Páll um bæturnar: „Svo himinhrópandi að þetta tekur eiginlega engu tali“ Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segist skilja reiði fólks varðandi samanburð á bótagreiðslu ríkisins vegna brots á jafnréttislögum annars vegar og dauða ungabarns vegna mistaka hins vegar. Innlent 27. janúar 2020 17:41
Sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn leikskólabarni eftir sýknu í héraði Landsréttur hefur snúið við dómi úr héraðsdómi og dæmt karlmann í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stúlku á leikskólaaldri, dóttur þáverandi sambýliskonu sinnar. Innlent 27. janúar 2020 16:44
Dómur yfir yfirmanni sem áreitti 17 ára stúlku mildaður Dráttur sem varð á meðferð málsins varð til þess að dómur yfir manninum var mildaður. Innlent 24. janúar 2020 21:34
Kvaðst ekki hafa vitað að stúlkan væri þrettán ára Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær rúmlega tvítugan karlmann af ákæru um kynferðisbrot gegn þrettán ára stúlku. Innlent 24. janúar 2020 08:58
Kræsingar, áður Gæðakokkar, fengu 112 milljónir frá MAST Fyrirtækið Kræsingar í Borgarnesi, sem áður hét Gæðakokkar, hefur fengið 112 milljónir króna í bætur frá Matvælastofnun vegna nautabökumálsins svokallaða. Innlent 24. janúar 2020 07:13
„Í svona máli þá bæta peningar aldrei neitt“ Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður hjóna, sem fá milljónir í bætur í ríkinu vegna alvarlegra mistaka sem gerð voru á fæðingardeild Landspítalans sem leiddu til þess að nýfæddur sonur þeirra lést, segir upphæð bótanna byggða á tíu ára gömlu dómafordæmi Hæstaréttar í sambærilegu máli. Innlent 23. janúar 2020 13:15
Vilhjálmur segir Reyni engin efni hafa á því að vera hörundsár Aðameðferð í máli Reynis Traustasonar gegn Arnþrúði Karlsdóttur. Innlent 23. janúar 2020 10:35
Gunnlaugur höfðar mál á hendur Borgarbyggð Fyrrverandi sveitarstjóri Borgarbyggðar hefur höfðað mál á hendur sveitarfélaginu vegna uppgjörs á óteknu orlofi og launum samkvæmt ráðningarsamningi. Þar að auki verður krafist bóta vegna uppsagnar sem hann vill meina að hafi varið ólögleg. Innlent 23. janúar 2020 08:43
Fá fimm milljónir í bætur frá ríkinu vegna andláts barns síns Dauði nýfædds drengs á fæðingardeild Landspítalans var rakinn til vanrækslu starfsfólks spítalans. Innlent 22. janúar 2020 18:37
Lögreglumaður ákærður fyrir líkamsárás eftir að hafa farið offari við handtöku Lögreglumaður hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og brot í starfi eftir að hafa farið offari við handtöku á síðasta ári. Lögmaður brotaþola hefur áhyggjur af því að vinnubrögð við handtökuna þyki eðlileg innan lögreglunnar. Innlent 21. janúar 2020 18:45
Úr gæsluvarðhaldi í farbann vegna andlátsins í Úlfarsárdal Karlmaður á fimmtugsaldri sem var handtekinn eftir að maður lést í Úlfarsárdal í desember verður látinn laus úr gæsluvarðhaldi en sætir farbanni til 13. febrúar. Innlent 21. janúar 2020 17:35
Neitar að sitja undir því að mega heita morðingi og raðfréttafalsari Aðalmeðferð í máli Reynis Traustasonar á hendur Arnþrúði Karlsdóttur í vikunni. Innlent 21. janúar 2020 15:25
554 bíða eftir að hefja afplánun Meðalbiðtími eftir afplánun var hátt í tuttugu mánuðir í fyrra og er það lengsti meðalbiðtími eftir afplánun síðustu tíu ár. Innlent 21. janúar 2020 11:03
Engilbert játaði og þarf að greiða 58 milljóna sekt Engilbert Runólfsson, verktaki á Akranesi, sem ákærður var fyrir stórfelld skattsvik og peningaþvætti í sumar, játaði brot sín fyrir Héraðsdómi Vesturlands. Hann þarf að greiða 58 milljóna sekt innan fjögurra vikna, ella sæta fangelsi í eitt ár. Viðskipti innlent 21. janúar 2020 09:30
Aðalmeðferð í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar Þrír eru ákærðir í málinu fyrir að hafa reynt að smygla sextán kílóum af sterku kókaíni til landsins í maí í fyrra. Innlent 17. janúar 2020 19:32
Máli Wiktoriu gegn Hatara vísað frá dómi Landsréttur staðfesti þar með úrskurð héraðsdóms. Innlent 16. janúar 2020 19:09
Reykjavíkurborg áfrýjar dómi í Shaken Baby-máli Héraðsdómur sagði Barnavernd Reykjavíkur hafa brugðist skyldum sínum gagnvart fjölskyldunni. Var fjögurra manna fjölskyldunni dæmdar samtals átta milljónir króna í bætur. Innlent 16. janúar 2020 17:01
