Kristján komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Kristján Þór Einarsson úr Kili spilaði mjög vel í gær á öðrum hring sínum á á opna breska áhugamannamótinu í golfi sem fer fram í Skotlandi. Kristján Þór var á pari eftir fyrsta daginn en lék annan hringinn á einu höggi undir pari. Hann er í 7. til 14. sæti þegar mótið er hálfnað. Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum var tveimur höggum frá því að ná niðurskurðinum. Golf 19. júní 2012 19:39
Golfdagurinn haldinn hátíðlegur á morgun Í tilefni af Ólympíuviku ÍSÍ mun Golfsamband Íslands, í samstarfi við golfklúbba vítt og breitt um landið, standa að Golfdeginum sem verður haldinn miðvikudaginn 20. júní næstkomandi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá sambandinu. Golf 19. júní 2012 19:00
Westwood flytur til Bandaríkjamanna Englendingurinn Lee Westwood hefur ákveðið að flytja til Bandaríkjanna. Hann telur að það muni hjálpa honum að vinna risatitil. Golf 19. júní 2012 12:45
Fuglamaður truflaði verðlaunaafhendingu US Open Athyglissjúkur einstaklingur stal senunni í verðlaunaafhendingu US Open í nótt. Hann ruddist niður úr stúkunni, tók sér stöðu fyrir framan myndavélarnar og fór að mynda fuglahljóð. Þræleðlilegt alveg. Golf 18. júní 2012 23:45
Kristján 104 sætum fyrir ofan Ólaf eftir fyrsta daginn Kristján Þór Einarsson úr Kili og Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum eru búnir með fyrsta hring á opna breska áhugamanna golfmótinu sem fram fer í Skotlandi en leikið er á bæði Glasgow Gailes Links og Royal Troon völlunum. Golf 18. júní 2012 20:49
Simpson vann US Open Webb Simpson vann opna bandaríska meistaramótið í golfi, US Open, í nótt. Þetta er hans fyrsti risatitill á ferlinum. Simpson endaði mótið á einu höggi yfir pari eða höggi betur en Graeme McDowell og Michael Thompson. Golf 18. júní 2012 09:30
McDowell og Furyk efstir | Woods lék af sér á þriðja hringnum Graeme McDowell frá Norður-Írlandi og Bandaríkjamaðurinn Jim Furyk, sem báðir hafa sigrað á opna bandaríska meistaramótinu, eru einu kylfingarnir sem eru undir pari fyrir lokahringinn á opna bandaríska meistaramótinu sem fram fer í dag. Þeir eru báðir á einu höggi undir pari samtals. Tiger Woods náði sér alls ekki á strik á þriðja hringnum og lék hann á 75 höggum eða 5 höggum yfir pari á hinum gríðarlega erfiða Olympic Club golfvelli. Golf 17. júní 2012 09:45
Góður árangur hjá yngstu afrekskylfingum landsins Í dag lauk mótum á Arion-banka unglingamótaröðinni og Áskorendamótaröðinni. Um 250 unglingar tóku þátt í mótum helgarinnar sem er frábær þátttaka og ljóst að það er mikil gróska í unglingagolfinu hér á landi. Leikið var á Korpúlfsstaðavelli á Arion-banka unglingamótaröðinni en á Áskorendamótaröðinni var leikið á Húsatóftavelli í Grindavík. Golf 16. júní 2012 22:00
Tiger efstur eftir annan dag Tiger Woods deilir efsta sætinu á US Open eftir tvo keppnisdaga með David Toms og Jim Furyk á einu höggi undir pari. Woods og Toms léku á pari á öðrum keppnisdegi en Furyk var einn aðeins sjö kylfinga sem léku undir pari vallarins í gær. Golf 16. júní 2012 10:00
