Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Logi á toppnum en Hákon á bekknum

Fjöldi leikja fór fram síðdegis í Sambandsdeildinni og Evrópudeildinni, íslenskir landsliðsmenn komu við sögu á ýmsum stöðum en þónokkuð margir voru í minna hlutverki en vanalega.

Fótbolti
Fréttamynd

Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst

Arnar Gunn­laugs­son, lands­liðsþjálfari ís­lenska karla­lands­liðsins í fót­bolta, segir það mikið áfall að hafa lands­liðs­fyrir­liðinn Orri Steinn Óskars­son hafi ekkert geta spilað með liðinu í undan­keppni HM. Há­kon Arnar Haralds­son hafi hins vegar vaxið mikið í fyrir­liða­hlut­verkinu í hans fjar­veru.

Fótbolti
Fréttamynd

„Vel gert að geta haldið á­fram í svona á­standi“

Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í fótbolta, ber virðingu fyrir úkraínska liðinu Shakhtar Donetsk sem Blikar mæta í dag í Sambandsdeild Evrópu. Shakhtar hefur þurft að glíma við áskoranir undanfarinn áratug sem fá félög geta tengt við.

Fótbolti
Fréttamynd

Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta fær ekki að nýta opinberan landsleikjaglugga FIFA í lok þessa mánaðar til vináttulandsleikja, vegna sparnaðaraðgerða Knattspyrnusambands Íslands. Hið sama átti við varðandi A-landslið karla í byrjun þessa árs.

Fótbolti
Fréttamynd

Böl Börsunga í Belgíu

Barcelona gerði 3-3 jafntefli við Club Brugge í leik liðanna í Belgíu í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Foden í stuði gegn Dortmund

Phil Foden var í stuði er Manchester City vann góðan 4-1 sigur á Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu á Etihad-vellinum í Manchester í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans

Íslenski landsliðsmaðurinn Stefán Teitur Þórðarson spilaði rúmar 40 mínútur í 2-1 sigri Preston North End á Swansea City í ensku B-deildinni í fótbolta í kvöld. Hann hefur ekki spilað svo mikið í einum og sama leiknum síðan í ágúst.

Enski boltinn
Fréttamynd

Emelía með þrennu gegn FCK

Emelía Óskarsdóttir kom öflug inn af varamannabekknum með liði sínu Köge sem vann öruggan 6-0 sigur á FCK í dönsku bikarkeppninni í fótbolta í kvöld. Hún skoraði þrjú mörk í síðari hálfleik.

Fótbolti