

Formúla 1
Fréttir af þekktasta kappakstri í heimi.

Upphitunarmyndband fyrir fyrsta kappaksturinn: Tímabilið hefst í nótt
Tímabilið í Formúlunni hefst í nótt með ástralska kappakstrinum en Stöð 2 Sport hefur tekið saman skemmtilegt upphitunarmyndband þar sem öll helstu tilþrif síðasta tímabilsins koma fram.

Vettel: Ég held að ráspóllinn hafi verið utan seilingar
Lewis Hamilton náði fyrsta ráspól tímabilsins í Formúlu 1. Hann vantar nú einungis sex ráspóla í að jafna met Michael Schumacher sem er 68 ráspólar. Hver sagði hvað eftir tímatökuna?

Upphitunarþáttur fyrir Formúluna
Keppnistímabilið í Formúlu 1 kappakstrinum rýkur af stað um helgina og Stöð 2 Sport hitaði að sjálfsögðu vel upp.

Lewis Hamilton á ráspól í Ástralíu
Lewis Hamilton náði ráspól í fyrstu tímatöku Formúlu 1 tímabilsins. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari og Valtteri Bottas varð þriðji á Mercedes.

Hamilton fljótastur á föstudagsæfingum í Ástralíu
Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrstu æfingum tímabilsins sem fram fór í Ástralíu í nótt. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar á fyrri æfingunni og Sebastian Vettel á Ferrari varð annar á seinni æfingunni.

Rúnar og Kristján Einar við kristalkúluna
Formúlu 1-sérfræðingar Stöðvar 2 Sport; Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson stilltu upp kristalkúlunni og spáðu fyrir um úrslit á Formúlu 1 tímabilinu sem hefst í Ástralíu um helgina.

Hamilton: Ferrari bíllinn fljótastur
Þrefaldi Formúlu 1 heimsmeistarinn og ökumaður Mercedes liðsins, Lewis Hamilton segir að Ferrari bíllinn sé sá fljótasti um þessar mundir.

Ferrari sýnir klærnar og fær heimsmeistara
Nýtt tímabil í Formúlu 1 hefst snemma á sunnudagsmorgun þegar mikið breyttir bílarnir verða ræstir í Ástralíu. Gríðarlegar breytingar boða spennandi keppni. Sérfræðingur Stöðvar 2 Sport spáir endurkomu Ferrari á þessu ári.

Mercedes og Red Bull skikkuð til að breyta fjöðrun
Deilur um fjöðrunarhönnun í Formúlu 1 munu líklega aukast í kjölfar ákvörðunar FIA um að skikka liðin til að breyta hönnun fjöðrunar sinnar.

Zak Brown: Honda fjárfestir til að gera vélina samkeppnishæfa
Zak Brown, framkvæmdastjóri McLaren liðsins í Formúlu 1 segir að Honda sé að gera allt sem hægt er til að vélin verði samkeppnishæf sem fyrst.

Webber: Sebastian Vettel mun vinna í Ástralíu
Fyrrum Formúlu 1 ökumaður og liðsfélagi Sebastian Vettel hjá Red Bull, Mark Webber spáir því að Vettel vinni fyrstu keppni tímabilsins í Ástralíu um helgina.

Sergio Perez: Allt getur gerst í Ástralíu
Sergio Perez, ökumaður Force India liðsins í Formúlu 1 segir að allt geti gerst í fyrstu keppni tímabilsins í Ástralíu næstu helgi.

Alonso: Ég er búinn undir erfiða helgi í Ástralíu
Fernando Alonso, ökumaður McLaren-Honda liðsins segist undirbúinn fyrir erfiða helgi í Ástralíu u komandi helgi.

Verstappen: Red Bull ekki nógu gott til að vinna strax
Max Verstappen, ökumaður Red Bull liðsins hefur sagt að RB13 bíll liðsins geti ekki ógnað Mercedes eða Ferrari í upphafi tímabils.

Myndrænt yfirlit yfir breytingar á Formúlu 1 bílum
Stærri, grimmari og fljótari, allt orð sem nota má til að lýsa nýju Formúlu 1 bílunum. Hér að neðan er að finna myndræna framsetningu á breytingunum sem hafa átt sér stað.

Paddy Lowe kominn til Williams sem tæknistjóri og hluthafi
Paddy Lowe, fyrrum tæknistjóri Mercedes er kominn til liðs við Williams og er orðinn hluthafi og stjórnarmaður hjá liðinu.

McLaren athugar möguleikan á að fá Mercedes vél
McLaren hefur verið að leita á náðir Mercedes undanfarna daga með von um að reyna að komast yfir vélar frá Mercedes.

Bottas: Verð ekki skelfingu lostin ef Hamilton verður fljótari
Valtteri Bottas hefur mikið að sanna í fyrstu keppni Formúlu 1 tímabilsins, sem fer fram í Ástralíu aðra helgi. Bottas segir að hann verði ekki skelfingu lostinn ef Lewis Hamilton verður fljótari en hann.

Force India kynnir bleikan bíl
Force India liðið í Formúlu 1 kynnti í dag nýtt útlit á bíl liðsins. Bíllinn sem var silfur-grár að megninu til er orðinn bleikur að mestu leyti.

Kimi Raikkonen fljótastur á lokaæfingunni fyrir tímabilið í Formúlu 1
Kimi Raikkonen á Ferrari fór hraðast allra í dag og raunar hraðar en nokkur annar á æfingum fyrir tímabilið í ár. Raikkonen var eini ökumaðurinn sem komst undir eina mínútu of 19 sekúndur.

Vettel fljótastur og fór lengst á Ferrari
Sebastian Vettel á Ferrari var þriðjungi úr sekúndu fljótari en Lewis Hamilton á Mercedes á þriðja æfingadegi seinni æfingalotunnar fyrir komandi tímabil í Formúlu 1.

Valtteri Bottas fljótastur á öðrum æfingadegi
Finnski ökumaður Mercedes liðsins, Valtteri Bottas var fljótastur á öðrum degi seinni æfingalotunnar fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Max Verstappen á Red Bull fór lengst, 102 hringi.

Felipe Massa fljótastur á fyrsta degi seinni æfingalotu
Felipe Massa á Williams var fljótastur á fyrsta degi af fjórum í seinni æfingalotunni fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Massa fór auk þess flesta hringi ásamt Sebastian Vettel á Ferrari.

Kimi Raikkonen fljótastur á þornandi braut
Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur á síðasta æfingadegi fyrri æfingalotunnar fyrir komandi tímabil í Formúlu 1.

Valtteri Bottas var fljótastur og Mercedes fór lengst
Valtteri Bottas á Mercedes fór hraðast allra á þriðja æfingadegi fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Bottas fór hringinn á Barselónabrautinni á 1:19,705.

Kimi Raikkonen fljótastur á öðrum degi æfinga
Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur allra á öðrum æfingadegi fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Æfingar halda áfram í Barselóna næstu tvo daga.

Hamilton fljótastur og Mercedes fór lengst
Fyrsti æfingadagurinn fyrir komandi tímabil í Formúlu 1 er að kvöldi kominn. Lewis Hamilton var fljótastur á Barselóna brautinni í dag. Mercedes liðið ók lengst allra.

Toro Rosso afhjúpar nýjan bíl
Toro Rosso liðið í Formúlu 1 hefur afhjúðað nýjan keppnisbíl fyrir komandi tímabil. Bíllinn skartar nýjum litum fyrir liðið. Bíllinn ber nafnið STR12.

Haas F1 liðið kynnir sinn annan bíl
Haas F1 liðið í Formúlu 1 kynnti í dag nýjan bíl sinn. Bíllinn er önnur kynslóðin af Haas bíl sem tekur þátt í Formúlu 1. Haas liðið kom nýtt inn í Formúlu 1 á síðasta tímabili.

Red Bull kynnir nýjan bíl
Red Bull liðið í Formúlu 1 kynnti í dag nýjan bíl sinn fyrir komandi tímabil. Bíllinn ber nafni RB13.