Kristinn Reyr lék best á fyrri hring í Korpunni Fyrri hringurinn af tveimur var leikinn í gær á Korpúlfsstaðavelli í þriðja stigamóti sumarsins á Arion-banka unglingamótaröðinni. Frábær þátttaka er í mótinu en alls eru 135 kylfingar sem taka þátt í mótinu í þremur aldurflokkum hjá báðum kynjum. Golf 16. júní 2012 08:36
Táningurinn á sama skori og efsti maður heimslistans Yngsti keppandinn í sögu US Open, hinn 14 ára gamli Andy Zhang, stóð sig vel á fyrsta hring mótsins í gær og kom í hús á 79 höggum á hinum afar erfiða velli í San Francisco. Golf 15. júní 2012 13:15
Thompson: Fullt af fólki veit ekki hver ég er Hinn lítt þekkti Bandaríkjamaður, Michael Thompson, er efstur á opna bandaríska meistaramótinu í golfi, US Open, eftir fyrsta keppnisdag. Thompson lék á fjórum höggum undir pari í gær og er þrem höggum á undan Tiger Woods, David Toms, Nick Watney, Justin Rose og Graeme McDowell. Golf 15. júní 2012 10:15
Milljónastyrkur til kylfinga Tilkynnt var um stofnun afrekssjóðsins Forskots á blaðamannafundi hjá Golfsambandi Íslands í gær. Sjóðurinn hefur það að markmiði að styðja við þá kylfinga, atvinnumenn sem og áhugamenn, sem stefna á að komast í fremstu röð í heiminum í íþróttinni. Golf 15. júní 2012 00:01
Tiger lék vel | Bubba og Mickelson í erfiðum málum Annað stórmót ársins í golfheiminum, US Open, hófst í dag. Tiger Woods hefur lokið keppni í dag en hann kom í hús á 69 höggum eða einu höggi undir pari. Golf 14. júní 2012 20:55
Birgir Leifur: Væri fín afmælisgjöf að komast á Ólympíuleikana "Þetta skiptir alltaf miklu máli að fá fjármagn inn í þetta til þess að láta draumin rætast,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG í dag þegar greint var frá stofnun afrekssjóðsins Forskot. Auk GSÍ eru stofnendur sjóðsins Eimskip, Valitor, Íslandsbanki og Icelandair Group en 15 milljónir verða veittar til fimm íslenskra afrekskylfinga árið 2012. Golf 14. júní 2012 16:00
Tinna: "Ég var búin með allt í buddunni“ "Áður en þessi dagur kom þá var ég búin með allt í buddunni. Stofnun afrekssjóðsins hefur mikla þýðingu fyrir okkur, þetta gefur okkur ákveðið frelsi og við þurfum ekki alltaf að vera með áhyggjur af peningum á meðan við erum að æfa og keppa,“ sagði atvinnukylfingurinn Tinna Jóhannsdóttir úr Keili við Vísi í dag þegar greint var frá stofnun nýs afrekssjóðs hjá Golfsambandi Íslands. Golf 14. júní 2012 15:15
Ungir afrekskylfingar keppa í Finnlandi Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari í golfi hefur valið fimm unga kylfinga sem verða fulltrúar Íslands á finnska meistaramótinu sem fram fer 27.-29. júní. Þar verður leikið í tveimur aldursflokkum hjá báðum kynjum. Keppt verður á Cooke vellinum í Vierumaki sem er um 100 km fjarlægð frá Helsinki. Golf 14. júní 2012 14:30
15 milljónir til íslenskra afrekskylfinga Tilkynnt var um stofnun afrekssjóðsins Forskot á blaðamannafundi hjá Golfsambandi Íslands í dag. Auk GSÍ eru stofnendur sjóðsins Eimskip, Valitor, Íslandsbanki og Icelandair Group en 15 milljónir verða veittar til fimm íslenskra afrekskylfinga árið 2012. Golf 14. júní 2012 14:00
Fjórtán ára Kínverji tekur þátt á US Open Þegar Paul Casey varð að draga sig úr keppni á US Open í golfi þá gladdist ungur 14 ára Kínverji. Sá heitir Andy Zhang og hann er á leiðinni á mótið í stað Casey. Golf 12. júní 2012 22:00
