Button telur sigur skerpa einbeitingu og sannfæringu liðsmanna McLaren Jenson Button hjá McLaren vann síðustu Formúlu 1 keppni sem var í Kanada og segist hafa fengið frí vikuna eftir mótið sem hafi gefið honum tækifæri að rifja upp jákvæðar minningar frá brjálaðri helgi eins og hann orðaði það í fréttatilkynningu frá McLaren fyrir næstu keppni. Formúla 1 23. júní 2011 15:51
Vettel telur vandasamt að aka í Valencia Formúlu 1 ökumennirnir Sebastain Vettel og Mark Webber keppa fyrir hönd Red Bull í Valencia á Spáni á sunnudaginn. Vettel líkir brautarstæðinu við Mónakó, en ekið er um hafnarsvæði á brautinni. Mótið er það annað sem fer fram á Spáni í árinu, en fyrr á árinu var keppt á Katalóníu brautinni í grennd við Barcelona. Formúla 1 23. júní 2011 11:13
Schumacher telur mótið í Valencia áhugavert fyrir ökumenn og áhorfendur Formúlu 1 ökumaðurinn Michel Schumacher hjá Mercedes keppir ásamt liðsfélaga sínum Nico Rosberg á götubrautinni í Valencia á Spáni á sunnudaginn. Fyrstu æfingar Formúlu 1 keppnisliða eru á brautinni á föstudag og lokaæfingin og tímatakan á laugardag. Formúla 1 22. júní 2011 16:04
Engin uppgjöf hjá Alonso Fernando Alonso hjá Ferrari hefur ekki gefist upp á titilbaráttunni í Formúlu 1 þó hann sé orðinn 92 stigum á eftir Sebastian Vettel hjá Red Bull í stigakeppni ökumenna. Alonso féll úr leik í kanadíska kappakstrinum í Montreal á sunnudaginn, eftir samstuð við Jenson Button hjá McLaren sem vann mótið. Formúla 1 15. júní 2011 14:33
Button: Besti sigurinn á ferlinum Jenson Button telur að sigur hans á Gilles Villeneuve Formúlu 1 brautinni í Montreal í Kanada á sunnudag hafi verið sá besti sem hann hefur náð að landa á ferlinum. Hann komst framúr Sebastian Vettel í síðasta hring, eftir að hafa verið síðastur í mótinu um tíma. Formúla 1 13. júní 2011 00:58
Button vann dramatíska keppni í Kanada Bretinn Jenson Button hjá McLaren vann tilþrifamikla keppni í Formúlu 1 mótinu í Montreal í dag, en hann komst framúr Sebastian Vettel hjá Red Bull í síðasta hring. Miklar tafir urðu á mótinu vegna rigningar og fóru ökumenn úr bílum sínum um tíma vegna þessa. Formúla 1 13. júní 2011 00:04
Vettel: Við erum tilbúnir að berjast Sebastian Vettel hjá Red Bull verður fremstur á ráslínu í kanadíska kappakstrinum í Montreal á morgun. Fyrirfram var ekki talið að bíll hans yrði sá öflugasti á Gilles Villeneuve brautinni, en það reyndist staðreynd í sjöttu tímatökunni af sjö á þessu ári. Formúla 1 11. júní 2011 21:20
Vettel fremstur á ráslínu í sjötta skipti á árinu Sebastian Vettel hjá Red Bull náði besta tíma í Formúlu 1 tímatökum í sjötta skipti á árinu, þegar hann náði besta tíma á Gilles Villeneuve brautinni í Montreal í Kanada í dag. Vettel verður því fremstur á ráslínu í kanadíska kappakstrinum sem fer fram á morgun. Formúla 1 11. júní 2011 19:11
Vettel fljótastur á lokaæfingunni Sebastian Vettel á Red Bull var fljótastur Formúlu 1 ökumanna í Montreal á síðustu æfingu fyrir tímatökuna sem er í dag, en tímatakan verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og er útsending á dagskrá kl. 16.45. Formúla 1 11. júní 2011 15:27
Alonso náði besta tíma dagsins Fernando Alonso á Ferrari náði besta tíma á seinni æfingu Formúlu 1 liða á Gilles Villeneuve brautinni í Montreal í Kanada í dag. Hann varð 0.369 úr sekúndu á undan Sebastian Vettel á Red Bull, en Felipe Massa á Ferrari varð þriðji, 0.494 á eftir Alonso. Alonso náði besta tíma dagsins, en Nico Rosberg var fljótastur á fyrri æfingunni i dag. Formúla 1 10. júní 2011 22:20
