
Því er peningastefnan erfiðari á Íslandi en í öðrum Evrópuríkjum?
Á því leikur enginn vafi að það er ekki auðvelt að vera seðlabankastjóri á Íslandi. Reyndar myndi ég halda því fram að það sé erfiðara en í flestum öðrum Evrópuríkjum. Það eru ýmsar ástæður fyrir því að það er erfitt að vera íslenskur seðlabankastjóri.