„Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Spennan hefur verið að magnast jafnt og þétt,“ segir Agla María Albertsdóttir fyrirliði Blika, fyrir bikarúrslitaleikinn gegn FH sem fram fer á Laugardalsvelli í dag klukkan fjögur. Íslenski boltinn 16.8.2025 09:02
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Liverpool vann 4-2 endurkomusigur gegn Bournemouth í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar. Öll mörkin og helstu atvik leiksins má sjá hér fyrir neðan, þar á meðal þegar varnarmaður Bournemouth virtist handleika boltann í upphafi leiks. Enski boltinn 16.8.2025 08:01
„Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Eftir langa viku er Joan Laporta, forseti Barcelona, lentur á Mallorca fyrir fyrsta leik liðsins í spænsku úrvalsdeildinni. Hann hefur staðið í ströngu við að ganga frá skráningu leikmanna en er „eiginlega alveg viss“ um að nú sé allt að smella og Marcus Rashford verði með á morgun. Fótbolti 15.8.2025 22:56
Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Aston Villa hefur verið sektað og sett í boltabann vegna ítrekaðra brota á reglum ensku úrvalsdeildarinnar um fjölda bolta og boltasækja á leikjum liðsins. Enski boltinn 15. ágúst 2025 19:30
„Allt er þegar þrennt er“ „Ég er bara að hugsa um eitt núna og það er að vinna bikarinn,“ segir Nik Chamberlain, þjálfari Blika fyrir úrslitaleikinn í Mjólkurbikar kvenna sem fram fer á Laugardalsvelli annað kvöld. Íslenski boltinn 15. ágúst 2025 17:31
Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Liverpool hefur fest kaup á hinum átján ára gamla ítalska miðverði Giovanni Leoni frá Parma. Hann kemur til félagsins fyrir um 26 milljónir punda, auk mögulegra bónusgreiðslna. Enski boltinn 15. ágúst 2025 16:43
Brentford að slá félagaskiptametið Brentford hefur komist að samkomulagi við Bournemouth um kaup á framherjanum Dango Ouattara. Enski boltinn 15. ágúst 2025 16:32
Allar tilfinningarnar í gangi „Maður er bara auðmjúkur, ánægður, tilhlökkun og spenntur og maður er að upplifa allar tilfinningarnar, en að sama skapi einbeittur á verkefnið,“ segir Guðni Eiríksson þjálfari FH sem mætir Breiðabliki í úrslitum Mjólkurbikarsins í knattspyrnu klukkan fjögur á Laugardalsvelli á morgun. Íslenski boltinn 15. ágúst 2025 15:45
Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Í kvöld fer boltinn að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Albert Brynjar Ingason á slæmar og góðar minningar, þá aðallega tengdar hans mönnum í Arsenal. Arséne Wenger er honum ofarlega í huga. Enski boltinn 15. ágúst 2025 15:01
Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Mohamed Salah verður ekki sakaður um að vera lengi í gang eftir að hann gekk í raðir Liverpool. Enginn leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar hefur skorað fleiri mörk í 1. umferð en Egyptinn. Enski boltinn 15. ágúst 2025 14:31
„Tölfræðin er eins og bikiní“ Þjálfari hjá mexíkanska liðinu Atlas hefur verið gagnrýndur fyrir karlrembuummæli síns á dögunum en því náðu hann þegar hann var að tala um tölfræði í fótbolta. Fótbolti 15. ágúst 2025 14:00
Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Fjölskylda Diogo Jota, leikmanns Liverpool sem lést af slysförum í síðasta mánuði, verður á Anfield í kvöld þegar að Liverpool tekur á móti Bournemouth í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn 15. ágúst 2025 13:32
Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Þrátt fyrir að Bröndby-fólk hafi haft mikla ástæðu til að gleðjast í gærkvöld, eftir magnaðan 4-0 sigur gegn Víkingi sem kom liðinu í næstu umferð Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta, þá vörpuðu ljót skilaboð til eins leikmanna liðsins skugga á fögnuðinn. Fótbolti 15. ágúst 2025 13:00
„Maður er búinn að vera á nálum“ Enski boltinn fer að rúlla af stað með fyrsta leik tímabilsins í kvöld. Heilmikil vinna er að baki því að hleypa verkefninu úr vör á Sýn Sport. Yfirframleiðandi þess hefur á köflum verið á nálum en hlakkar nú til að hefja tímabilið. Enski boltinn 15. ágúst 2025 12:03
Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Stuðningsmenn litáensku meistaranna í Zalgiris Vilnius eru ekki ánægðir með gengi liðsins í sumar og vilja endilega losna við þjálfarann. Þeir sýndu óánægju sína með mjög frumlegum hætti. Fótbolti 15. ágúst 2025 11:00
Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Bröndby komst áfram í umspil um sæti í Sambandsdeildinni eftir magnaða endurkomu á móti Víkingum í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Fótbolti 15. ágúst 2025 10:30
Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Eddie Howe, þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle United, ber enn þá von í brjósti að Alexander Isak verði leikmaður félagsins að yfirstandandi félagsskiptaglugga loknum. Isak væri ekki á þeim stað sem hann er á núna ef ekki væri fyrir Newcastle United. Enski boltinn 15. ágúst 2025 10:16
Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Lokaþáttur Sumarmótanna 2025 var sýndur á Sýn Sport í gær. Þar var farið yfir fyrsta N1-mótið fyrir stelpur. Íslenski boltinn 15. ágúst 2025 10:03
Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason verða í stórum hlutverkum í umfjöllun Sýnar Sport um enska boltann. Þeir eru ekki alltaf sammála og það kom vel í ljóst í upphitunarþættinum fyrir ensku úrvalsdeildina. Enski boltinn 15. ágúst 2025 09:33
Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Tindastóll og Þróttur gerðu 1-1 jafntefli í Bestu deild kvenna í fótbolta í gærkvöldi og nú má sjá mörkin og rauða spjaldið í leiknum hér inn á Vísi. Íslenski boltinn 15. ágúst 2025 09:15
Karólína Lea valin best í fyrsta leik Íslenska landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir byrjaði vel í sínum fyrsta alvöruleik með Internazionale en hún átti mjög flottan leik í sigri í The Women's Cup mótinu. Fótbolti 15. ágúst 2025 09:01
Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Í kvöld fer boltinn að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Gummi Ben gleymir seint lokaleik deildarinnar vorið 2012 þar sem Sergio Aguero tryggði Manchester City titilinn en margir muna ef til vill betur eftir lýsingu hans á berserksgangi Joey Barton, þáverandi leikmanni QPR, í leiknum. Enski boltinn 15. ágúst 2025 08:00
Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Benjamin Sesko verður fremsti maður hjá Manchester United á þessu tímabili en þessi 22 ára Slóveni er alvöru íþróttamaður. Enski boltinn 15. ágúst 2025 07:31
„Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Klukkan hálf sex í kvöld rennur fresturinn út til að velja Fantasy lið áður en enski boltinn byrjar. Fantasy er einn vinsælasti leikur landsins með yfir tuttugu þúsund íslenska spilara. Finna má fjölmargar deildir hjá vinahópum, vinnustöðum og fleirum en í ár býður Sýn upp á stærstu og veglegustu deild sem nokkurn tímann hefur sést. Enski boltinn 15. ágúst 2025 07:03
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn