Bónus-deild kvenna

Bónus-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Siggi Ingimundar þjálfar ekki áfram í Keflavík

    Sigurður Ingimundarson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Keflavíkur í Dominos-deild kvenna, verður ekki áfram þjálfari meistaraflokka Keflavíkur en hann þjálfaði einnig karlaliðið síðasta vetur. Þetta staðfesti hann við karfan.is í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Justin og Pálína valin best annað árið í röð

    Justin Shouse, leikmaður bikarmeistara Stjörnunnar og Pálína Gunnlaugsdóttir, fyrirliði Íslands- og bikarmeistara Keflavíkur, voru í kvöld valin leikmenn ársins í Dominos-deildum karla og kvenna á lokahófi KKÍ sem fram fór í Laugardalshöllinni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Keflavík 75-65 | 1-1 í einvíginu

    KR vann frábæran sigur, 75-65, á Keflavík í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn og jafnaði þar með einvígið 1-1. Sigrún Sjöfn Ámundardóttir gerði 19 stig fyrir KR og átti frábæran leik. Pálína Gunnlaugsdóttir og Jessica Ann Jenkins voru einu leikmenn Keflavíkur sem léku á pari en þær gerðu báðar 19 stig.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Kvartanir KR-inga hlægilegar

    Í kvöld fer fram annar leikur KR og deildarmeistara Keflavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta kvenna. Keflavík er með 1-0 forystu eftir sigur á heimavelli um helgina en leikurinn fer fram í vesturbæ Reykjavíkur í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Dansa Erla og Marín í hálfleik í kvöld?

    Erla Reynisdóttir og Marín Rós Karlsdóttir, margfaldir Íslandsmeistarar með Keflavík og núverandi aðstoðarþjálfarar kvennaliðs félagsins, hafa aftur heitið á stuðningsmenn Keflavíkur fyrir stórleik kvöldsins. Nú tala þær um að dansa í hálfleik mæti yfir 500 manns á leikinn en þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Keflavíkur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Alltaf í lokaúrslitum

    Sverrir Þór Sverrisson er búinn að koma liði í úrslit á fimm fyrstu tímabilum sínum sem þjálfari í meistaraflokki. Hann er þjálfari karlaliðs Grindavíkur sem komst í úrslit á fimmtudagskvöldið eftir sigur á KR-ingum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Allt jafnt í fyrsta sinn í sex ár

    Keflavík og Snæfell jöfnuðu í gær undanúrslitaeinvígi sín í úrslitakeppni Dominos-deildar kvenna sem þýðir að staðan er nú 1-1 í öllum fjórum undanúrslitaeinvígunum í Dominos-deild karla og kvenna.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Snæfell vann í háspennuleik

    Snæfell jafnaði í dag metin gegn KR í undanúrslitarimmu liðanna í úrslitakeppni Domino's-deildar kvenna með naumum sigri, 61-59, í æsispennandi leik.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflavík jafnaði metin

    Keflavík vann í dag átta stiga sigur á Val, 82-74, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Domino's-deild kvenna. Þar með er staðan í rimmu liðanna jöfn, 1-1.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    McCullum og Finnur Freyr best

    Úrvalslið seinni hluta deildarkeppninnar í Domino's-deild kvenna var tilkynnt í gær. Shannon McCullum var valin besti leikmaðurinn og Finnur Freyr Stefánsson besti þjálfarinn. Bæði koma úr KR.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Shannon og Finnur best

    Úrvalslið seinni hluta tímabilsins í Domino's-deild kvenna var tilkynnt í dag en lið KR átti bæði besta leikmanninn og besta þjálfarann.

    Körfubolti