Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Lengi getur vont versnað hjá Man. City

Aston Villa vann Manchester City í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni í dag og komst um leið upp fyrir Englandsmeistarana City í töflunni. Eymd Englandsmeistarann eykst bara með hverjum leiknum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton

Enski knattspyrnumaðurinn Dele Alli hefur yfirgefið úrvalsdeildarfélagið að Everton að fullu. Samningur hans við félagið rann út í sumar en Alli hefur verið leyft að æfa með liðinu síðan þá. Hann segir hlutina ekki hafa farið eins vel og hann vildi.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram er­lendis

Albert Brynjar Ingason, knattspyrnusérfræðingur og þáttastjórnandi hlaðvarpsins Gula Spjaldið, segir samtöl sín við innanbúðamenn hjá Víkingi gefa sterklega í skyn að umspilsleikur liðsins gegn Panathinaikos í Sambandsdeildinni verði ekki spilaður á Íslandi. Víkingar hafa hingað til fengið undanþágu frá UEFA og spilað á Kópavogsvelli, sem uppfyllir ekki kröfur um flóðlýsingu.

Fótbolti
Fréttamynd

Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“

Arnar Gunn­laugs­son, þjálfari Víkings Reykja­víkur, hefur ekkert heyrt frá KSÍ varðandi stöðu þjálfara karla­lands­liðs Ís­lands í fót­bolta. Sam­bandið þar af leiðandi ekki beðið Víkinga um leyfi að ræða við Arnar sem reiknar með því, eins og staðan er í dag, að stýra Víkingum í Sam­bands­deild Evrópu í febrúar. Hlutirnir geti hins vegar breyst fljótt í fót­bolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Víkingar unnu sér inn 830 milljónir

Með frammistöðu sinni í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta hafa Víkingar ekki bara tryggt sér sæti í útsláttarkeppninni, fyrstir íslenskra liða, heldur að lágmarki 830 milljónir króna í verðlaunafé frá UEFA á þessu ári.

Fótbolti
Fréttamynd

Vill að stjórn FH fari frá

Sigurður P. Sigmundsson, formaður frjálsíþróttadeildar FH, segir að stjórn félagsins verði að fara frá nú í kjölfar þess greint hefur verið frá skýrslu Deloitte sem var unnin fyrir Hafnafjarðarbæ. Þar kom fram að fjörutíu prósent af byggingarkostnaði við knatthúsið Skessuna hafi farið í greiðslur til formanns félagsins og fyrirtækja sem bróðir hans er í forsvari fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnar­mennirnir gátu ekki horft í augun á Frey

Stjórnarmenn Kortrijk gátu vart horft í augu Freys Alexanderssonar þegar honum var sagt upp störfum hjá félaginu í vikunni. Honum var þess í stað sagt upp í gegnum síma. Hann er þó brattur og hlakkar til að njóta hátíðanna í faðmi fjölskyldunnar

Fótbolti