Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Leikur Aston Villa og ísraelska liðsins Maccabi Tel Aviv í Evrópudeildinni er nýhafinn, án gestaáhorfenda, en mikil átök áttu sér stað við leikvanginn í Birmingham vegna mótmæla. Sjö hundruð lögregluþjónar voru sendir á vettvang og handtóku sex manns. Fótbolti 6.11.2025 20:33
Emilía skoraði annan leikinn í röð Emilía Kiær Ásgeirsdóttir skoraði fyrra mark RB Leipzig í 2-0 sigri gegn FC Carl Zeiss Jena í níundu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar. Fótbolti 6.11.2025 20:12
Logi á toppnum en Hákon á bekknum Fjöldi leikja fór fram síðdegis í Sambandsdeildinni og Evrópudeildinni, íslenskir landsliðsmenn komu við sögu á ýmsum stöðum en þónokkuð margir voru í minna hlutverki en vanalega. Fótbolti 6.11.2025 20:01
Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir það mikið áfall að hafa landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson hafi ekkert geta spilað með liðinu í undankeppni HM. Hákon Arnar Haraldsson hafi hins vegar vaxið mikið í fyrirliðahlutverkinu í hans fjarveru. Fótbolti 6. nóvember 2025 11:02
„Ég og Nik erum ágætis vinir“ Íslands- og bikarmeistararnir í Breiðabliki kynntu nýjan þjálfara í gær og það verða áfram ensk áhrif hjá Blikakonum næsta sumar. Íslenski boltinn 6. nóvember 2025 10:32
„Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í fótbolta, ber virðingu fyrir úkraínska liðinu Shakhtar Donetsk sem Blikar mæta í dag í Sambandsdeild Evrópu. Shakhtar hefur þurft að glíma við áskoranir undanfarinn áratug sem fá félög geta tengt við. Fótbolti 6. nóvember 2025 10:00
Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari A-landsliðs karla í fótbolta, fylgist spenntur með uppgangi hins 17 ára Viktors Bjarka Daðasonar og segir framtíð hans bjarta. Hann ákvað þó að velja hann ekki í sitt landslið að svo stöddu. Fótbolti 6. nóvember 2025 09:31
Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Evangelos Marinakis, eigandi Nottingham Forest, kom fyrir rétt í Aþenu, vegna þess að hann er sakaður um að hvetja til ofbeldis í tengslum við fótboltaleiki og styðja við glæpasamtök. Sport 6. nóvember 2025 09:16
Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta fær ekki að nýta opinberan landsleikjaglugga FIFA í lok þessa mánaðar til vináttulandsleikja, vegna sparnaðaraðgerða Knattspyrnusambands Íslands. Hið sama átti við varðandi A-landslið karla í byrjun þessa árs. Fótbolti 6. nóvember 2025 08:32
Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Ungstirnið Lamine Yamal talaði um það eftir Meistaradeildarleik Barcelona í gær að mikið af lygum hefði verið sagt um nárameiðsli sín Fótbolti 6. nóvember 2025 08:25
Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Seinna kvöld vikunnar í Meistaradeildinni í fótbolta bauð upp á fullt af mörkum og nú má sjá mörk úr leikjunum hér inni á Vísi. Fótbolti 6. nóvember 2025 08:10
Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Jason Wilcox er yfirmaður knattspyrnumála hjá Manchester United og hann hefur tjáð sig um sína framtíðarsýn á eitt frægasta og farsælasta fótboltalið heims. Enski boltinn 6. nóvember 2025 07:32
Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur búið til ný friðarverðlaun sambandsins sem veitt verða í fyrsta sinn við dráttinn fyrir heimsmeistaramót karla í Washington D.C. Fótbolti 6. nóvember 2025 06:30
„Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Freyr Alexandersson býst við fjörlegum leik þegar Brann mætir Bologna í Evrópudeildinni í fótbolta á Ítalíu annað kvöld. Fótbolti 5. nóvember 2025 23:15
Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Achraf Hakimi verður frá næstu vikurnar eftir ljótt brot Kólumbíumannsins Luis Díaz á Marokkómanninum í leik PSG og Bayern Munchen í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld. Hakimi fór hágrátandi af velli. Fótbolti 5. nóvember 2025 22:30
Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Áhugaverð úrslit litu dagsins ljós í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Galatasaray er á góðum stað líkt og Newcastle. Illa gengur hjá José Mourinho að snúa blaðinu við. Fótbolti 5. nóvember 2025 22:10
Böl Börsunga í Belgíu Barcelona gerði 3-3 jafntefli við Club Brugge í leik liðanna í Belgíu í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Fótbolti 5. nóvember 2025 22:00
Foden í stuði gegn Dortmund Phil Foden var í stuði er Manchester City vann góðan 4-1 sigur á Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu á Etihad-vellinum í Manchester í kvöld. Fótbolti 5. nóvember 2025 22:00
Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Íslenski landsliðsmaðurinn Stefán Teitur Þórðarson spilaði rúmar 40 mínútur í 2-1 sigri Preston North End á Swansea City í ensku B-deildinni í fótbolta í kvöld. Hann hefur ekki spilað svo mikið í einum og sama leiknum síðan í ágúst. Enski boltinn 5. nóvember 2025 21:45
Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Linda Líf Boama hefur skrifað undir samning við Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hún kemur til liðsins frá Víkingi. Fótbolti 5. nóvember 2025 21:20
Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sandra María Jessen skoraði eina markið er lið hennar Köln gerði 1-1 jafntefli við Eintracht Frankfurt í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Fótbolti 5. nóvember 2025 20:04
Emelía með þrennu gegn FCK Emelía Óskarsdóttir kom öflug inn af varamannabekknum með liði sínu Köge sem vann öruggan 6-0 sigur á FCK í dönsku bikarkeppninni í fótbolta í kvöld. Hún skoraði þrjú mörk í síðari hálfleik. Fótbolti 5. nóvember 2025 19:50
Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Chelsea sótti aðeins stig til Aserbaísjan í Meistaradeild Evrópu og Pafos frá Kýpur vann sinn fyrsta sigur í keppninni í kvöld. Fótbolti 5. nóvember 2025 19:44
„Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Magnað gengi Arsenal var til umræðu í Meistaradeildarmörkunum á Sýn Sport í gær. Arsenal vann 3-0 sigur á Slaviu Prag frá Tékklandi og virtist liðið hafa lítið fyrir því. Enski boltinn 5. nóvember 2025 19:00