Tala látinna hækkar og yfir 200 manns saknað í Kaliforníu Yfirvöld í Kaliforníu segja nú að samtals 31 hafi látist af völdum kjarreldanna sem geisað hafa í ríkinu undanfarna daga. Þá er yfir 200 manns saknað. Erlent 12. nóvember 2018 07:41
Hundruð þúsund Kaliforníubúa flýja verstu kjarrelda í sögu ríkisins Forseti sambands slökkviliðsmanna í Kaliforníu fordæmir hótanir Trump forseta í garð yfirvalda í ríkinu vegna kjarreldanna sem geisa í því norðan- og sunnanverðu. Erlent 10. nóvember 2018 23:05
Mætti ekki til minningarathafnar vegna rigningar Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mætti ekki til minningarathafnar um þá bandaríkjamenn sem létust í fyrri heimsstyrjöldinni. Hvíta húsið segir veðrinu um að kenna. Erlent 10. nóvember 2018 20:16
Atkvæði verða talin aftur á Flórída undir svikabrigslum forsetans Innan við prósentustigi munar á frambjóðendum í ríkisstjóra- og öldungadeildarþingsætiskosningunum á Flórída sem fóru fram á þriðjudag. Erlent 10. nóvember 2018 20:15
Nýr dómsmálaráðherra Trump var stjórnarmeðlimur í fyrirtæki sem svindlaði á fólki „Ég myndi einungis ganga til liðs við fyrsta flokks samtök,“ sagði Whitaker í fréttatilkynningu á sínum tíma. Erlent 9. nóvember 2018 16:51
Greinir frá hjónabandserfiðleikum og að dæturnar hafi fæðst eftir glasafrjóvgun Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjunum, segir frá hjónabandserfiðleikum þeirra Barack Obama í nýrri sjálfsævisögu hennar sem kemur út í dag. Lífið 9. nóvember 2018 15:19
Dómstólar greiða ríkisstjórn Trump tvö þung högg DACA-áætlunin verður að vera áfram í gildi og framkvæmdir við Keystone XL-olíuleiðsluna eru stöðvaðar tímabundið. Erlent 9. nóvember 2018 07:27
Munu ekki geta sótt um hæli í Bandaríkjunum Fólk sem kemur ólöglega yfir suðurlandamæri Bandaríkjanna mun héðan í frá ekki geta sótt um hæli í Bandaríkjunum. Erlent 9. nóvember 2018 06:59
Hvíta húsið sakað um að dreifa breyttu myndbandi Hvíta húsið hefur verið sakað um að dreifa myndbandi sem hefur verið breytt, til að réttlæta það að Jim Acosta, fréttamanni CNN, hafi verið meinað að mæta á fleiri blaðamannafundi. Erlent 8. nóvember 2018 15:30
Washington undirbýr sig fyrir stríð Stjórnmála- og embættismenn í Washington DC undirbúa sig nú fyrir pólitískt stríð í kjölfar yfirtöku Demókrata á fulltrúadeild Bandaríkjaþings og brottreksturs Jeff Sessions, dómsmálaráðherra. Erlent 8. nóvember 2018 12:35
Eftirmaður Sessions hefur örlög Rússarannsóknarinnar í höndum sér Stafandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna er lýst sem hollum Trump forseta. Hann gæti stöðvað eða verulega hamlað rannsókn Roberts Mueller á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Erlent 8. nóvember 2018 07:37
Hvíta húsið bannar fréttamann CNN sem Trump hellti sér yfir Hvíta húsið hefur afturkallað passann sem veitir Jim Acosta, fréttamanni CNN, aðgang að blaðamannafundum í forsetabústaðnum. Erlent 8. nóvember 2018 07:00
Sessions segir af sér að beiðni Trump Jeff Sessions hefur sagt af sér sem dómsmálaráðherra Bandaríkjanna að beiðni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Erlent 7. nóvember 2018 19:59
Trump reifst við fréttamann í beinni: „Þetta er nóg, settu niður hljóðnemann“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Jim Acosta, fréttamaður CNN áttu í snörpum orðaskiptum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu nú fyrir stundu eftir að forsetanum mislíkaði spurningar Acosta, ekki síst eftir að Trump var spurður út í Rússarannsóknina svokölluðu. Erlent 7. nóvember 2018 18:30
