Myndir frá endalokum Íslands á EM Ísland lék sinn síðasta leik á Evrópumóti karla í körfubolta í dag þegar liðið steinlá fyrir sterku liði Frakklands sem vantaði þó tvo af sínum bestu leikmönnum. Körfubolti 4.9.2025 22:30
Luka skaut Ísrael í kaf Stórstjarnan Luka Dončić sýndi heldur betur hver með valdið fer þegar Slóvenía lagði Ísrael með tíu stiga mun í D-riðli Evrópumóts karla í körfubolta. Sigurinn þýðir að Slóvenía hirðir 2. sætið af Ísrael. Körfubolti 4.9.2025 20:48
EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Síðasti þátturinn af EM í dag á Evrópumóti karla í körfubolta var tekinn upp fljótlega eftir lokaflautið í leik Íslands og Frakklands. Mótið endaði á heljarinnar flengingu en var heilt yfir ánægjulegt. Körfubolti 4.9.2025 16:56
Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði fimmta leiknum sínum í röð á Evrópumótinu í Póllandi en að þessu sinni kom stóri skellurinn sem liðið hafði ekki kynnst hingað til í mótinu. Körfubolti 4. september 2025 13:58
Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Þrátt fyrir að ljóst sé að íslenska karlalandsliðið í körfubolta komist ekki í sextán liða úrslit á EM er engan bilbug á stuðningsmönnum þess að finna. Körfubolti 4. september 2025 11:05
Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Ísland tapaði með fjörutíu stigum í síðasta leiknum á EM. Frakkland fór með afar öruggan 114-74 sigur gegn Íslandi sem hefur lokið leik á mótinu. Körfubolti 4. september 2025 10:03
„Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Strákarnir í landsliðinu kalla hann Jesús en hann heitir Gunnar Már Másson. Hann er hluti af starfsliði íslenska landsliðsins og segir að sitt hlutverk sé að knúsa leikmenn liðsins. Körfubolti 4. september 2025 08:00
Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Almar Orri Atlason hefur notið sín vel á EM karla í körfubolta. Hann kom seint inn í hópinn við skrautlegar aðstæður. Körfubolti 3. september 2025 22:31
Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Úrslitin eru nú ráðin í tveimur af fjórum riðlum á EM karla í körfubolta og ljóst hvaða lið úr A- og B-riðlum mætast í 16-liða úrslitum. Tyrkland og sérstaklega Þýskaland tóku riðlakeppnina með trukki. Körfubolti 3. september 2025 20:50
Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Haukur Helgi Pálsson er stór hluti af hópi og starfsteymi íslenska karlalandsliðsins á EM í körfubolta þrátt fyrir að hafa hrökklast úr hópnum skömmu fyrir mót. Hlutverk hans er þó á reiki. Körfubolti 3. september 2025 20:02
„Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ Landsliðsmaðurinn Styrmir Snær Þrastarson hefur sótt sér mikla reynslu á EM í körfubolta. Mót sem hann mun aldrei gleyma. Körfubolti 3. september 2025 16:31
Tölurnar á bak við hundrað landsleiki Ægis Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfubolta, varð í gær aðeins fimmtándi körfuboltamaðurinn sem nær að spila hundrað landsleiki fyrir Íslands hönd. Sport 3. september 2025 16:00
EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn EM í dag var tekinn upp á hóteli íslenska landsliðsins í Katowice þar sem strákarnir undirbúa sig fyrir lokaleik sinn á Eurobasket. Hann er gegn Frökkum á morgun. Körfubolti 3. september 2025 15:02
Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Martin Hermannsson varð í gær stigahæsti leikmaður Íslands frá upphafi í úrslitakeppni Evrópumótsins í körfubolta. Tryggvi Snær Hlinason sló einnig frákastametið. Körfubolti 3. september 2025 14:33
Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Benedikt Guðmundsson gladdist mjög yfir góðri frammistöðu Martins Hermannssonar í leik Íslands og Slóveníu á EM í körfubolta. Körfubolti 3. september 2025 14:33
Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Ekki verður annað sagt en Tryggvi Snær Hlinason hafi spilað frábærlega með íslenska landsliðinu á EM í körfubolta. Hann er efstur í nokkrum tölfræðiþáttum á mótinu. Körfubolti 3. september 2025 13:02
„Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Aleksej Nikolic, leikmaður slóvenska landsliðsins, og Aleksander Sekulic, þjálfari þess, lofuðu íslenska landsliðið í hástert eftir leik liðanna á EM í gær. Ísland eigi að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM. Körfubolti 3. september 2025 11:30
Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Það hefur verið gaman hjá finnska körfuboltalandliðsinu á Evrópumótinu í körfubolta til þessa en þeir fara aðeins öðruvísi leiðir til að koma sér í gírinn. Körfubolti 3. september 2025 10:32
Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Íslenski miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason hefur átt magnað Evrópumót með íslenska landsliðinu og átt meðal annars hverja troðsluna á fætur annarri. Körfubolti 3. september 2025 09:31
Myndaveisla frá bardaganum við Luka Fjórða tap Íslands á EM karla í körfubolta kom gegn Slóveníu með stórstjörnuna Luka Dončić innanborðs. Körfubolti 2. september 2025 22:47
Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Ítalía er í frábærum málum í C-riðli EM karla í körfubolta eftir mikilvægan sigur á Spáni í kvöld. Frakkland stöðvaði sigurgöngu Póllands í D-riðli. Körfubolti 2. september 2025 20:47
Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Leik lokið. 87-79 fyrir Slóveníu niðurstaðan. Líkt og í byrjun leiks eru það stuðningsmenn Íslands sem standa og kalla á lið sitt á meðan minna fer fyrir öðrum. Dagurinn hófst á gæsahúð og endar á henni sömuleiðis. Körfubolti 2. september 2025 19:01
„Auðvitað er ég svekktur“ „Fannst við aftur eiga góðan leik. Við fengum tækifæri í síðari hálfleik sem við nýttum ekki nægilega vel. Gegn góðu liði eins og Slóveníu þarf maður að nýta slík tækifæri til að halda sér inn í leiknum og gefa sér möguleika á að fara með sigur af hólmi.“ Körfubolti 2. september 2025 18:18
„Verðum að þekkja okkar gildi“ „Væntingastjórnunin var sú að sækja sigur. Við sáum tækifæri til að vinna þennan leik,“ sagði Ægir Þór Steinarsson eftir tap Íslands gegn Slóveníu á Evrópumóti karla í körfubolta. Ægir Þór var að leika sinn 100. A-landsleik. Körfubolti 2. september 2025 18:02