
Strákarnir
Ég man eftir því sem patti hversu vonbrigðin gátu orðið gríðarlega mikil þegar íslenska handboltalandsliðið átti vondan dag á stórmóti og tapaði fyrir einhverjum austantjaldsrisum eða Svíum, eins og vanalega, á ósanngjarnan hátt auðvitað, svo maður hljóp með tárin í augunum inn í herbergi og lokaði að sér, særður yfir illsku veraldarinnar.