Von á niðurstöðu í málinu í dag: Mótfallinn lokuðu þinghaldi enda mál sem á „erindi til þjóðarinnar“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. apríl 2021 12:36 Jón Magnússon, lögmaður. VÍSIR Jón Magnússon, lögmaður var mjög mótfallinn lokuðu þinghaldi í máli um sóttkvíarhótel. Hann telur málefnið eiga erindi til þjóðarinnar og segir það mikilvægt innlegg í lýðræðislega umræðu. Málflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli þeirra sem látið hafa reyna á lögmæti þess að vera skikkaðir til að sæta sóttkví á sóttvarnarhóteli lauk í gær. Þinghald var lokað í málinu vegna persóuupplýsinga þegar þrjár kröfur gesta hótelsins voru teknar fyrir. Jón Magnússon, lögmaður tveggja gesta var mótfallinn lokuðu þinghaldi. „Ég taldi að þarna væri um málefni að ræða sem ætti erindi til þjóðarinnar. Fólk ætti að fá að fylgjast með og geta áttað sig á þeim röksemdum sem væru færð fram bæði af hálfu sóttvarnalæknis og þeirra aðila sem kæra þessa niðurstöðu. Mér finnst þetta mjög mikilvægt innlegg í lýðræðislega umræðu í þjóðfélaginu í jafn mikilvægu máli og ég var algjörlega mótfallinn að loka þinghaldinu,“ sagði Jón Magnússon, lögmaður. Jón segir ámælisvert hversu langan tíma málið hefur tekið. Var eitthvað sem kom þér á óvart? „Nei ekki annað en það fyrst og fremst hvað embætti sóttvarnalæknis virtist vera algjörlega óviðbúið að slíkt mál kæmi upp. Það kom mér verulega á óvart. Það tekur embættið tæpa tvo sólarhringa að ganga frá málum í því horfi sem hefði átt að gera strax frá því að fólkið lýsti því yfir að það sætti sig ekki við þessa niðurstöðu,“ sagði Jón. „En það er ekki fyrr en lögmenn aðila fara að gera skurk í málinu sem einhver hreyfing verður á. Fólk er bjargarlaust og fær engar upplýsingar varðandi kærumöguleika eða annað og þetta er mjög ámælisvert.“ Hann segir líðan umbjóðenda sinna eftir atvikum. „Fólki í sjálfu sér líður ekkert illa það er hins vegar frelsissvipt og hefur ekki möguleika til þess að gera hluti. Það getur ekki notið útivistar, það fær ekki ferskt loft. Það eru ekki opnaðir gluggar á herbergjunum.“ Þá segir hann sérstaklega ámælisvert að fólk fái ekki fara út undir bert loft. „Þarna eru um að ræða þær aðstæður að fólk fær ekki að fara út undir bert loft sem er brot á þeim reglum sem gilda varaðandi fólk sem er í nauðungarvistun. Það á rétt á því samkvæmt mannréttindalögum,“ sagði Jón. Lárentsínus Kristjánsson, dómari í málinu sagðist í samtali við fréttastofu vonast til að kveða upp úrskurð í málinu seinna í dag. Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir mæðgurnar beittar ólögmætri nauðungarvistun Lögmaður konu sem dvelur nú á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni segir að um ólögmæta nauðungarvistun sé að ræða og hún geri kröfu um að fá að vera í sóttkví á heimili sínu. 3. apríl 2021 23:06 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn Sjá meira
Málflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli þeirra sem látið hafa reyna á lögmæti þess að vera skikkaðir til að sæta sóttkví á sóttvarnarhóteli lauk í gær. Þinghald var lokað í málinu vegna persóuupplýsinga þegar þrjár kröfur gesta hótelsins voru teknar fyrir. Jón Magnússon, lögmaður tveggja gesta var mótfallinn lokuðu þinghaldi. „Ég taldi að þarna væri um málefni að ræða sem ætti erindi til þjóðarinnar. Fólk ætti að fá að fylgjast með og geta áttað sig á þeim röksemdum sem væru færð fram bæði af hálfu sóttvarnalæknis og þeirra aðila sem kæra þessa niðurstöðu. Mér finnst þetta mjög mikilvægt innlegg í lýðræðislega umræðu í þjóðfélaginu í jafn mikilvægu máli og ég var algjörlega mótfallinn að loka þinghaldinu,“ sagði Jón Magnússon, lögmaður. Jón segir ámælisvert hversu langan tíma málið hefur tekið. Var eitthvað sem kom þér á óvart? „Nei ekki annað en það fyrst og fremst hvað embætti sóttvarnalæknis virtist vera algjörlega óviðbúið að slíkt mál kæmi upp. Það kom mér verulega á óvart. Það tekur embættið tæpa tvo sólarhringa að ganga frá málum í því horfi sem hefði átt að gera strax frá því að fólkið lýsti því yfir að það sætti sig ekki við þessa niðurstöðu,“ sagði Jón. „En það er ekki fyrr en lögmenn aðila fara að gera skurk í málinu sem einhver hreyfing verður á. Fólk er bjargarlaust og fær engar upplýsingar varðandi kærumöguleika eða annað og þetta er mjög ámælisvert.“ Hann segir líðan umbjóðenda sinna eftir atvikum. „Fólki í sjálfu sér líður ekkert illa það er hins vegar frelsissvipt og hefur ekki möguleika til þess að gera hluti. Það getur ekki notið útivistar, það fær ekki ferskt loft. Það eru ekki opnaðir gluggar á herbergjunum.“ Þá segir hann sérstaklega ámælisvert að fólk fái ekki fara út undir bert loft. „Þarna eru um að ræða þær aðstæður að fólk fær ekki að fara út undir bert loft sem er brot á þeim reglum sem gilda varaðandi fólk sem er í nauðungarvistun. Það á rétt á því samkvæmt mannréttindalögum,“ sagði Jón. Lárentsínus Kristjánsson, dómari í málinu sagðist í samtali við fréttastofu vonast til að kveða upp úrskurð í málinu seinna í dag.
Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir mæðgurnar beittar ólögmætri nauðungarvistun Lögmaður konu sem dvelur nú á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni segir að um ólögmæta nauðungarvistun sé að ræða og hún geri kröfu um að fá að vera í sóttkví á heimili sínu. 3. apríl 2021 23:06 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn Sjá meira
Segir mæðgurnar beittar ólögmætri nauðungarvistun Lögmaður konu sem dvelur nú á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni segir að um ólögmæta nauðungarvistun sé að ræða og hún geri kröfu um að fá að vera í sóttkví á heimili sínu. 3. apríl 2021 23:06