
Button: Grosjean þarf að taka sig á
Formúlu 1-ökumenn eru almennt ekki mjög ánægðir með framgöngu frakkans Romain Grosjean í Lotus-bíl sínum í sumar. Mark Webber sagði hann klikkaðan eftir japanska kappaksturinn og nú biður hinn kurteisi og hlédrægi Jenson Button Grosjean um að taka sig á í eitt skipti fyrir öll.