Bónus-deild kvenna

Bónus-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Unnur Tara: Betra liðið tók þetta að lokum

    „Þetta er ólýsanlegt. Ég er mjög ánægð hvernig við komum til baka í þriðja leikhluta og æðislegt að klára þetta dæmi hér í kvöld," sagði Unnur Tara Jónsdóttir, leikmaður KR, eftir að KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta kvenna.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Tröllatvenna Juliu vó þungt er Hamar tryggði sér oddaleik

    Hamar vann 81-75 sigur á KR í fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna í frábærum leik í Hveragerði í dag. KR gat orðið Íslandsmeistari með sigri en nú fer Íslandsbikarinn örugglega á loft á þriðjudaginn þar sem liðin spila hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Unnur Tara aðeins einu stigi frá stigameti Íslendings

    KR-ingurinn Unnur Tara Jónsdóttir átti frábæran leik í 83-61 sigri KR á Hamar í DHL-höllinni í gær í þriðja leik um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna. Unnur Tara skoraði 33 stig í leiknum og hitti úr 13 af 19 skotum sínum sem er mögnuð skotnýting í svona mikilvægum leik.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Benedikt: Bættum vörnina í seinni hálfleik

    Benedikt Guðmundsson, þjálfari kvennaliðs KR, er ekki byrjaður að fagna þó liðið sé komið í bílstjórasætið í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. KR vann Hamar örugglega í kvöld og er komið í 2-1 í einvíginu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Sagan segir að sigurvegarinn í DHL-höllinni í kvöld verði meistari

    KR og Hamar mætast í kvöld þriðja leik sínum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna. Leikurinn fer fram í DHL-höll þeirra KR-inga og hefst klukkan 19.15. Staðan í einvíginu er 1-1 eftir að útiliðin hafa unnið tvo fyrstu leikina og skipts á því að rústa hvoru öðru í frákastabaráttunni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR-konur unnu sannfærandi sigur í Hveragerði og jöfnuðu einvígið

    KR-konur unnu til baka heimavallarréttinn með sannfærandi tólf stiga sigri á Hamar, 69-81 í öðrum leik liðanna í lokaúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deild kvenna í körfubolta í Hveragerði í kvöld. Staðan er þar með 1-1 í einvíginu en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður Íslandsmeistari.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hamar vann deildarmeistara KR örugglega í DHL-höllinni

    Hamar vann þrettán stiga sigur á deildarmeisturum KR, 92-79, í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna en spilaði var í DHl-höllinni, heimavelli KR. Kristrún Sigurjónsdóttir átti frábæran leik með Hamar, skoraði 27 stig og gaf 7 stoðsendingar.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hamarskonur í lokaúrslitin í fyrsta sinn í sögu félagsins

    Hamarskonur tryggði sér sæti í lokaúrslitum Iceland Express deildar kvenna eftir 93-81 sigur á Keflavík í hreinum úrslitaleik liðanna í Hveragerði en þetta var fimmti leikur liðanna í undanúrslitum. Keflavík var 2-1 yfir í einvíginu en Hamar tryggði sér sigur með sigur í tveimur síðustu leikjunum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hamar og Keflavík mætast í tíunda sinn í vetur - oddaleikur í kvöld

    Hamar og Keflavík mætast klukkan 19.15 í kvöld í Hveragerði í hreinum úrslitaleik um sæti í lokaúrslitum Iceland Express deildar kvenna í körfubolta. Hamar tryggði sér oddaleik á heimavelli með 91-48 sigri í Keflavík í síðasta leik en Keflavík hafði þá unnið tvo leiki í röð. Sigurvegari kvöldsins mætir KR í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hamarsstúlkur fóru létt með Keflavík

    Keflavíkurstúlkur voru rassskeltar af Hamarsstúlkum er liðin mættust í Toyota höllinni í kvöld. Hamar sigraði sannfærandi 48-91 og er nú ljóst að spilaður verður hreinn og beinn úrslitaleikur um hvort liðið fer í úrslitaleikinn og mætir KR.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Birna: Ég vona að við höldum svona áfram

    Birna Valgarðsdóttir, fyrirliði Keflavíkur, átti flottan leik í Hveragerði í kvöld þegar Keflavík komst í 2-1 undanúrslitaeinvígi sínu á móti Hamar í úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna. Birna var með 25 stig, 12 fráköst og 8 fiskaðar villur í 103-101 sigri í framlengingu.

    Körfubolti