Frjálsar íþróttir

Frjálsar íþróttir

Fréttamynd

Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni

Norski fjölskyldufaðirinn og hlaupaþjálfarinn Gjert Ingebrigtsen neitaði fyrir dómstólum ásökunum sem börn hans bera honum á hendur um líkamlegt og andlegt ofbeldi. Öll sjö börn hans munu bera vitni en aðeins eitt þeirra hefur opinberlega tekið hans hlið. Fyrsti þátturinn úr raunveruleikaseríu fjölskyldunnar var sýndur í dómsal í gær til að útskýra fjölskyldumynstrið.

Sport

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Vill opna á um­ræðuna um átröskun

„Á þessum tíma horfði ég í spegil og sá feita manneskju en í dag, þegar ég horfi á myndir af mér frá þessum tíma þá fæ ég hreinlega illt í magann,“segir Hekla Sif Magnúsdóttir en hún byrjaði að þróa með sér átröskun þegar hún var 19 ára gömul afrekskona í frjálsum íþróttum. Óheilbrigt samband hafði seinna meir þau áhrif að einkennin versnuðu hratt. Í dag er Hekla á góðum batavegi og hefur nýtt samfélagsmiðla til að miðla reynslu sinni og þekkingu, sjálfri sér og öðrum til góðs.

Lífið
Fréttamynd

Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“

Ís­lands­met­hafinn í langstökki, Daníel Ingi Egils­son, sér ekki eftir því að hafa tekið stökkið út til Svíþjóðar í fyrra, þó svo að dvölin þar hafi verið ein­mana­leg og árangurinn ekki eins og hann vildi. Þolin­mæði þrautir vinnur allar og í kvöld hefur hann leika á EM.

Sport
Fréttamynd

„Ég trúi þessu varla“

Nýjasta hlaupastjarna Íslands hefur bætt sig gríðarlega á örstuttum tíma. Eftir að hafa slegið Íslandsmet um helgina, stefnir hún enn hærra.

Sport
Fréttamynd

Magnað heims­met í hálfu mara­þoni

Úgandamaðurinn Jacob Kiplimo setti nú í morgun nýtt og stórglæsilegt heimsmet í hálfu maraþoni þegar hann vann afar fjölsótt hlaup í Barcelona. Sá sem átti heimsmetið missti það tveimur mínútum eftir stórkostlegt 10 kílómetra hlaup sitt annars staðar á Spáni.

Sport
Fréttamynd

Þrjú hlaup, þrír sigrar og þrjú Ís­lands­met: „Get ekki kvartað yfir neinu“

Bald­vin Þór Magnús­son hljóp á nýju Ís­lands­meti þegar að hann tryggði sér Norður­landa­meistara­titilinn í 3000 metra hlaupi innan­húss í Finn­landi í gær. Hlaupið tryggir Bald­vini sæti á EM eftir innan við mánuð en þetta er þriðja Ís­lands­met hans í fyrstu þremur keppnum ársins sem hann hefur í þokka­bót unnið. Hann stefnir á medalíu á EM.

Sport
Fréttamynd

Erna hlaut silfur en Irma og Aníta brons

Erna Sóley Gunnarsdóttir, Aníta Hinriksdóttir og Irma Gunnarsdóttir komust allar á verðlaunapall í dag á Norðurlandameistaramótinu í frjálsíþróttum innanhúss.

Sport
Fréttamynd

Bald­vin stór­bætti eigið Ís­lands­met og tryggði sig inn á EM

Baldvin Þór Magnússon bætti eigið Íslandsmet í þrjú þúsund metra hlaupi innanhúss um rúmar fimm sekúndur. Hann hafði betur gegn Norðmanninum Filip Ingebrigtsen og stóð uppi sem sigurvegari á Norðurlandameistaramótinu. Í leiðinni tryggði Baldvin sér þátttökurétt á Evrópumótinu sem fer fram í Hollandi í næsta mánuði.

Sport
Fréttamynd

Enn eitt Ís­lands­met Bald­vins Þórs

Hlauparinn Baldvin Þór Magnússon heldur áfram að bæta Íslandsmetum í safnið og bæta eigin met en hann bætti eigið Íslandsmet í 3000 metra hlaupi innanhúss í dag um rúmar tvær sekúndur.

Sport