

Dómsmál
Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Zuism nýtti sér þekkta veikleika á lögum um trúfélög
Ríkislögreglustjóri varaði við því að ófullnægjandi lög um trú- og lífsskoðunarfélög sköpuðu hættu á að þau væru misnotuð í þágu brotastarfsemi meira en ári áður en stjórnendur Zuism voru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti.

Borgarleikhúsið og Kristín sýknuð af kröfu Atla Rafns í Landsrétti
Landsréttur sýknaði í dag Leikfélag Reykjavíkur og Kristínu Eysteinsdóttur fyrrverandi Borgarleikhússtjóra af kröfu Atla Rafns Sigurðssonar leikara. Héraðsdómur dæmdi stjórn leikfélagsins og Kristínu í fyrra til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar og ærumeiðingar.

Gert að selja íbúðina: Lögregla kölluð til 27 sinnum á níu mánuðum
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í gær upp þann dóm að konu bæri að flytja úr íbúð sinni innan mánaðar og selja hana innan þriggja, vegna grófra og ítrekaðra brota á skyldum sínum gagnvart öðrum íbúum í umræddu fjölbýlishúsi.

Ríkið sýknað af skaðabótakröfu vegna afleiðinga svínaflensusprautu
Íslenska ríkið var í gær sýknað af skaðabótakröfu vegna drómasýki sem stefnandi taldi sig hafa fengið í kjölfar bólusetningar með lyfinu Pandemrix gegn svínaflensunni árið 2009. Einkenni fóru að gera vart við sig í kjölfar sprautunnar og var það niðurstaða sérfræðings í taugalækningum að hann hefði fengið drómasýki og slekjuköst í kjölfar bólusetningarinnar.

Meiðyrðamál smálánarisa gegn Neytendasamtökunum fyrir dómstóla
Munnlegur málflutningur í meiðyrðamáli smálánafyrirtækisins eCommerce gegn Breka Karlssyni og Neytendasamtökunum fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þau ummæli sem deilt er um voru sett fram í tölvupóstsamskiptum og alls fjögur talsins.

Fyrrverandi ritstjóri DV greiðir knattspyrnu- og lögreglumanni bætur
Lilja Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi ritstjóri DV, var í dag dæmd í Héraðsdómi Reykjaness til að greiða fimm hundruð þúsund krónur í miskabætur og 1,7 milljónir króna í málskostnað. Það var vegna fréttar sem miðillinn birti um lögreglumann sem sakaður var um að hafa við embættisstörf slasað ungan mann í febrúar síðastliðnum.

Hafnaði því að hafa vísvitandi leynt góðkynja æxli og fær tíu milljónir
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í byrjun desember tryggingafélagið Líftryggingamiðstöðina, sem heyrir undir TM, til að greiða konu tíu milljónir króna úr sjúkdómatryggingu sem hún var með hjá félaginu.

Mildaðir nauðgunardómar séu afleiðing manneklu
Það gerist reglulega að dómar í kynferðisbrotamálum eru mildaðir í Landsrétti vegna dráttar á málsmeðferð. Þingmaður Viðreisnar segir ástæðuna vera aukinn málafjölda og skort á starfsfólki hjá ákæruvaldinu.

Landsréttur staðfestir frávísun milljarðakröfu Jóns Ásgeirs og Ingibjargar
Landsréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá milljarðakröfu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Ingibjargar Stefaníu Pálmadóttur og 365 miðla hf. gegn Sýn hf., forstjóra þess Heiðari Guðjónssyni og öllum stjórnarmönnum.

Dæmdur fyrir 200 þúsund barnaklámsmyndir eftir brot gegn fötluðum skjólstæðingi
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í síðustu viku karlmann í sex mánaða fangelsi fyrir vörslu á miklu magni barnaníðsefnis. Maðurinn var í júní á þessu ári dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn alvarlega fötluðum skjólstæðingi sínum.

Fær ekki bætur eftir að hann datt ofan í 1,7 metra djúpa gryfju
Vátryggingafélag Íslands var í dag sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfum manns sem hafði í október 2016 runnið ofan í 173 sentímetra djúpa viðgerðargryfju í húsnæði Frumherja, sem hann starfaði hjá, og hlotið af því talsverðan skaða.

Má greiða 6,7 milljóna skuld með 149 stólum
Bitter ehf., rekstraraðila verslunarinnar Parka, er heimilt að greiða andvirði 6,7 milljóna króna skuldar, sem rekja má til stólakaupa Skelfiskmarkaðarins, með því að skila umræddum stólum til þrotabús veitingastaðarins.

Ágúst og Einar neituðu sök og krefjast frávísunar
Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir sem stýra trúfélaginu Zuism neituðu sök í máli héraðssaksóknara gegn þeim við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ágúst Arnar og Einar sæta ákæru fyrir fjársvik og peningaþvætti.

Trúði ekki augum og eyrum við uppsögn eftir 38 ára starf
Fyrrverandi sviðsstjóri veiðiráðgjafarsviðs hjá Hafrannsóknarstofnun segir forstjóra stofnunarinnar hafa framið mannorðsmorð á sér í uppsögnum hjá Hafró í nóvember í fyrra. Hann átti erfitt með að meðtaka uppsögn og framkvæmd hennar eftir tæplega fjörutíu ára starf.

Dómari á launaskrá hjá málsaðila
Synjun Hæstaréttar um áfrýjunarbeiðni Kristins Sigurjónssonar fyrrverandi lektors við Háskólann í Reykjavík hefur verið felld úr gildi. Það var gert vegna þess að einn dómaranna sem afgreiddi synjuninna er einnig kennari við HR.

