Brasilíumaðurinn Felipe Massa vann fyrsta bardagann í orusstunni við Lewis Hamilton um meistaratitilinn í Formúlu 1. Hann varð 0.190 sekúndum fljótari á fyrstu æfingu keppnisliða á Interlagos brautinni.
Spáð er rigningu alla mótshelgina og jafnvel þrumuverði á sunnudag og rigndi á ökumenn í lok fyrstu æfingarinnar. Samt náði Massa besta tíma á lokasprettinum og sló við Hamilton.
Kapparnir sem hafa verið í titilslagnum voru meðal fremstu manna. KImi Raikkönen varð þriðji, Robert Kubica fjórði og Heikki Kovalainen fimmti.
Önnur æfing keppnisliða er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 15.55, en þátturinn Rásmarkið sem fjallar um mótshelgina er á dagskra kl. 19.45.