Heiðar á fimm yfir pari í Danmörku Heiðar Davíð Bragason, atvinnukylfingur úr Kili, lauk leik á fimm höggum yfir pari(+5) í Vejle í Danmörku í dag á móti sem er hluti af Scanplan mótaröðinni.Heiðar Davíð byrjaði illa í dag en svaraði svo með þremur fuglum í röð. Golf 18. apríl 2007 14:05
Weekley sigraði á Heritage mótinu Bandaríski kylfingurinn Boo Weekley vann í dag sinn fyrsta sigur á PGA mótaröðinni í golfi þegar hann sigraði á Heritage mótinu í Suður-Karólínu. Weekley lauk lokahringnum í dag á þremur höggum undir pari og samtals á 13 höggum undir pari - höggi á undan Suður-Afríkumanninum Ernie Els sem átti fínan lokasprett á mótinu. Golf 16. apríl 2007 18:26
Leaney í forystu á Heritage mótinu Nú stendur yfir keppni á lokahringnum á Verizon Heritage PGA-mótinu á Harbour Town vellinum í Suður-Karólínu. Keppni var frestað í gær vegna hvassviðris. Ástralinn Stephen Leaney er með forystu þegar þetta er skrifað, á samtals 15 höggum undir pari, en þeir sem voru í forystu fyrir lokadaginn eru rétt hálfnaðir með hringinn og því staðan óviss. Golf 16. apríl 2007 15:48
Keppni aflýst á Heritage mótinu Lokahringurinn á Heritage mótinu í golfi verður spilaður á morgun mánudag eftir að keppni var aflýst í kvöld vegna veðurs. Vindhraði á mótsvæðinu var mikill í kvöld og varð starfsmaður fyrir trjágrein sem brotnaði í látunum. Golf 15. apríl 2007 23:39
Kelly fór holu í höggi á Heritage mótinu Bandaríkjamaðurinn Jerry Kelly fór holu í höggi í gær og hefur forystu fyrir lokahringinn á Heritage golfmótinu á PGA mótaröðinni. Suður Afríkumaðurinn Ernie Els hafði þriggja högga forystu fyrir þriðja hring en sú staða var ekki lengi að breytast eftir að kylfingar hófu leik í gær. Golf 15. apríl 2007 15:20
Els í forystu á Heritage mótinu Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els náði í gær forystu á Heritage mótinu í golfi. Els er með þriggja högga forystu þegar keppni er hálfnuð. Ástralinn Aaron Baddeley sem á titil að verja á þessu móti setti niður glæsilegt 16 metra langa pútt á sautjándu holu í gærkvöldi en hann lék hringinn í gær á 5 höggum undir pari og er samtals 6 höggum á eftir Els. Golf 14. apríl 2007 16:48
Undirbúa sig fyrir golfsumarið Ungmenni úr golfklúbbnum Leyni skelltu sér í æfingaferð til Novo Santai Petri á Spáni. Það var Karl Ómar Karlsson golfkennari sem var umsjónamaður ferðarinnar. Í hópnum eru 22 strákur og stelpur ásamt tveimur fararstjórum og einu foreldri. Ferðin er liður í undirbúningi þeirra fyrir golfsumarið sem óðum nálgast. Golf 13. apríl 2007 14:08
Zach Johnson sigraði óvænt Zach Johnson, 31 árs Bandaríkjamaður, bar sigur úr býtum á Mastersmótinu í golfi sem lauk í Georgíu í Bandaríkjunum í gær. Johnson lauk keppni á samtals einu höggi yfir pari en næstu menn, Tiger Woods, Rory Sabbatini og Retief Goosen, léku samtals á þremur höggum yfir pari. Þetta er fyrsti sigur Johnson á stórmóti. Golf 9. apríl 2007 10:44
Tiger kominn í hóp efstu manna Miklar sviptingar urðu á þriðja degi Masters-mótsins í golfi í gær og hefur Ástralinn Stuart Appleby nú náð forystu í mótinu. Appleby hefur eins höggs forystu á Justin Rose og Tiger Woods, en sá síðastnefndi lék sinn besta hring til þessa í gær. Enginn kylfingur er undir pari vallarins. Golf 8. apríl 2007 13:14
Wetterich heldur forystu á Masters Öðrum keppnisdegi á Mastersmótinu er lokið og hefur það komið mörgum á óvart að Bandaríkjamaðurinn Brett Wetterich skuli enn vera í forystu. Wetterich deilir toppsætinu með Tim Clark en báðir eru þeir á tveimur höggum undir pari þegar öðrum keppnisdegi er lokið á Augusta National vellinum í Georgíu í Bandaríkjunum. Golf 7. apríl 2007 10:16
