíga upp eftir að Chelsie Schweers fór frá Haukum, sem urðu deildarmeistarar í kvöld. Körfubolti 22. mars 2016 21:48
Domino's-deild kvenna: Haukar deildarmeistarar 2016 Hristu seigt lið Hvergerðinga af sér í fjórða leikhluta. Helena Sverrisdóttir náði frábærri þrennu. Körfubolti 22. mars 2016 20:54
Chelsea tók heilmikið frá mér og öllu liðinu Pálína Gunnlaugsdóttir segir að allt dramað í kringum Haukana í vetur hafi styrkt liðið. Körfubolti 22. mars 2016 06:00