Formúla 1

Formúla 1

Fréttir af þekktasta kappakstri í heimi.

Fréttamynd

Þó Ferrari hafi unnið tvo er allt opið

McLaren liðið gerir ekki ráð fyrir að Red Bull hafi nokkra yfirburði þegar Formúla 1 stoppar næst á Silverstone brautinni í Bretlandi. Brautin er sögufræg og hefur haldið marga af ótrúlegustu kappökstrum sögunnar.

Formúla 1
Fréttamynd

Tapaði auga í æfingaslysi

Maria de Villota hefur tapað hægra auga eftir að hafa lent í slysi við reynsluakstur Marussia liðsins í Formúlu 1. Hún hefur starfað sem tilraunaökuþór liðsins síðan í mars.

Formúla 1
Fréttamynd

Þróunarstríðið aldrei blóðugra

Sam Michael, íþróttastjóri McLaren-liðsins í Formúlu 1 telur að þróunarstríðið á milli efstu keppnisliðanna verði það blóðugasta sem mótaröðin hefur séð.

Formúla 1
Fréttamynd

Maldonado refsað fyrir árekstur við Hamilton

Pastor Maldonado á Williams hefur verið refsað fyrir að aka inn í hlið Lewis Hamilton í kappakstrinum í Valencia fyrr í dag. Tuttugu sekúntum hefur verið bætt við tíma hans og fellur Maldonado því úr tíunda sæti í það tólfta.

Formúla 1
Fréttamynd

Alonso vann ótrúlegan kappakstur á heimavelli

Fernando Alonso á Ferrari vann ótrúlega viðburðarríkan kappakstur í Valencia á Spáni í dag. Alonso komst í forystu í kappakstrinum eftir að Sebastian Vettel þurfti að hætta vegna vélabilunnar. Alonso grét á verðlaunapallinum þegar þúsundir Spánverja fögnuðu honum.

Formúla 1
Fréttamynd

Alonso og Vettel gætu lifað af saman hjá Ferrari

Stefano Domenicali, liðstjóri Ferrari liðsins, er viss um að Fernando Alonso og Sebastian Vettel gætu lifað af sem liðsfélagar hjá Ferrari-liðinu. Mikil óvissa hefur ríkt um hver verði liðsfélagi Alonso á næsta ári.

Formúla 1
Fréttamynd

Vettel fljótastur í Valencia

Heimsmeistarinn Sebastian Vettel var fljótastur á seinni æfingum dagsins fyrir kappaksturinn í Valencia á Spáni á sunnudag. Red Bull-liðið notaðist við uppfærðan afturenda bílsins.

Formúla 1
Fréttamynd

Nær Vettel þrennunni í Valencia?

Red Bull-liðið gerir ráð fyrir að geta unnið kappaksturinn í Valencia um helgina, eins og þeir gerðu í fyrra og árið þar áður. Sebastian Vettel sótti sigur á Spáni í bæði skiptin.

Formúla 1
Fréttamynd

Harður árekstur í sólarhringsakstrinum í Le Mans

Anthony Davidson var í þriðja sæti þegar hann reyndi að hringa hægari bíl í sólarhringskappakstrinum í Le Mans sem stendur nú yfir. Áreksturinn var gríðarlega harður en ökuþórarnir virðast ómeiddir en Davidson verður sendur á sjúkrahús til frekari skoðunnar.

Formúla 1
Fréttamynd

FIA heitir að takmarka kostnað í F1

Jean Todt, forseti FIA, segir sambandið reiðubúið að tryggja það að kostnaður við rekstur Formúlu 1-liðanna fari ekki upp úr öllu valdi á næstu árum. Ráðgert er að hefja keppni með nýjar og minni vélar á næsta ári. Því fylgir gríðarlegur rannsóknar og verkfræðikostnaður.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton fær ekki góðærissamning aftur

Lewis Hamilton, ökumaður McLaren, er á ofurlaunum hjá liðinu en samningur hans rennur út í lok árs. Þá vandast málið fyrir McLaren sem hefur ekki efni á að bjóða honum sömu laun og hann samdi um árið 2007.

Formúla 1
Fréttamynd

Er lukka Schumacher á þrotum?

Mercedes-liðið í Formúlu 1 nýtir nú allar stundir í að reyna að leysa vandamál Michael Schumacher. Heimsmeistarinn sjöfaldi hefur átt gríðarlega erfitt tímabil þrátt fyrir að hafa samkeppnishæfa græju í höndunum.

Formúla 1
Fréttamynd

Vettel á ráspól í Kanada

Heimsmeistarinn Sebastian Vettel á Red Bull-bíl verður enn á ný á ráspól í Kanada kappakstrinum á morgun. Hann var þó nokkuð fljótari en Lewis Hamilton á McLaren, þremur tíundu úr sekúndu.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton fljótastur á æfingum í Kanada

Breski ökuþórinn Lewis Hamilton var fljótastur á báðum æfingum dagins í Kanada í dag. McLaren-bíll hans virkaði fínt en liðsfélagi hans, Jenson Button, ók aðeins fáeina hringi vegna bilunar í gírkassa.

Formúla 1
Fréttamynd

Coulthard segir Schumacher geta unnið í Montréal

Kanadíski kappaksturinn fer fram um næstu helgi í Montréal. Brautin liggur á manngerðri eyju sem byggð var í tengslum við Ólympíuleikana þar 1976. Árið 1978 var fyrsti kanadíski kappaksturinn haldinn á brautinni því Mosport-brautin, þar sem kappaksturinn hafði áður verið haldinn, var talin of hættuleg.

Formúla 1
Fréttamynd

Button kemur Schumacher til varnar

Jenson Button, ökumaður McLaren í Formúlu 1, kemur Michael Schumacher til varnar og segir lítið að marka gagnrýnina sem heimsmeistarinn sjöfaldi hefur fengið á sig. Endurkoma Schumachers hefur ekki gengið sem skildi og vilja sumir spekingar meina að lítið loft sé enn í blöðru Schumachers.

Formúla 1
Fréttamynd

Sauber skar bílinn í tvennt

Sauber-liðið svissneska í Formúlu 1 hefur nú tekið bíl sinn í sundur. Það er ekki í hefðbundnum skilningi heldur hefur bílinn einfaldlega verið skorinn í herðar niður, ef svo má segja.

Formúla 1
Fréttamynd

Mótið í Mónakó undirbúið - myndir

Um helgina fór kappaksturinn í Mónakó fram og fagnaði Mark Webber sigri þegar hann ók Red Bull-bíl sínum yfir endalínuna. Það er þó ekki einfalt að skella upp kappakstursbraut í einu minnsta landi í Evrópu.

Formúla 1