Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Nú þarf að láta verkin tala

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er sérstaklega kveðið á um að taka verði á kynbundnum launamun. Ljóst er að langur vegur er frá því að þetta verkefni ríkisstjórnarinnar sé á einhverjum rekspöl. Þvert á móti kemur í ljós í nýrri launakönnun SFR - stéttarfélags í almannaþjónustu - að launamunur hefur aukist milli ára.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fjötur eða frelsi

Ég man ekki hvort ég var tólf eða þrettán ára þegar ég kom einhverju sinni hlaupandi upp stigann heima á Langholtsvegi, reif upp hurðina, skellti henni á eftir mér og tjáði mig í miklum ham um ómerkilegheit einnar vinkonu minnar. Mér hefði þótt hún skemmtileg og fín stelpa,en nú hefði mér borist til eyrna hvernig hún talaði um mig. Ég hefði greinilega ekki haft á réttu að standa.

Fastir pennar
Fréttamynd

Litlir kassar á lækjarbakka

Fyrir nokkrum árum var ég í gleraugnabúð mikilli í Barcelona. Þá var pesetinn enn við lýði, gengi hagstætt og vöruúrval virtist hið mesta enda voru gleraugu uppi um alla veggi í þessari stóru og nýtískulegu verslun. Ég þóttist því hafa himin höndum tekið.

Bakþankar
Fréttamynd

Afmörkuð listaverk?

Kristinn E. Hrafnsson, myndlistarmaður og stjórnarmaður í LHÍ, skrifaði grein í Moggann 8. september þar sem hann átelur þau sem lýst hafa efasemdum um nýbyggingu Listaháskólans á Laugavegi. Hann krefst þess að byggingin sé "glæsilegt mannvirki" og sakar fólk um áhugaleysi, þekkingarskort og leti, segir að þau láti "hjá líða að rýna í formfræði, fagurfræði og hugmyndagrunn byggingarinnar".

Fastir pennar
Fréttamynd

Mörgum ofbýður

Ákvörðun Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra um að stefna ljósmæðrafélaginu fyrir félagsdóm vegna fjöldauppsagna er ber vott um mikla hörku í garð hóps sem augljóslega hefur setið eftir meðan aðrir hafa notið góðæris og uppsveiflu síðustu ára.

Fastir pennar
Fréttamynd

Nei

Mesti trúverðugleikavandi ríkisstjórnarinnar á rætur í ólíkum viðhorfum stjórnarflokkanna til þess hvernig skipa eigi peningamálastjórninni til frambúðar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki alfarið horfið frá því mati að krónan geti dugað. Samfylkingin vill þar á móti taka upp evru.

Fastir pennar
Fréttamynd

Pilsaþytur

Eflaust eru íslenskir karlmenn enn þá að jafna sig á því þegar Einar Ágúst steig á sviðið í Eurovision um árið íklæddur pilsi. Stolt þjóðarinnar, sem hefur í aldaraðir sannfært sjálfa sig um að hér búi mestu karlmenni veraldar, særðist þetta kvöld og fáir hafa látið sjá sig í slíku fati síðan.

Bakþankar
Fréttamynd

Við hvað eru menn hræddir?

Það er út af fyrir sig gleðiefni að nú glittir í að reglur um skráningu eigna þingmanna líti dagsins ljós. Svo virðist þó sem reglur þessar verði í nokkru skötulíki þegar upp verður staðið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stríð er friður - kreppa er góðæri

OMXI15 var 3.980,37 klukkan 13.30 þegar ég settist niður til að borða samlokuna mína eftir erfiðan morgun. Skynsemin segir að sjálfsögðu að tilbúin, bragðlaus og rándýr samloka úr kæliborði klukkubúðar sé það síðasta sem maður ætti að festa kaup á þegar úrvalsvísitölur falla allt í kringum mann og kreppan gægist yfir flísklæddu öxlina á afgreiðslustelpunni. En ég ræð bara ekki við mig.

Bakþankar
Fréttamynd

Hvaðan koma peningarnir?

Fáar spurningar hafa verið lagðar jafnoft fyrir mig að undanförnu hvar sem ég kem. Danir spyrja: hvaðan komu peningarnir, sem gerðu Íslendingum kleift að kaupa hvert fyrirtækið á fætur öðru í Danmörku? - Magasin du Nord, Illum, Hotel d'Angleterre.

Fastir pennar
Fréttamynd

Krókurinn sem beygist

Í Frakklandi hélt agúrkutíðin innreið sína í sumarbyrjun, þegar haldinn var síðasti ríkisstjórnarfundurinn. Við það tækifæri færði Carla Bruni öllum ráðherrunum, þrjátíu og átta að tölu, nýjasta geisladisk sinn „Eins og ekkert hafi gerst", og skýrðu fjölmiðlar frá þessari höfðinglegu gjöf.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hreyfanlega vinnuaflið

Íslenskt samfélag er þessar vikur og mánuði að ganga í gegnum merkilega tilraun sem aldrei hefur verið reynd áður hér á landi. Það má kalla hana: Hvernig hegðar hreyfanlegt vinnuafl sér í hnattvæddum heimi?

Fastir pennar
Fréttamynd

Húsráð gegn grámósku tilverunnar

Gulltrygg aðferð til að gefa sjálfum sér jákvæðar strokur er að kaupa fallega skó. Sumum kann að virðast þetta heldur þunnildisleg sálfræði en reynslan hefur margsannað að glæsilegt skótau getur þurrkað upp vægan lífsleiða í einu vetfangi.