Zuism endurgreiddi innan við 5% sóknargjalda og lánaði tengdum aðilum milljónir Í ársreikningi fyrir árið 2017 sem forstöðumaður Zuism skrifaði undir kemur fram að félagið hafi lánað tengdum aðilum níu milljónir króna. Innlent 16. janúar 2020 09:15
Þarf að greiða karlmanni sem lamaðist níutíu milljónir í skaðabætur Vátryggingarfélag Íslands var í dag dæmt til að greiða karlmanni rúmlega 91 milljón króna í bætur auk dráttarvaxta. Maðurinn hlaut mænuskaða í umferðarslysi í mars árið 2012. Innlent 16. janúar 2020 06:00
Zúistar fá ekki milljónir króna frá íslenska ríkinu Íslenska ríkið hefur verið sýknað af kröfu trúfélagsins Zuism um vangoldin sóknargjöld til félagsins. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á tólfa tímanum. Málskostnaður var felldur niður. Forsvarsmenn trúfélagsins voru ekki viðstaddir dómsuppkvaðninguna. Innlent 15. janúar 2020 11:55
Á rétt á bótum vegna líkamstjóns eftir að hafa komið með bíl í ljósaperuskipti Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt bótaskyldu Vátryggingafélags Íslands gagnvart manni sem rotaðist eftir að hann féll niður í gryfju á smurstöð og hlaut meiðsli. Maðurinn hafði komið með bílinn á smurstöðina til að láta skipta um ljósaperu í framljósi bíls hans. Innlent 14. janúar 2020 17:51
Þrjátíu daga fangelsi fyrir að taka myndir af konu í sturtu Þá var manninum gert að greiða konunni miskabætur. Innlent 14. janúar 2020 17:48
Jón Gerald þarf að greiða þrotabúinu tæpar tólf milljónir Landsréttur staðfesti í dag niðurstöðu héraðsdóms Reykjaness að rifta skuli þremur greiðslum sem lágvöruverslunin Kostur greiddi Nordica Inc. eftir kröfu um gjaldþrotaskipti. Viðskipti innlent 10. janúar 2020 23:07
Þvertók fyrir nauðgun en trúði samt ekki hvað hann hafði gert vinkonu sinni Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga vinkonu sinni aðfaranótt sunnudagsins 21. janúar 2018. Vinkonan hafði farið heim með fyrrverandi pari að loknu þorrablóti og voru þau öll undir áhrifum. Innlent 9. janúar 2020 15:04
Í gæsluvarðhald grunaður um hnífstunguárás Karlmaður á miðjum aldri, sem var handtekinn í íbúð fjölbýlishúss í Garðabæ á laugardagskvöld eftir að tilkynning barst um alvarlega líkamsárás, var í fyrradag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 17. janúar Innlent 7. janúar 2020 15:46
Segir það skjóta skökku við að dæmdur barnaníðingur haldi forsjá barns Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur metið það svo að 13 ára barni manns, sem dæmdur var fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn öðrum börnum sínum, stafi engin hætta af því að búa með föður sínum. Lögfræðingur móðurinnar segir það skjóta skökku við að dæmdur barnaníðingur haldi forsjá barns. Innlent 5. janúar 2020 19:38
Breytir dómkröfunni í samræmi við innborgun ríkisins Ragnar Aðalsteinsson lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, eins þeirra sem sýknaðir voru af ákæru í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segir að bætur í málinu sem von er á frá ríkinu á grundvelli nýrra laga breyti ekki málarekstrinum. Innlent 3. janúar 2020 14:00
Bræður fengu fjögurra og fimm ára fangelsi fyrir umfangsmikið kókaínsmygl Georgian-Alian Sarban og Sorin Sarban, bræður frá Rúmeníu, hafa verið dæmdir í fjögurra og fimm ára fangelsi fyrir innflutning á fimm og hálfu kílói af kókaíni í september síðastliðnum. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Innlent 3. janúar 2020 13:40
Bræður og eldri borgari svara fyrir umfangsmikil skattsvik Þrír bræður á sextugsaldri búsettir í Reykjavík og karlmaður á áttræðisaldri á Ísafirði eiga að mæta fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í næstu viku til að svara fyrir ákæru um meiriháttar skattsvik í sex fyrirtækjum. Innlent 3. janúar 2020 10:20
Dómarar við Landsrétt fjalla áfram um gæsluvarðhaldskröfu lögreglu á morgun Landréttur hefur ekki komist að niðurstöðu vegna úrskurðar héraðsdóms Reykjavíkur um að hafna gæsluvarðhaldi yfir Kristjáni Gunnari Valdimarssyni sem grunaður er um kynferðis- og ofbeldisbrot gegn þremur konum. Úrskurðar er að vænta í fyrsta lagi á morgun. Innlent 2. janúar 2020 19:00