Notfærði sér fákunnáttu aldraðrar frænku til að ná út 30 milljónum í reiðufé
Landsréttur hefur staðfest dóm yfir konu sem var í héraði fundin sek um að hafa notfært sér einfeldni og fákunnáttu aldraðrar frænku sinnar til að verða sér úti um tugi milljóna króna. Konan hlaut í Héraðsdómi Norðurlands eystra fjögurra mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm í fyrra sem Landsréttur hefur nú staðfest.

Nauðgunardómur mildaður úr tveimur árum í átján mánuði
Landsréttur mildaði í dag dóm yfir manni sem sakfelldur hafði verið í Héraðsdómi Reykjaness í mars 2019 fyrir nauðgun, hótanir og annað ofbeldi. Maðurinn hafði verið dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar en mildaði Landsréttur dóminn í átján mánuði.

Landsréttur sneri við sjö ára dómi fyrir barnaníð
Karlmaður á sextugsaldri sem dæmdur var í sjö ára fangelsi fyrir brot á syni sínum yfir margra ára tímabil hefur verið sýknaður í Landsrétti. Dómur var kveðinn upp í dag og taldi Landsréttur að ákæruvaldinu hefði ekki tekist að færa sönnur á sekt karlmannsins gegn eindreginni neitun hans.

Landsréttur staðfestir að símtal Lilju til Ágústu var nóg
Landsréttur hefur staðfest sýknudóm yfir íslenska ríkinu varðandi skólameistara á Akranesi sem sagt var upp störfum. Ágústa Elín Ingþórsdóttir, skólastjóri Fjölbrautarskóla Vesturlands, taldi að skipunartími hennar hefði framlengst sjálfkrafa til fimm ára þar sem henni hefði ekki verið tilkynnt innan nauðsynlegs fyrirvara að starfið yrði auglýst.

ÍR áfrýjar máli Sigurðar til Landsréttar
Körfuknattleiksdeild ÍR hefur áfrýjað úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu gegn Sigurði Gunnari Þorsteinssyni til Landsréttar.

Dómar styttir yfir mönnum sem nauðguðu unglingsstúlku
Landsréttur hefur mildað dóm yfir tveimur Pólverjum á fertugsaldri sem sakfelldir voru fyrir að hafa nauðgað unglingsstúlku í Reykjavík í febrúar 2017. Lukasz Soliwoda og Tomasz Walkowski fengu tveggja ára fangelsisdóm en höfðu hlotið þriggja ára dóm í héraði.

Áslaug Thelma áfrýjar málinu gegn Orku náttúrunnar
Áslaug Thelma Einarsdóttir hefur áfrýjað dómi héraðsdóms í máli hennar gegn Orku náttúrunnar en það var niðurstaða dómsins að sýkna ON af ásökunum Áslaugar um ólögmæta uppsögn og kynbundinn launamun.

Leynileg upptaka af ólögráða stelpum í Mosfellsbæ
Einstaklingur búsettur í Mosfellsbæ hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir brot gegn blygðunarsemi og barnaverndarlögum. Er honum gefið að sök að hafa að kvöldi föstudags í maí í fyrra á heimili sínu í Mosfellsbæ stillt farsíma sínum upp inni á baðherbergi.

Arnfríður þarf ekki að víkja sæti í málum Vilhjálms
Arnfríður Einarsdóttir landsréttardómari þarf ekki að víkja sæti þegar Landsréttur tekur fyrir tvö meiðyrðamál vegna Hlíðamálsins svokallaða, þrátt fyrir að svo kunni að vera að eiginmaður hennar og mágur hafi lýst yfir neikvæðri afstöðu til Vilhjálms H. Vilhjálmsonar, lögmanns mannanna tveggja sem krefjast skaðabóta frá tveimur konum vegna ummæla þeirra í tengslum við Hlíðamálið.

Tveir eigendur og verkstjóri Plastgerðarinnar ákærðir vegna banaslyss
Þrír menn sem starfa sem yfirmenn í Plastgerð Suðurnesja hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í manndrápi af gáleysi eftir að undirmaður þeirra lést í vinnuslysi í Plastgerðinni í júlí 2017.

Klemmdi annan ökumann á milli vörubíls og sendibíls eftir rifrildi
Ökumaður vörubíls hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa klemmt ökumann sendibíls á milli bílanna tveggja eftir rifrildi ökumannanna á milli. Héraðsdómur telur að bílstjóra vörubílsins hafi þó stafað ógn af hinum ökumanninum.

Eigendur Finnsku búðarinnar þurfa að greiða þrotabúinu milljónir
Eigendur Finnsku búðarinnar sem rekin var í Kringlunni voru í gær dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða þrotabúi búðarinnar um tíu milljónir króna. Um var að ræða greiðslur frá búðinni til eigendanna, sem þær skýrðu m.a. sem vangoldin laun.

Áfrýjar dómi sem gæti kostað ríkið milljarða
Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að áfrýja dómi í máli hjóna sem höfðu betur í dómsmáli gegn Íbúðarlánasjóði. Ríkið segir að þetta sé gert í ljósi þeirra verulegu hagsmuna sem undir séu.

Bílstjórar kröfðust milljóna en þurfa í staðinn að borga 700 þúsund hvor
Héraðsdómur Vestfjarða sýknaði í síðustu viku fyrirtæki á Vestfjörðum af kröfum tveggja fyrrverandi starfsmanna um vangoldin laun. Mennirnir kröfðust milljóna frá fyrirtækinu en sátu á endanum uppi með hundruð þúsunda í málskostnað.

Stjórnendur Zuism ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti
Tveir bræður sem stýra trúfélaginu Zuism hafa verið ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Trúfélagið var á tímabili eitt það fjölmennasta á landinu og hefur þegið tugi milljóna króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda.