Spánvejrinn Fernando Alonso náði besta tíma á lokaæfingu keppnisliða á Inerlagos brautinni í Brasilíu. Hann varð 0.071 sekúndu á undan Lewis Hamilton
Sautján bílar voru á sömu sekúndu á æfingunni sem fór fram við góðar aðstæður og ekki er spáð rigningu fyrir tímatökuna sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 15.45.
Alonso var líka með besta tíma í gær og gæti því sett strik í reikninginn í kappakstrinum á morgun. Kimi Raikkönen og Robert Kubica voru ekki meðal fremstu manna, en Felipe Massa náði fjórða besta tíma.
Sjá brautarlýsingu og tölfræði