
Jólagjöf til þjóðarinnar
Tími venjulegrar manneskju skiptist í vinnutíma og frítíma. Samkvæmt verðmætamati þjóðfélagsins er vinnutími fremur lítils virði nema í undantekningartilvikum þegar um háttsetta aðila er að ræða. Vinnutími kvenna er yfirleitt mun ódýrari en vinnutími karla þótt ýmsar mælingar bendi til þess að kvenna- og karlaklukkustundir séu jafnlangar.