
Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum
Englandsmeistarar Chelsea gerðu óvænt jafntefli við Brighton & Hove Albion í efstu deild kvenna í knattspyrnu. Þá vann Manchester United 2-0 sigur á Leicester City.
Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.
Englandsmeistarar Chelsea gerðu óvænt jafntefli við Brighton & Hove Albion í efstu deild kvenna í knattspyrnu. Þá vann Manchester United 2-0 sigur á Leicester City.
Manchester United kemst ekki í úrslit ensku bikarkeppninnar þriðja árið í röð. Liðið er úr leik eftir tap gegn Fulham í vítaspyrnukeppni.
Danny Welbeck skaut Brighton & Hove Albion í 8-liða úrslit ensku bikarkeppninnar með marki í framlengingu gegn Newcastle United.
Benóný Breki Andrésson skoraði sín fyrstu mörk fyrir enska C-deildarliðið Stockport County þegar það sigraði Blackpool, 2-1, í gær.
Jean-Philippe Mateta, framherji Crystal Palace, er á batavegi eftir að enda upp á spítala eftir stórundarlega tæklingu markvarðarins Liam Roberts þegar Palace lagði Millwall í enska bikarnum í dag. Tæklingin hefði getað stórslasað framherjann og jafnvel endað feril hans.
Englandsmeistarar Manchester City lentu í ákveðnum vandræðum þegar Plymouth Argyle mætti til Manchester í ensku bikarkeppni karla í knattspyrnu. Á endanum vann Man City þó 3-1 sigur. Á endanum vann Man City þó 3-1 sigur. Guðlaugur Victor Pálsson sat allan leikinn á varamannabekk gestanna.
Framherjinn Benóný Breki Andrésson er kominn á blað í ensku C-deildinni. Hann kom inn af bekknum og skoraði bæði mörk Stockport County í 2-1 sigri á Blackpool. Miðvörðurinn Hjörtur Hermannsson var einnig á skotskónum í Grikklandi.
Willum Þór Willumsson var í byrjunarliði Birmingham City sem vann 1-0 sigur á Wycombe Wanderers í toppslag í ensku C-deildinni í dag.
Crystal Palace er komið áfram í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar eftir 3-1 sigur á Milwall í dag. Markvörður gestanna var rekinn af velli snemma leiks fyrir fáránlegt brot.
Þegar Manchester United réð Rúben Amorim var ljóst að liðið var að horfa til framtíðar. Það var hins vegar eflaust búist við betri árangri en hann hefur náð til þessa. Stóra spurningin er hins vegar hvort Portúgalinn hafi bætt lið Rauðu djöflanna á einn eða annan hátt.
Úrvalsdeildarlið Aston Villa er komið í sjöttu umferð ensku bikarkeppninnar eftir 2-0 sigur á Cardiff City sem leikur í ensku B-deildinni.
Wayne Mardle, lýsandi á Sky Sports, baðst afsökunar á að hafa ef til vill móðgað stuðningsmenn Manchester United vegna ummæla sem féllu í viðureign Lukes Littler og Stephens Bunting í úrvalsdeildinni í pílukasti.
Lið Chelsea á árinu 2024 hefur verið útnefnt dýrasta knattspyrnulið sögunnar af Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA.
Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að hinn tvítugi Alejandro Garnacho þurfi að greiða fyrir kvöldmáltíð handa öllum liðsfélögum sínum vegna þess hvernig hann lét á miðvikudagskvöld.
Ummæli Jamies Carragher um Afríkukeppnina hafa mælst misvel fyrir. Meðal þeirra sem eru ósáttir við þau er Nígeríumaðurinn John Obi Mikel sem lék lengi með Chelsea.
Forseti spænsku deildarinnar hefur klagað Manchester City til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
West Ham United lagði Leicester City nokkuð örugglega 2-0 í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Hamrarnir lyftu sér þar með upp við hlið Manchester United og Tottenham Hotspur í töflunni á meðan Refirnir eru áfram í fallsæti.
Argentíski táningurinn Claudio Echeverri má nú spila fyrir enska knattspyrnuliðið Manchester City sem festi kaup á honum fyrir rúmu ári. Síðan þá hefur hann verið á láni hjá River Plate í heimalandinu.
Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, ætlar að ræða við Alejandro Garnacho um viðbrögð hans við því að vera skipt af velli í leiknum gegn Ipswich Town í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Á meðan allt gengur upp hjá karlaliði Liverpool eru ekki eins góðar fréttir að berast af kvennaliði félagsins.
Erik ten Hag, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United, segir að leikmenn í dag eigi erfitt með að takast á við gagnrýni og séu viðkvæmari en menn voru þegar hann var að spila.
Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Liverpool verði Englandsmeistari í tuttugasta sinn en liðið náði þrettán stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með sigri á Newcastle United, 2-0, í kvöld.
Nottingham Forest og Arsenal gerðu markalaust jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þá endaði leikur Brentford og Everton með 1-1 jafntefli.
Manchester United vann 3-2 sigur á Ipswich Town í fjörugum leik á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Staðan var 2-2 í hálfleik en Harry Maguire skoraði sigurmark Rauðu djöflanna í upphafi seinni hálfleiks.
Eftir að hafa misst af síðustu tveimur leikjum vegna meiðsla sneri Erling Haaland aftur í lið Manchester City og skoraði eina markið í 0-1 sigri á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
Darwin Núnez, framherji Liverpool, hefur vissulega klúðrað einhverjum dauðafærum á þessum tímabili en kannski ekki eins mörgum of sumir halda. Hann er í það minnsta langt frá efstu mönnum þegar kemur að klúðra opnum færum samkvæmt tölfræði ensku úrvalsdeildarinnar.
Vonin er veik en hún er samt enn með lífsmarki þegar kemur að því að enda meira en tveggja áratuga bið Arsenal eftir Englandsmeistaratitli.
Arne Slot, þjálfari Liverpool á Englandi, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann vegna framkomu hans eftir jafntefli við Everton í grannaslag á dögunum.
Lögreglumaður í London hefur misst vinnuna sína eftir að það komst upp hvað hann gerir í frítíma sínum. Hann var fótboltabulla og hefur verið dæmdur sem slíkur.
Chelsea lenti ekki í teljandi vandræðum með botnlið Southampton í ensku úrvalsdeild karla í kvöld. Lokatölur á Brúnni í Lundúnum 4-0 heimamönnum í vil.