Rosberg á Mercedes fljótastur í Montreal, en Vettel ók á vegg Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu Formúlu 1 liða á Gilles Villeneuve brautinni í Montreal í Kanada í dag. Fernando Alonso á Ferrari varð annar, en hann var rúmlega hálfri sekúndu á eftir Rosberg og Michael Schumacher á Mercedes náði þriðja besta tíma. Önnur æfing verður síðar í dag. Formúla 1 10. júní 2011 15:40
Hætt við mótshald í Barein Mótshaldarar í Barein hafa hætt við að halda Formúlu 1 mót, en FIA tilkynnti í síðustu viku á mót yrði í Barein 30. október. En í frétt á autosport.com í dag segir að mótið muni ekki fara fram samkvæmt tilkynningu frá skipuleggjendum mótins. Upphaflega átti mótið að fara fram 13. mars, en var frestað vegna pólitísks ástands í landinu. Formúla 1 10. júní 2011 13:47
Perez fær að keppa í Kanada Sergio Perez hjá Sauber liðinu hefur fengið leyfi frá FIA til að keppa í Formúlu 1 mótinu í Kanada um helgina, en hann fékk heilahristing í óhappi í tímatökunni í Mónakó á dögunum og tók ekki þátt í kappakstrinum. Formúla 1 9. júní 2011 17:37
Paul di Resta stefnir á stigasæti Paul di Resta hjá Force India liðinu er nýliði sem keppnisökumaður í Formúlu 1 í ár og hefur ekki ekið Gilles Villeneuve brautina, sem er notuð í Formúlu 1 mótinu í Montreal í Kanada um næstu helgi. Adrian Sutil ekur með di Resta hjá Force India og segir mótið í Montreal eitt af sínum uppáhaldsmótum. Formúla 1 8. júní 2011 15:30
Góðar minningar Glock frá Montreal Timo Glock hjá Virgin Formúlu 1 liðinu kveðst eiga góðar minningar frá mótssvæðinu í Kanada, sem verður notað um helgina, en þá mætir hann ásamt Jerome d´Ambrosio fyrir hönd liðs síns. Liðið er að hluta til í eigu Marussia sportbílaframleiðandans rússneska. Formúla 1 8. júní 2011 14:55
Petrov búinn að jafna sig eftir óhapp í mótinu í Mónakó Vitaly Petrov hjá Renault liðinu er búinn að jafna sig eftir óhapp sem hann varð fyrir í keppninni í Mónakó á dögunum. Stöðva þurfti keppnina á meðan hugað var að Petrov, sem varð fyrir hnjaski og bíll hans stöðvaðist í brautinni, auk fleiri bíla. Petrov segir að hann hafi verið í slag um fjórða sætið í Mónakó, áður en að óhappinu kom. Formúla 1 7. júní 2011 17:50
Kovalainen telur mótið í Kanda einn af hápunktum keppnistímabilsins Heikki Kovalainen hjá Lotus liðinu telur að Formúlu 1 mótið í Kanada sé einn af hápunktum keppnistímabilsins, en keppt verður í Montreal um næstu helgi. Liðsfélagi hans Jarno Trulli segist alltaf hafa verið óheppinni á mótssvæðinu í Montreal. Formúla 1 7. júní 2011 17:07
Vettel nýtur þess að keppa í Montreal Sebastian Vettel hjá Red Bull hefur unnið fimm Formúlu 1 mót af sex á keppnistímabilinu og keppir í Montreal í Kanada um næstu helgi, ásamt liðsfélaga sínum Mark Webber. Vettel vann síðustu keppni, sem fór fram í Mónakó og Webber varð fjórði. Formúla 1 6. júní 2011 15:28
Læknar ákveða hvort Perez fær að keppa Sergio Perez hjá Sauber Formúlu 1 liðinu keppti ekki í Mónakó á dögunum, eftir að hann hlaut heilahristing eftir óhapp í tímatökum. Læknar FIA, alþjóða bílasambandsins munu ákveða í vikunni eftir læknisskoðun hvort Perez fær leyfi til að keppa. Liðsfélagi Perez, Kamui Kobayashi varð í fimmta sæti í mótinu í Mónakó. Formúla 1 6. júní 2011 14:41
Button telur McLaren hafa slagkraftinn til að sigra í Kanada Lewis Hamilton hjá McLaren keppir í Formúlu 1 mótinu i Montreal í Kanada um næstu helgi, en Hamilton vann mótið í fyrra, en liðsfélagi hans Jenson Button varð annar. Hamilton vann sinn fyrsta sigur í Formúlu 1 í Montreal og mótssvæðið er honum því kært. Formúla 1 6. júní 2011 13:32
21 Formúlu 1 mót á dagskrá 2012 FIA gaf í dag út fyrstu drög að mótaskrá fyrir keppnistímabilið í Formúlu 1 á næsta ári og er 21 mót dagsett á mótaskránni, samkvæmt frétt á autosport.com, en 20 mót verða á þessu keppnistímabili. Fyrsta mót á næsta ári verður í Barein, eins og stóð til að yrði á þessu ári. Það mót verður hinsvegar 30. október, eftir að FIA samþykkti í dag að setja það aftur á dagská. Formúla 1 3. júní 2011 22:19
FIA samþykkir Barein mót 30. október FIA samþykkti í dag óskir yfirvalda í Barein að Formúlu 1 mót fari fram í landinu á þessu keppnistímabili. Mótshaldarar fengu frest í tvígang til að sækja um mótshald og gerðu það á dögunum. FIA samþykkit í dag að mót færi fram 30. október samkvæmt frétt á autosport.com. Formúla 1 3. júní 2011 14:33
Schumacher: Tilbúnir að berjast í Kanada Sjöunda umferð Fomúlu 1 meistaramótins verður í Kanada um aðra helgi og Mercedes liðið mætir til leiks með Michael Schumacher og Nico Rosberg. Mercedes hefur unnið fjóra sigra í Kanada sem vélaframleiðandi síðan 1999, en núverandi Formúlu 1 lið byrjaði að keppa sem lið í fyrra. Formúla 1 3. júní 2011 12:22
Hill finnst rangt að halda mót í Barein Damon Hill sem er forseti félags breskra kappakstursökumanna og fyrrum heimsmeistari í Formúlu 1 finnst rangt að Barein mótið, sem var frestað í mars verði sett aftur á dagskrá. FIA tekur ákvörðun um málið í dag. Hill er fyrrum heimsmeistari í Formúlu 1 með Williams liðinu. Formúla 1 3. júní 2011 09:10
Hamilton bað dómara afsökunar á lélegum brandara um dómgæsluna Formúlu 1 ökumaðurinn Lewis Hamilton fór á fund dómara mótsins í Mónakó á sunnudaginn, eftir að hann hafði látið móðan mása við BBC og sagt dóm þeirra á akstursmáta hans brandara. Han gaf í skyn á kaldhæðin hátt að hann hefði verið dæmdur hart vegna þess að hann er blökkumaður. Formúla 1 31. maí 2011 19:46
Perez útskrifaður af spítalanum eftir óhappið í Mónakó Formúlu 1 ökumaðurinn Sergio Perez var útskrifaður af Grace Kelly spítalanum í Mónakó í dag. Hann lenti í óhappi á laugardaginn í tímatökum fyrir kappaksturinn í Mónakó. Perez fékk heilahristing og skrámaðist á læri. Læknar vildu halda honum á spítalanum til að fyllsta öryggis væri gatt varðandi heilsu hans. Formúla 1 30. maí 2011 16:11
Alonso ætlaði að sækja til sigurs Fernando Alonso varð annar í Formúlu 1 mótinu í Mónakó í gær á Ferrari, eftir harðan slag við Sebastian Vettel á Red Bull og Jenson Button á McLaren á lokasprettinum. Hann hugðist sækja til sigurs, en óhapp í lok mótsins varð til þess að það gekk ekki upp. Alonso er núna fimmti í stigamóti ökumanna, en Vettel efstur eftir fimm sigra í sex mótum. Formúla 1 30. maí 2011 08:36
Keppinautar gangrýna akstursmáta Hamilton í keppninni í Mónakó Felipe Massa gagnrýndi Lewis Hamilton fyrir akstursmáta hans í keppninni í Mónakó í dag og dómarar refsuðu Hamilton fyrir tvö brot í brautinni. Hamilton reyndi að þröngva sér framúr Massa í kröppustu beygju brautarinnar, en hann ók síðan Pastor Maldonado út úr mótinu undir lokin. Formúla 1 29. maí 2011 21:16
Vettel: Tókum áhættu mörgum sinnum og það gerir sigurinn enn sætari Sebastian Vettel á Red Bull vann sitt fimmta mót í Formúlu 1 á árinu, þegar hann kom fyrstur í endmark í Mónakó kappakstrinum í dag. Fernando Alonso á Ferrari og Jenson Button á McLaren sóttu stíft að honum í lokin en höfðu ekki erindi sem erfiði. Formúla 1 29. maí 2011 19:41
Vettel vann fimmta kappaksturinn á tímabilinu Þjóðverjinn Sebastian Vettel hjá Red Bull tryggði sér sigur í Mónakó-kappaksturinn í formúlu eitt í dag eftir hraða keppni við Spánverjann Fernando Alonso hjá Ferrari og Englendinginn Jenson Button hjá McLaren. Formúla 1 29. maí 2011 14:20
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti