

Fréttir af þekktasta kappakstri í heimi.
Bretinn Lewis Hamilton lét ekki að sér hæða á æfingum Formúlu 1 liða á Sjanghæ brautinni í nótt. Hann náði besta tíma á báðum æfingum sem voru á dagskrá.
Bretinn Lewis Hamilton var sneggstur á fyrstu æfingu keppnisliða á Sjanghæ brautinni í Kína í nóttt. Hann var 0.4 sekúndum fljótari en aðal keppinauturinn Felipe Massa. McLaren og Ferrari bílarnir voru í efstu sætunum.
Fjöldi ökumanna létu það í ljós í Kína í dag að þeir eru ósáttir við akstursmáta Lewis Hamilton og það sem gerðist í Japan fyllti mælinn hjá mörgum.
Nick Heidfeld hjá BMW segist ekki skilja dómanna í Japan á sunnudaginn og vill að sömu dómarar verði í öllum mótum.
Akstursíþróttasamband Frakklands hefur ákveðið að draga tilbaka mótshald á Magny Cours brautinni í Frakklandi á næsta ári vegna fjárhagskreppunnar sem gengur yfir heiminn.
Finninn Kimi Raikkönen segir að Ferrari stefni á fyrsta og annað sætið í Formúlu 1 mótinu í Kína um helgina. Þá kveðst hann hissa á því hvernig McLaren fóru að í fyrsta hring í síðustu keppni.
Bretinn Lewis Hamilton segir að pressan sem sé á honum þessa dagana dagana jarðri við að vera óbærileg.
Gamla kempan Jackie Stewart sem varð þrívegis heimsneistari í Formúlu 1 telur að Lewis Hamilton hafi ekki efni á lfieiri mistökum. Hann hefur lengi verið stuðningsmaður Hamiltons, en segir að hann hafi sýnt það um síðustu helgi að hann er enn óþroskaður sem ökumaður.
Mario Thiessen, framkvæmdarstjóri telur að BMW eigi ágæta möguleika á báðum meistaratitilum í Formúlu 1. Tvö mót eru eftir og BMW er í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna, en Robert Kubica er þrðiji í keppni ökumanna.
Þrátt fyrir árekstur Lewis Hamilton og Felipe Massa í Japan um síðustu helgi og orrahríð síðustu ára á milli liðanna, þá eru engin illindi milli starfsmanna liðanna. Svo segir Stefando Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari.
Fernando Alonso vann japanska kappaksturinn í gær og lét óvenjuleg ummæli falla í viðtlai við spænska dagblaðið AS eftir mótið. Hann kveðst ætla að hjálpa Felipe Mssa í titilslagnum, þó hann sé í öðru keppnisliði.
Spánverjinn Fernado Alonso á Renault fagnaði sigri í Forrmúlu 1 mótinu í Japan í nótt. Robert Kubica á BMW varð í öðru sæti og KImi Raikkönen á Ferrari þriðji.
Bretinn Lewis Hamilton á McLaren var fljótastur í tímatökunni á Fuji brautinni í nótt. Hann kveðst hafa hugann við baráttuna um meistaratitilinn en segir að dýrmæt stig séu mikilvægari en sigur. Það er breytt afstaða frá fyrra ári. Þá klúðraði hann titlinum í síðustu mótunum.
Bretinn Lewis Hamilton á McLaren náði besta í tímatökum á Fuji brautinni í Japan. Heimsmeistarinn KImi Raikkönen á Ferrari varð annar og Heikki Kovalainen þriðji.
Robert Kubica BMW frá Póllandi var fljótastur allra á lokaæfingu Formúlu 1 liða í Japan í nótt. Hann var þó aðeins 84/1000 en Timo Glock frá Þýskalandi. Glock var með besta tíma í gær og stendur því vel að vígi fyrir tímatökuna sem er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 04:45 í nótt.
Timo Glock frá Þýskalandi sem náði besta tíma á æfingum Formúlu 1 keppnisliða í Japan í dag er ekki vel þekktur hérlendis, en hann varð heimsmeistari í fyrra í annarri mótaröð.
Bretinn Bernie Ecclestone er óhræddur að láta vinda blása þegar hann er í viðtölum við fréttamenn, en keppt er í Formúlu 1 í Japan um helgina.
Þjóðverjinn Timo Glock á Toyota kætti heimamenn í Japan þegar hann náði besta tíma á seinni æfingu keppnisliða á Fuji brautinni í morgun.
Fyrsta æfing keppnislliða í Formúlu 1 var í Japan í nótti og Lewis Hamilton á McLaren náði besta tíma, en ljóst er að það stefnir í harðan slag á milli McLaren og Ferrari.
Formúlu 1 ökumenn og forráðamenn FIA kynntu nýstárlega 10 þrepa ráðleggingar til handa ökumönnum í Tokyo í dag. Til að minna á átakið, þá eru allir Formúlu 1 bílar á dekkjum með grænum strípum þessa mótshelgina á Fuji brautinni í Japan.
FIA tilkynnti í gær að ekkert mótshald verði í Montreal í Kanada á næsta ári og ákvörðunin virðist hafa komið skipuleggjendum mótsins á óvart.
Forseti FIA, Max Mosley telur að framtíð Formúlu 1 sé í hættu, leiti forráðamenn keppnisliða ekki leiða til að minnka rekstrarkostnað. FIA vill að keppnislið komu með hugmyndir til að minnka kostnað verulega fyrir árið 2010.
Þriðja síðasta Formúlu 1 mót ársins fer fram í Japan um helgina og fyrstu æfingar verða á aðfaranótt föstudags. Fimm ökumenn eiga enn möguleika á titlinum.
FIA gaf í dag út dagatal fyrir Formúlu 1 mótaröðina á næsta ári. Átjan mót verða á dagskrá og nýr mótsstaður í Abu Dhabi verður í lok ársins.
Ferrari hefur ákveðið að hætta notkun ljósabúnaðar sem átti þátt í því að Felipe Massa fékk engin stig í síðasta móti. Mikil hætta skapaðist þegar þjónustumaður gerði mistök og ræsti Massa af stað þó þjónusuhléi væri ekki lokið.
BMW Formúlu 1 liðið staðfesti í dag að Þjóðverjinn Nick Heidfeld og Pólverjinn Robert Kubica verða áfram hjá liðinu á næsta ári.
Fyrsta Formúlu 1 mótið í Abu Dhabi í mið austurslöndum fer fram á næsta ári. Skipuleggjendur þess er að skoða að flóðlýsa mótið eins og gert var í Sínapúr.
Nick Fry framkvæmdarstjóri Honda segist vilja Þjóðverjann Nick Heidfeld í sínar raðir, ef það bregst að Fernando Alonso lítist á samning við lið sitt.
Kazuki Nakajima hjá Williams var staðfestur ökumaður Williams árið 2009 í gærlvöldi. Hann er þakklátur fyrir það traust sem Frank Williams sýnir honum, en Nakajima er eini Japaninn í Formúlu 1.
Formúlu 1 lið Williams tilkynntii í kvöld að Nico Rosberg og Kazuki Nakajima verði áfram hjá Williams liðinu 2009.