Rose og Wetterich í forystu eftir fyrsta dag Fyrsta keppnisdegi er nú lokið á Masters mótinu sem fram fer á Augusta National vellinum í Georgíu í Bandaríkjunum og eru tveir kylfingar í efsta sæti. Englendingurinn Justin Rose og Bandaríkjamaðurinn Brett Wetterich léku manna best í dag og komu inn á þremur undir pari. Rose fékk par á síðustu fjórum holunum en Wetterich fékk skolla, tvö pör og fugl á síðustu fjórum. Golf 6. apríl 2007 11:30
Stenson og Rose efstir - Els í vandræðum Svíinn Henrik Stenson og Englendingurinn Justin Rose eru efstir nú þegar Masters mótið á Augusta National vellinum í Georgíu er rétt skriðið af stað. Báðir eru þeir Stenson og Rose á tveimur höggum undir pari en Stenson hefur lokið við 9 holur en Rose 6. Golf 5. apríl 2007 17:30
Tíu ár frá fyrsta sigri Tigers Fyrir tíu árum náði ungur maður að nafni Tiger Woods einhverjum merkilegasta árangri íþróttasögunnar. Hann vann sitt fyrsta stórmót þegar hann rúllaði upp Masters-mótinu. Þar með varð hann fyrsti þeldökki kylfingurinn til að vinna stórmót en einnig sá yngsti. Golf 5. apríl 2007 00:01
Rásröðin klár fyrir Masters-mótið í golfi Búið er að raða niður í ráshópa á fyrstu tvo hringina á Mastersmótinu, sem hefst á morgun. Meistarinn frá í fyrra, Phil Mickelson, er í ráshópi með Ástralanum Adam Scott og áhugamanninum Richie Ramsay frá Skotlandi, sem sigraði á Opna bandaríska áhugamannameistaramótinu í fyrra. Tiger Woods er í ráshópi með Englendingnum Paul Casey og Aaron Baddeley frá Ástralíu. Golf 4. apríl 2007 12:30
Adam Scott sigraði í Houston Ástralski kylfingurinn Adam Scott vann góðan sigur á Opna Houston mótinu í golfi sem lauk í Texas í gærkvöld. Sjónvarpsstöðin Sýn var með beina útsendingu frá lokahringnum. Scott lauk keppni á 17 höggum undir pari og var með þriggja högga forystu á næstu menn, þá Stuart Appleby og Bubba Watson sem luku keppni á 14 undir pari. Golf 2. apríl 2007 12:20
Sex efstir og jafnir á Shell mótinu Sex kylfingar deila efsta sætinu að loknum tveimur hringjum á Opna Shell Houston mótinu í golfi sem er liður í PGA mótaröðinni. Sýn verður með beina útsendingu frá mótinu annað kvöld. Golf 31. mars 2007 13:01
Birgir Leifur úr leik í Portúgal Enski kylfingurinn Ross McGowan er í forystu á opna portúgalska golfmótinu eftir annan daginn en hann er á sex höggum undir pari eftir að hafa leikið á -3 báða fyrstu dagana. Birgir Leifur Hafþórsson komst ekki í gegn um niðurskurð þrátt fyrir ágætan hring í gær þar sem hann lauk keppni á höggi undir pari. Golf 31. mars 2007 12:45
Betri dagur hjá Birgi í dag en það dugar varla til Birgir Leifur Hafþórsson lauk keppni á Opna Portúgalsmótinu í golfi í dag á einu höggi undir pari en ólíklegt má telja að hann komist áfram í gegnum niðurskurðinn þar sem hann er nú í 90. sæti. Golf 30. mars 2007 14:35
Birgir Leifur á pari á fyrstu holu Birgir Leifur Hafþórsson hefur nú hafið leik á öðrum hring Opna portúgalska mótsins sem er hluti af Evrópumótaröð karla í golfi. Eftir því sem fram kemur á vefnum kylfingur.is hóf Birgir leik á fyrsta teig og paraði þá holu ólíkt því sem hann gerði í gær þegar hann fékk skolla á fyrstu holu. Golf 30. mars 2007 10:11
Birgir á sjö yfir pari Birgir Leifur Hafþórsson var langt frá sínu besta á fyrsta keppnisdeginum á Estoril mótinu í golfi sem fram fer í Portúgal. Birgir lék á 79 höggum í dag og er því á átta höggum yfir pari vallar. Erfið skilyrði voru í Portúgal í dag þar sem hvassviðri setti svip sinn á spilamennsku keppenda. Mótið er liður í Evrópumótaröðinni. Golf 29. mars 2007 22:24
Birgir byrjar illa í Portúgal Birgir Leifur Hafþórsson hefur nú lokið við níu holur á Opna Portúgalska mótinu í golfi en það mót er hluti af Evrópumótaröð karla í golfi. Birgir Leifur byrjaði mjög illa og var kominn á fjögur högg yfir par(+4) eftir átta holur en hann náði að laga stöðuna með fugli nú rétt í þessu. Aðeins 17 kylfingar eru að spila undir pari það sem af er mótinu en aðstæður eru erfiðar vegna hvassviðris. Golf 29. mars 2007 17:17
Birgir hefur leik klukkan 14:35 Birgir Leifur Hafþórsson er í síðasta ráshópi með Cabrera Bello og Quiros frá Spáni á fyrsta og öðrum hring á Opna Portúgalska mótinu sem hefst í dag. Þeir eiga að hefja leik klukkan 14:30 og byrja á 8. teig. Golf 29. mars 2007 14:22
Góður leikur Woods dugði ekki til Tiger Woods lék á 8 höggum undir pari, eða 64 höggum, og var efstur einstaklinga í klúbbakeppninni, Tavistock Cup, sem lauk á Lake None vellinum í Orlando í gærkvöldi. Keppnin er árleg og er á milli Orlando klúbbanna, Isleworth, sem Tiger tilheyrir, og Lake None. Golf 28. mars 2007 17:13
Birgir Leifur: Stefni á að gera betur en á síðasta móti Birgir Leifur Hafþórsson er í síðasta ráshópi, ásamt tveimur Spánverjum, á fyrsta hring á Opna portúgalska mótinu í golfi sem hefst á Quinta da Marinha vellinum á morgun. Birgir Leifur á að hefja leik á 8. teig klukkan 14:35. Golf 28. mars 2007 17:06
Woods vann í Miami í sjötta sinn Tiger Woods sigraði á CA-heimsmótinu í golfi í gær þrátt fyrir að hafa spilað illa á lokadeginum í Miami í gær og klárað hringinn á einu höggi yfir pari. Fjögurra högga forskot kappans fyrir lokadaginn gerði það hins vegar að verkum að aðrir kylfingar náðu ekki að ná efsta sætinu af honum. Þetta var í sjötta sinn sem Woods sigrar mótið. Golf 26. mars 2007 12:30
Birgir Leifur lauk keppni á pari Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson lauk keppni á pari á Madeira-mótinu í Portúgal og er í 45. sæti þegar um helmingur keppenda á eftir að ljúka leik. Sá árangur færir Birgi Leifi um 340 þúsund krónur í verðlaunafé, en hann lék á einu höggi yfir pari í morgun. Golf 25. mars 2007 13:40
Garcia missti pútt og hrækti á völlinn Spænski kylfingurinn Sergio Garcia á yfir höfði sér væna fjársekt fyrir að hafa hrækt ofan í holuna á 13. braut á heimsmótinu sem fram fer í Miami um helgina. Garcia fékk skolla á brautinni eftir að hafa misst auðvelt pútt og brást við með fyrrgreindum hætti. Þess má geta að hrákan fór beint ofan í holuna. Golf 25. mars 2007 13:15
Birgir Leifur lék á einu höggi undir pari Birgir Leifur Hafþórsson er samtals á einu höggi undir pari þegar þremur hringjum er lokið á Madeira-mótinu í Portúgal. Birgir Leifur var að ljúka keppni rétt í þessu og lék hann hringinn í dag 71 höggi, einu höggi undir pari. Hann er í 35. sæti mótsins sem stendur ásamt 11 öðrum keppendum, en einum hring er ólokið. Golf 24. mars 2007 13:31
Birgir Leifur líklega áfram Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr Leyni, lauk spilamennsku í dag á tveimur höggum undir pari. Í gær hafði hann spilað á tveimur höggum yfir og endar því á pari. Viðbúið er að hann komist í gegnum niðurskurðinn en Birgir er nú í 39. sæti ásamt hópi manna. Golf 23. mars 2007 17:34
Birgir Leifur á einu höggi yfir pari eftir 11 holur Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr Leyni, er á einu höggi yfir pari þegar hann hefur leikið ellefu holur af átján á opna Madeira mótinu í golfi á eyjunni Madeira sem tilheyrir Portúgal. Golf 23. mars 2007 16:08