
Sniðgöngum hatur, ekki íþróttaleika
Nýleg lög í Rússlandi, sem brjóta á réttindum samkynhneigðra, hafa orðið tilefni gagnrýni og mótmæla um allan heim. Þau banna meðal annars að hafa "áróður“ fyrir samböndum samkynhneigðra fyrir börnum. Slíkur "áróður“ getur falizt í því að samkynhneigðir leiðist eða kyssist á almannafæri, að fólk beri tákn mannréttindabaráttu samkynhneigðra, að ekki sé talað um að einhver haldi því fram opinberlega að samkynhneigð sé náttúruleg og eðlileg.