
Tvöfaldur Skolli: Hvernig er best að leika Strandarvöll?
Íslandsmótið í höggleik í golfi fer fram á Strandarvelli á Hellu. Keppni hefst fimmtudaginn 26. júlí og eru allir bestu kylfingar landsins á meðal keppenda. Logi Bergmann og Þorsteinn Hallgrímsson fóru yfir það hvernig best er að leika Strandarvöll í þættinum Tvöfaldur Skolli sem sýndur er á Stöð 2 sport.