Bakþankar
Fréttamynd

Beðið eftir bununni

Frammistöðukvíði getur víða komið fram og átt sér margvíslegar birtingarmyndir. Á útlenskunni nefnist þetta "performance anxiety“ og er gjarnan tengt óvissu manna um eigin getu í bólinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vindingar

Upplýst hefur verið að gera eigi breytingar á lögum um Ríkisútvarpið ohf. Markmiðið mun vera að takmarka hversu langt sú stofnun má ganga í að niðurgreiða auglýsingar með ríkisstyrkjum. Lengi hefur verið ljóst að Ríkisútvarpið fylgdi ekki réttum leikreglum samkeppnisréttarins. Þegar stofnuninni var breytt í hlutafélag varð þessi skekkja enn meiri en fyrr.

Fastir pennar
Fréttamynd

Flókin mál og einföld

Þegar ég ligg ekki undir feldi kvalinn af áhyggjum af efnahagsmálum, menntamálum, stjórnmálum og framtíð þjóðarinnar er ég stundum að velta því fyrir mér af hverju eitthvað sé eins og það er. Dæmi: Af hverju eru svona margar og mismunandi mælieiningar í gangi?

Bakþankar
Fréttamynd

Eðli starfa

Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, gæti gert nánast hvern sem er að femínista. Haft var eftir honum í Morgunblaðinu á laugardaginn var að ekki ætti að fara eingöngu eftir menntun þegar komi að röðun stétta í launaflokka, heldur eigi "miklu frekar að taka mið af eðli starfa“.

Fastir pennar
Fréttamynd

Siðareglur á Alþingi

Reykjavíkurborg ákvað nýlega að setja á fót nefnd til að undirbúa siðareglur borgarfulltrúa, og er það vel. Hugmyndin um sérstaklar siðareglur fyrir stjórnmálamenn er hvorki ný á nálinni, né séríslensk.

Fastir pennar
Fréttamynd

Yes, she can

Um leið og ég heyrði af Söru Palin varaforsetaefni repúblikana í Bandaríkjunum hugsaði ég með mér, almáttugur, hvernig ætlar konan að fara að þessu.

Bakþankar
Fréttamynd

Bjallavirkjun er blöff

Undir lok vikunnar kom fram, flestum að óvörum, að Landsvirkjun hefði áhuga á að stífla Tungnaá og mynda þrjátíu ferkílómetra uppistöðulón norðan friðlandsins að Fjallabaki. Lónið yrði með stærstu stöðuvötnum landsins en áætlað er að Bjallavirkjun, sem það á að þjóna, muni framleiða 46 megavött af orku.

Fastir pennar
Fréttamynd

Maður fólksins í landinu

Orð geta stækkað menn og smækkað eftir atvikum. Orðið stækkaði Sigurbjörn Einarsson biskup. Hann var andans maður tuttugustu aldarinnar. Um það efast fáir. Síst er ofmælt að nafn hans sé við hlið þeirra sem fram til þessa hefur verið skipað á fremsta bekk kirkjusögunnar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Rembast

Það hvarflar óneitanlega að manni að ef ljósmæður hefðu haft einhver tök á því að keppa í grein sinni, helst á stóru ljósmæðramóti í útlöndum – þar sem þær hefðu unnið til verðlauna eftir æsispennandi keppni við t.d. franskar stallsystur sínar eða spænskar – að þá myndu kannski málefni ljósmæðra í yfirstandandi kjarabaráttu njóta meiri vinsælda hjá hinu opinbera.

Bakþankar
Fréttamynd

Hvað á að gera?

Sennilega hefur ádeilan um aðgerðaleysi bitið meir í ríkisstjórnina en flest annað síðustu mánuði. Með því að ríkisstjórnin hefur sannarlega aðhafst sitthvað til þess að bregðast við aðsteðjandi efnahagsvanda er vel skiljanlegt að aðgerðaleysishugtakið hljómi eins og hvellandi bjalla í eyrum forystumanna stjórnarflokkanna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ljósmæður í myrkrinu

Þegar þetta er skrifað hefur enn ekki samist í deilu ljósmæðra og ríkisins, og fátt bendir til að það eigi eftir að breytast á næstu dögum. Ljósmæður byrja á tveimur tveggja daga verkfallslotum áður gripið verður til allsherjarverkfalls í lok mánaðarins.

Bakþankar
Fréttamynd

Hver er stefnan?

Skýrsla forsætisráðherra um efnahagsmál og umræður um hana á Alþingi á þriðjudag var í senn fróðleg og gagnleg við þær erfiðu aðstæður sem nú eru uppi í íslenskum þjóðarbúskap.

Fastir pennar
Fréttamynd

Svipmynd af ritstjórn

Dagbækur Matthíasar Johannessen fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins á vefnum þurfa ekki að koma neinum á óvart, þótt þar sé greint frá einkasamtölum milli manna.

Fastir pennar
Fréttamynd

02.10.2044

Þann annan október árið 2044 verða fimm dagar í að ég verði 79 ára. Komandi afmæli verður mér þó ekki efst í huga heldur sú staðreynd að þennan dag mun ég borga síðustu afborgunina af húsnæðisláninu mínu, 480. greiðslu af 480.

Bakþankar
Fréttamynd

Gott skrið

Það er nýr háttur á Alþingi að koma saman í septemberbyrjun til að ljúka afgreiðslu óútræddra mála frá liðnu vori. Áður þurfti að byrja slíkar umræður að nýju við upphaf næsta þings. Nú er unnt að taka til við þær þar sem frá var horfið. Þetta losar lítið eitt um þá tímaspennitreyju sem þingumræður festast í á hverju vori.

Fastir pennar