Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Segir að Dowman sé eins og Messi

    Theo Walcott sparaði ekki stóru orðin þegar hann fjallaði um frammistöðu hins fimmtán ára Max Dowman í 5-0 sigri Arsenal á Leeds United í ensku úrvalsdeildinni. Hann sagði að strákurinn spilaði eins og sjálfur Lionel Messi.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð

    Everton fagnaði sigri í fyrsta úrvalsdeildarleik sínum á nýja leikvangi sínum um helgina en úrslitin hefðu kannski getað endað allt öðruvísi ef ekki væri fyrir hetjudáðir markvarðarins Jordan Pickford.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Slot hefur enga sam­úð með Eddie Howe vegna Isaks

    Newcastle og Liverpool mætast í kvöld í ensku úrvalsdeildinni í leik sem margir hafa beðið eftir vegna þess sem hefur gengið á milli félaganna í sumar. Alexander Isak, besti leikmaður Newcastle, neitar að spila og er að reyna að komast til Liverpool.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Isak utan vallar en þó í for­grunni

    Sænski framherjinn Alexander Isak mun engan þátt taka í leik kvöldsins milli Newcastle og Liverpool á St. James‘ Park en fáir hafa þó meiri áhrif á leikinn. Stuðningsmenn Newcastle eru sárir út í Svíann og má búast við rafmögnuðu andrúmslofti.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið

    Wayne Rooney segir að Max Dowman hafi komið sér á kortið með innkomu sinni í 5-0 sigri Arsenal á Leeds United í gær. Dowman er næstyngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, aðeins fimmtán ára og 234 daga gamall.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Fáni stuðnings­manna Palace til rann­sóknar

    Enska knattspyrnusambandið hefur tekið framferði stuðningsmanna Crystal Palace til athugunar eftir leik Palace og Nottingham Forest í dag en risastór fáni sem gerði rætið grín að Evangelos Marinakis, eiganda Forest, vakti mikla athygli í stúkunni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Næst yngsti leik­maður í sögu ensku úr­vals­deildarinnar

    Hinn 15 ára gamli Max Dowman skráði sig í sögubækurnar í dag þegar hann kom inn á sem varamaður í leik Arsenal og Leeds en Dowman varð þar með annar yngsti leikmaður í sögu deildarinnar og jafnframt aðeins sá þriðji sem þreytir frumraun sína 15 ára gamall.

    Sport
    Fréttamynd

    Hjör­var fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni

    Það getur allt gerst í beinni útsendingu í DocZone hjá Hjörvari Hafliðasyni og félögum. Eftir að þeir höfðu fylgst með bekkpressukeppni á Kjarvalsstöðum kom Gummi Ben óvænt í heimsókn, með enn óvæntari glaðning. Áritaða treyju með kveðju frá David de Gea.

    Fótbolti