„Báðir flokkar fengu það sem þeir gátu búist við“ Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, greinir úrslit bandarísku þingkosninganna sem fram fóru í gær. Erlent 7. nóvember 2018 14:00
Yngst bandarískra kvenna til að taka sæti á þingi Hin 29 ára Alexandria Ocasio-Cortez varð í nótt yngst bandarískra kvenna til að verða kjörin til að taka sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Erlent 7. nóvember 2018 10:11
Sviptingar í ríkisstjórakosningum Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana. Erlent 7. nóvember 2018 09:36
Ted Cruz hafði betur gegn vonarstjörnu Demókrata Repúblikaninn Ted Cruz hafði betur gegn einni helstu vonarstjörnu Demókrata, Beto O'Rourke, í kosningunum til öldungadeildarinnar í Texas í nótt. Erlent 7. nóvember 2018 08:40
Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. Erlent 7. nóvember 2018 08:38
Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. Erlent 7. nóvember 2018 05:45
Í beinni: Nýjustu vendingar í Bandaríkjunum Íbúar Bandaríkjanna ganga nú til kosninga þar sem kjörnir verða 435 þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, 35 öldungadeildarþingmenn af hundrað og 36 ríkisstjórar. Erlent 6. nóvember 2018 22:00
Trump og Fox í eina sæng í kosningabaráttunni "Þau hafa unnið ótrúlegt starf fyrir okkur. Þau hafa verið með okkur frá upphafi,“ sagði Trump og þáttastjórnendur Fox. Erlent 6. nóvember 2018 12:30
Facebook, NBC og Fox hætta að sýna auglýsinguna sem CNN neitaði að birta Samfélagsmiðillinn Facebook og bandarísku sjónvarpsstöðvarnar NBC og Fox News hyggjast hætta sýningum á umdeildri auglýsingu Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Erlent 5. nóvember 2018 23:30
Þóttist styðja Trump og græddi þúsundir dollara Ung stúlka þóttist vera stuðningsmaður Trump og fékk stuðningsmenn Repúblikana til þess að styrkja sig um þúsundir dollara. Lífið 5. nóvember 2018 19:08
Repúblikanar hræddir og Demókratar stressaðir Þingmenn Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings telja Donald Trump, forseta, hafa rænt kosningunum sem fram fara á morgun og vilja að hann dragi úr áróðri sínum varðandi innflytjendur. Erlent 5. nóvember 2018 15:15
Bandaríkjaforseti tekur ekki mark á eigin vísindamönnum Þegar skýrsla bandarísku alríkisstjórnarinnar var borin undir Trump forseta viðurkenndi hann að hann hefði ekki lesið hana. Engu að síður þrætti hann fyrir innihald hennar. Erlent 5. nóvember 2018 09:33
Kínverjar slaka á innflutningstollum Kínverjar ætla að slaka á innflutningstollum sínum og opna efnahagslíf sitt enn meira en þeir hafa lengi verið gagnrýndir fyrir viðskiptahætti sína gagnvart öðrum þjóðum. Erlent 5. nóvember 2018 07:33
Útlit fyrir sigur Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu á morgun í sögulegum kosningum til fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings. Erlent 5. nóvember 2018 07:30
Herða á þvingunum gagnvart Íran Bandaríkjamenn hafa sett enn harðari viðskiptaþvinganir á Íran eftir mikil mótmæli í landinu um helgina sem beindust gegn Bandaríkjunum. Erlent 5. nóvember 2018 07:25
Trump yngri birtir auglýsingu sem CNN neitaði að birta Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í dag auglýsingu á Twitter-síðu sinni sem hann segir CNN hafa neitað að birta. Erlent 3. nóvember 2018 18:11