Sunna bætti vallarmet Ragnhildar Sunna Víðisdóttir, GR, bætti um helgina níu ára gamalt vallarmet Ragnhildar Sigurðardóttur þegar hún lék lokahringinn á Egils Gulls-mótinu á 67 höggum í gær. Golf 11. júní 2012 10:15
Þórður Rafn: Verðlaunaféð dugar fyrir næsta móti "Ég hef spilað einu sinni áður á 66 höggum hér á Íslandi, á meistaramóti í Grafarholti, en þar er parið 71. Ég er ánægður með hringinn en við þurfum að fá góðar aðstæður hér á landi til að ná svona skori – og aðstæðurnar voru fínar hér í Vestmannaeyjum í dag,“ sagði Þórður Rafn Gissurarson kylfingur úr GR eftir sigurinn á Egils Gull mótinu á Eimskipsmótaröðinni í golfi í dag. Golf 10. júní 2012 16:21
Þórður Rafn Gissurarson bar sigur úr býtum á Egils Gull mótinu í Eyjum Þórður Rafn Gissurarson ,GR, tryggði sér sigur í karlaflokki á Egils Gull mótinu sem lauk í Vestmannaeyjum í dag. Golf 10. júní 2012 16:07
Egils Gull mótið: Berglind stóðst áhlaup Sunnu og vann í Eyjum Berglind Björnsdóttir úr GR tryggði sér sigur á Egils Gull mótinu í golfi í Vestmannaeyjum í dag en hún hafði betur eftir æsispennandi keppni. Berglind lék einu höggi betur en Sunna Víðisdóttir úr GR sem fór á kostum á lokadeginum. Golf 10. júní 2012 13:38
Efnilegur kylfingur fór holu í höggi tvo daga í röð Gísli Sveinbergsson, ungur og efnilegur kylfingur úr Keili í Hafnarfirði, er að gera góða hluti þessa dagana. Hann náði því nefnilega að fara holu í höggi tvo daga í röð en þetta kemur fram á heimasíðu Keilis. Golf 10. júní 2012 07:00
Krefjandi og langur golfdagur að baki í Eyjum Keppendur á Egils gull mótinu í Vestmannaeyjum hafa lokið leik í dag en spilaðar voru 36 holur í dag. Á morgun fer þriðji og síðasti hringurinn fram þegar síðustu 18 holurnar verða leiknar en þetta er annað mótið á Eimskipsmótaröðinni. Golf 9. júní 2012 23:32
Berglind á eitt högg á Guðrúnu Brá fyrir lokadaginn Berglind Björnsdóttir úr GR er með eins högg forskot fyrir lokahringinn á Egils Gull mótinu í Vestmannaeyjum en þetta er annað mótið á Eimskipsmótaröðinni. Berglind hefur leikið fyrstu 36 holurnar á 149 höggum eða 9 höggum yfir pari. Golf 9. júní 2012 23:06
Frábær annar hringur hjá Axel - lék á fjórum höggum undir pari Keilismaðurinn Axel Bóasson er með tveggja högga forskot fyrir lokahringinn á Egils Gull mótinu í Vestmannaeyjum en þetta er annað mótið á Eimskipsmótaröðinni. Axel lék annan hringinn á 66 höggum eða fjórum höggum undir pari. Golf 9. júní 2012 22:46
Signý og Guðrún Brá spiluðu best á fyrsta hring Keiliskonurnar Signý Arnórsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir eru efstar og jafnar eftir fyrsta hringinn á Egils Gull mótinu í Eyjum en þetta er annað mótið á Eimskipsmótaröðinni í ár. Golf 9. júní 2012 18:00
Þrír jafnir eftir fyrsta hring á Egils Gull mótinu í Eyjum GR-ingarnir Gísli Þór Þórðarson og Arnór Ingi Finnbjörnsson og GA-ingurinn Örvar Samúelsson spiluðu best á fyrsta hringnum á Egils Gull mótinu í Eyjum en þetta er annað mótið á Eimskipsmótaröðinni í ár. Golf 9. júní 2012 17:46
Egils Gull mótið tafðist vegna veðurs - stefnt á að klára 36 holur í dag Egils Gull mótið sem er annað stigamót ársins á Eimskipamótaröðinni hófst í morgun klukkan tíu í Vestmannaeyjum en vegna veðurs frestaði mótstjórn ræsingu um tvo og hálfan tíma. Golf 9. júní 2012 15:27
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti